Lßgmarksaldur cavaliera til rŠktunar ver­ur 2 1/2 ßr frß og me­ 6. oktˇber 2017

Breyting á reglunni um hjartavottorð í samræmi við hækkun á lágmarksaldri undaneldisdýra í 2 1/2 ár frá og með 6.10.2017:

Hjartavottorð: Lágmarksaldur undaneldisdýra er 2 ½ ár og skulu hjartavottorð tekin eftir að þeim aldri er náð (gildir frá 06.10.17). Undaneldisdýrin skulu vera án hjartamurrs og vottorðin tekin fyrir pörun.

Vottorð hunda yngri en 5 ára gildir í 6 mánuði en vottorð tekin eftir 5 ára aldur gilda í 1 ár. Hunda sem hafa hreint hjartavottorð tekið eftir 6 ára aldur, má nota áfram þó þeir greinist með murr síðar. Vottorð tekið eftir 7 ára aldur gildir ævilangt. Afkvæmi hunda sem greinast með murr fyrir 4ra ára aldur fara í ræktunarbann. Til að vottorð sé gilt þarf að nota eyðublöð frá HRFÍ. Hjartavottorð þarf að fylgja ættbókarskráningu og niðurstaða kunn fyrir pörun. Einungis eru tekin gild vottorð fagdýralækna sem hlotið hafa þjálfun í að greina hjartamurr hjá hjartasérfræðingi. (Gildir frá 1.6.2015).

Með því að hækka lágmarksaldur til undaneldis í 2 1/2 ár verða foreldrar undaneldisdýranna að lágmarki 5 ára gömul og ættu þá að vera án hjartamurrs. Þannig er hægt að meta hvort undaneldisdýrin eru æskileg til ræktunar eða ekki. Ef foreldrarnir eru ekki fríir af murri við 5 ára aldur eru afkvæmin ekki æskileg til undaneldis. Til að hægt sé að meta þetta verða eigendur hunda sem hafa verið notaðir í ræktun að taka 5 ára hjartavottorð fyrir þá og helst á hverju ári eftir það þangað til murr greinist. 

Síðan 1998 hafa erfðafræðingar og hjartasérfræðingar gefið þessar ráðleggingar til að seinka megi þeim aldri sem cavalierar fá hjartamurr og þannig lengt lífaldur þeirra en of margir cavalierar deyja fyrir aldur fram úr þessum sjúkdómi.