G÷ngudagskrß Cavalierdeildar HRF═ 2019 og 2020

 

Við minnum fólk á að breyting getur orðið á gönguleiðum, vegna veðurs, sérstaklega yfir vetrartímann og biðjum fólk að fylgjast með að morgni göngudags á fésbókar síðum deildarinnar „Cavalierdeild HRFÍ“  og „Cavalierdeild HRFÍ, got og aðrir viðburðir“.  
Vinsamlegast athugið í lausagöngum að yfirgefa ekki hópinn án þess að láta annað fólk vita svo hægt sé að kalla hundana til sín.  Við höfum því miður lent í því að hundar hafi týnst því að þeir leggja af stað með öðru fólki og hundum.
Við hvetjum ykkur til að mæta í þessar sameiginlegu gönguferðir, þar gefst cavaliereigendum tækifæri til þess að kynnast og hundarnir læra að umgangast aðra hunda.  Einnig viljum við benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu.  Fólk sem er með lóðatíkur er vinsamlegast beðið um að taka lóðatíkur ekki með í göngurnar og skal miða við 25 daga frá því að tík byrjar að lóða.

18. apríl 2019, fimmtudagur kl. 11:00 -  Rauðavatn um Paradísadal
Við hittumst á bílaplani bak við prentsmiðju Morgunblaðsins að Hádegismóum og göngum þaðan á malarstígum á heiðina ofan Rauðavatns og má áætla 2 klst. í gönguna. Tilvalið að taka með sér nesti og munið eftir vatni fyrir hundinn. Lausaganga, en munið eftir skítapokum.

22. maí, miðvikudagur kl. 19:00 – Kaldársel, skógræktin
Við hittumst við kirkjugarðinn í Hafnarfirði og ökum í samfloti inn í Kaldársel.  Þar göngum við inn í skógræktina.  Taumganga í fyrstu en síðan lausaganga.  Í skógræktinni eru borð og bekkir og því kjörið að hafa nesti með sér.  Munið eftir skítapokunum og vatni fyrir hundana.

12. júní, miðvikudagur kl. 19:00 – Reynisvatn Grafarholti
Við komum saman á bílastæðinu við Húsasmiðjuna í Grafarholti og ökum í samfloti gegnum öll hringtorgin að Reynisvatni.  Göngum í kringum vatnið og komum við í skemmtilegum lundum. Gengið verður síðan upp á heiðina fyrir ofan vatnið þar sem hægt er að hleypa hundunum lausum.  Munið eftir skítapokum.

10. júlí, miðvikudagur kl. 19:00 – Stórhöfði, Hvaleyrarvatn
Við hittumst við kirkjugarðinn í Hafnarfirði og keyrum í samfloti upp að Hvaleyrarvatni og þar fara allir hundar í taum. Gengið er upp að fellinu Stórhöfða sem er aðeins fyrir ofan vatnið og þar getum við sleppt hundunum lausum. Gangan er svona einn tími en með stoppi getur hún orðið 2 tímar. Gott er að vera í góðum skóm og jafnvel með nesti og vatn fyrir hundana. Munið eftir skítapokum.

7. ágúst, miðvikudagur kl. 19:00 – Sólheimakot ganga og grill.
Við hittumst í Sólheimakoti, göngum saman hring um svæðið við kotið og komum með eitthvað létt á grillið. Áætla má að viðburðurinn sé amk tveir tímar. Gott er að vera í góðum skóm og auðvitað eitthvað á grillið og vatn fyrir hundana. Munið eftir skítapokum.

1. sept, sunnudag kl. 12:00 – Kaffihúsaganga Pallett Hafnarfirði
Við hittumst á bílastæðinu fyrir framan Hafnarfjarðarkirkju og Tónlistarskólann gengið er um Hafnarfjörð og komið við í kaffihúsinu Pallett þar sem ferfætlingarnir eru velkomnir. Taumganga, munið eftir skítapokum.

5. okt, laugardagur kl. 12:00 – Elliðárdalur
Við hittumst á bílastæðinu fyrir neðan veg á móti Dýraspítalanum í Víðidal og göngum um efri hluta Elliðárdals.  Þetta er taumganga, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokum.

5. nóv, laugardagur kl. 12:00 – Grafarvogur Strönd
Hittumst við Geldinganes í Grafarvogi og göngum saman ströndina í átt að Mosfellsbæ og til baka. Gangan er rúman klukkutíma. Þetta er taumganga, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokum.

14. desember, laugardagur kl. 12:00 – Jólaganga í Hafnarfirði
Hittumst á bílastæðinu fyrir framan Hafnarfjarðarkirkju og Tónlistarskólann.  Þá förum við í taumgöngu um Hafnarfjörð og endum síðan á því að heimsækja jólaþorpið.  Gaman væri ef sem flestir mættu með jólasveinahúfur, bæði menn og hundar.  Í jólaþorpinu er síðan hægt að fá heitt kakó ef kalt er í veðri.  Allir hundar í taumi, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokunum.

11. janúar, laugardagur kl. 12:00  – Nýársganga í kringum Reykjavíkurtjörn
Okkar árlega nýársganga.  Við hittumst við Ráðhúsið í Reykjavík og göngum í kringum tjörnina einn eða tvo hringi.  Allir hundar í taumi, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokunum.

15. febrúar, laugardagur kl. 12:00 – Seltjarnarnes
Hittumst við Gróttu og göngum meðfram ströndinni í átt að golfvellinum og göngum í kringum hann.  Létt ganga á sléttlendi.  Allir hundar í taumi, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokum.

14. mars, laugardagur kl. 12:00 – Mosfellsbær og gerði
Við hittumst við Íþróttahúsið við Varmá. Genginn verður hringur um Mosfellbæ. Gengið verður upp í Reykjabyggð og til baka með Varmánni um Álafosshvos og endað í leik í gerðinu í Mosó sem er skammt frá Íþróttahúsinu. Áætlaður tími 2 tímar. Gangan sjálf er taumganga, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu.  Munið eftir skítapokunum.