Winter Wonderland sřning HRF═ 23. - 24. nˇvember

Dómaraáætlun & upplýsingar

Þá er að koma að síðustu sýningu ársins sem verður stórglæsileg Winter Wonderlands sýning! Hún verður haldin helgina 23.-24. nóvember í reiðhöll Fáks í Víðidal.
Sýningin verður NKU Norðurlandasýning og Crufts Qualification sýning. Laugardaginn 23. nóvember munu hundar úr tegundahópum 1, 3, 7, 8 og 10 vera sýndir ásamt keppni ungra sýnenda og sunnudaginn 24. nóvember munu hundar úr tegundahópum 2, 4, 5, 6 og 9 vera sýndir.
Dómarar helgarinnar verða: Antonio Di Lorenzo (Noregur), Hans Van den Berg (Holland), Karen Gilliland (Írland), Kurt Nilsson (Svíþjóð) og Saija Juutilainen (Finnland).

Búið er að opna fyrir skráningu á sýninguna og eru skráningafrestir eftirfarandi:
Gjaldskrá 1: 13. október, kl. 23:59
Gjaldskrá 2: 27. október, kl. 23:59
Umsóknir um meistaratitla, ættbókarskráningar, eigendaskipti, umskráningar á erlendum ættbókum, þurfa að hafa borist félaginu ásamt öllum viðeigandi gögnum í SÍÐASTA LAGI 11. OKÓTBER til þess að tryggja að skráning náist.

Vekjum athygli á að nú þarf að skrá ræktunar- og afkvæmahópa fyrir skráningafrest í gegnum skráningakerfið á Hundeweb! Sjá frétt hér um breyttar sýningareglur.

Skráningar á sýningar HRFÍ fara fram í gegnum vefsíðu Hundeweb! Skrifstofa HRFÍ er opin virka daga frá kl. 10-15, hægt að skrá á skrifstofu HRFÍ eða í gegnum síma gegn aukagjaldi. Ekki er tekið við skráningum sem berast eftir síðasta skráningadag. Skráning í keppni ungra sýnenda fer einungis fram á skrifstofu HRFÍ, ekki þarf að greiða aukagjaldið vegna þeirrar skráningar. 


Til þess að geta skráð þarf eigandi/eigendur hunds sem skráður er á sýningu HRFÍ að vera virkur félagsmaður, með greitt árgjald, í HRFÍ, eða félagi viðurkenndu af HRFÍ, það ár sem sýningin fer fram. Ef eigandi hefur ekki greitt félagsgjald skal hafa samband við skrifstofu HRFÍ til að ganga frá greiðslu á því áður en skráð er á sýningu. Hundar skráðir á sýninguna með íslenska eigendur skulu vera skráðir í HRFÍ. Aðrir hundar verða að vera skráðir hjá öðrum hundaræktunarfélögum samþykktum af FCI. Skráning og greiðsla þarf að hafa borist félaginu áður en síðasta skráningadegi lýkur.

Finna má allar upplýsingar um netskráningu HÉR

Ekki er í boði að millifæra fyrir sýningagjöldum og skráningar eru ekki teknar gildar ef greiðsla fylgir ekki.

Dómari: Cavalier king charles spaniel: Saija Juutilainen, FI