Cavalierganga um Elli­aßrdalinn 6. oktˇber 2019 kl.12.00

Sunnudaginn 6. október 2019 hittust 9 hressir eigendur 8 cavalierhunda og gengu saman um efri hluta Elliðaárdals. Gangan hafði verið áætluð á laugardeginum en vegna roks og rigningar var henni frestað til sunnudagsins. Hellidembur gerði á sunnudagsmorguninn en um 12 leytið þegar gangan hófst var komið blíðskaparveður og voru göngugarparnir, tvífættir og fjórfættir, hæstánægðir með gönguveðrið og nutu þess að ganga þessa fallegu leið í rúma 2 klukkutíma.  

Næsta ganga deildarinnar er laugardaginn 9. nóvember og þá hittumst við kl. 12.00 við Geldinganes í Grafarvogi og göngum saman ströndina í átt að Mosellsbæ og til baka. Þetta er taumganga og tekur u.þ.b. klukkustund.