Reglur um skráningu í ættbók frá 15.6.2019

Við viljum vekja athygli ræktenda á því að 15.6.2019 tóku gildi nýjar reglur um skráningu í ættbók. Við hvetjum ræktendur til að kynna sér þær til hlýtar en meðal mikilvægra breytinga er t.d.: 

 

  1. Ef tík er pöruð eftir 7 ára aldur skal fylgja pörunarvottorði vottorð frá dýralækni, sem staðfestir að tíkin hafi verið í líkamlega góðu ástandi fyrir pörun og geti gengið með hvolpa og alið önn fyrir þeim án þess að það komi niður á heilsu hennar. Vottorð dýralæknis má ekki vera eldra en mánaðargamalt við pörun. Einungis er heimilt að taka eitt got frá tík með þessum hætti.

Óheimilt er að para tík sem er orðin 7 ára gömul hafi hún ekki átt hvolpa áður og aldrei skyldi para tík sem náð hefur 10 ára aldri. Hvolpar úr slíkum gotum fást ekki ættbókarfærðir.

  1. Tík skal að hámarki eiga fimm got um æfina, öll got meðtalin. Tryggja skal að tík fái nægjanlega hvíld á milli gota, að jafnaði 1-2 lóðatímabil en alltaf að lágmarki 11 mánuði.

Tík sem hefur tvisvar gengist undir keisaraskurð má ekki nota áfram til undaneldis. Hvolpar undan henni fást ekki ættbókarfærðir.

Reglurnar í heild má finna á www.hrfi.is