Hˇphjartasko­un 7. nˇvember 2019

Alls mættu 25 cavalierar í hausthjartaskoðun deildarinnar þann 7. nóvember s.l. Hundarnir sem mættu voru á aldrinum 2.6 ára – 12.8 ára og er ekki hægt að segja annað en útkoman hafi verið glæsileg, því af þessum 25 reyndust 20 vera án hjartamurrs. Af þeim fimm hundum sem greindust með murr, voru þrír með gr.1, einn með gr.2 og einn með gr. 3.  Þess má geta að yngsti hundurinn sem greindist með murr var 6.4 ára. Það var séstaklega ánægjulegt að sjá hversu margir 4 ára og eldri mættu að þessu sinni eða 21 af 25 hundum.

Steinunn Geirsdóttir, dýralæknir hlustaði hundana og fór skoðunin fram hjá Dýralæknamiðstöðinni í Lækjargötu 34b í Hafnarfirði.

Stjórnin