┴rsfundur Cavalierdeildarinnar 15. jan˙ar 2020 kl. 19:30

Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ verður haldinn miðvikudaginn 15. janúar, kl.19:30 á skrifstofu HRFÍ í Síðumúla 15, annarri hæð.

Dagskrá fundar:

1.  Skýrsla stjórnar fyrir árið 2019 og reikningar lagðir fram

2.  Kosning til stjórnar (kosið er um 2 sæti)

Hrönn Thorarensen og Valka Jónsdóttir hafa lokið 2ja ára setu í stjórn. Þær gefa báðar kost á sér áfram í stjórn.

Ræktunarstjórn er skipuð 5 félagsmönnum, sem kosnir eru til 2ja ára í senn. Nú er kosið um 2 sæti. Kosningarétt og kjörgengi hafa þeir sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi, sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.

3.  Skipað í nefndir (göngu- og kynningarnefnd)

4.  Önnur mál

Áður en fundur hefst þá mun deildin heiðra elstu cavalierana, stigahæstu hunda ársins og göngunefnd mun heiðra göngugarp ársins.

Kaffiveitingar í boði deildarinnar

Að loknu kaffihléi mun Theódóra Róbertsdóttir, dýrahjúkrunarfræðingur, flytja erindi um almenna heilsu hunda og langlífi.

Við hvetjum ræktendur og alla áhugasama um starfsemi deildarinnar að mæta og eiga góða kvöldstund saman.

 

Stjórnin