A­ventukaffi deildarinnar 10. desember 2017.

Deildin þakkar fyrir ánægjulega samveru í hinu árlega aðventukaffi sem haldið var í Sólheimakoti að þessu sinni en Sólheimakot er félagsheimili Hundaræktarfélags Íslands.

Góð mæting var, alls 36 manns með 22 fjöruga cavaliera, svo kátt var í kotinu.

Fjórir stigahæstu hundar deildarinnar voru heiðraðir þ.e. Magic Charm´s Artic, Ljúflings Merling Logi, Tereasjo Sabrína Una og Hrísnes Max og einnig elsti núlifandi cavalierinn, sem er Tibama´s Imaginary Nala en hún er 14 ára og 10 mánaða gömul. Nala var flutt inn frá Noregi og ræktandi hennar er Aud Holtskog. Eigandi er Unnur Berg. Allir fengu dýrindis nammipoka frá Dýrabæ.

Tvífættu gestirnir nutu svo veitinga af glæsilegu hlaðborði sem gestir lögðu til en deildin bauð upp á kaffi og gos að venju.

Næsta ganga deildarinnar er hin vinsæla Nýársganga í kringum Reykjavíkurtjörn, en hún verður sunnudaginn 7. janúar 2018 kl: 13:00 og verður nánar auglýst síðar.

Stjórnin