Hvolpafréttir   
 

Hér eru eingöngu auglýst got þar sem ræktendur hafa farið í einu og öllu eftir reglum deildarinnar varðandi heilbrigðisskoðanir foreldra (hjarta-, augn- og hnéskeljaskoðun). Frá og með 1. nóvember 2011 skal DNA prófa undaneldisdýrin fyrir EF og DE/CC (Episodic Falling og Dry Eye/Curly Coat).  Arfbera má para með fríum einstaklingi. Tíkur má ekki para fyrr en við 2ja ára aldur skv. grundvallarreglum HRFÍ.  Rakka má í einstaka tilfellum nota aðeins yngri, svo fremi sem báðir foreldrar hans hafi heilbrigt hjarta við a.m.k. 4ra ára aldur. 

Hvolpar afhendast um 10 vikna aldurinn, gangverð er c.a. 200 - 215.000.- innifalið er ættbók frá HRFÍ, örmerking, skráning í gagnagrunn (www.dyraaudkenni.is) , ein bólusetning (við parvo og lifrarbólgu), ormahreinsun og heilsufarsskoðun.  Í hærra verðinu er oft innifalin líf- og sjúkratrygging í eitt ár. Oft má sjá myndir af auglýstum hvolpum á facebooksíðunni  -  "Cavalierar HRFÍ, got og aðrir viðburðir

GOT 2017

Engir hvolpar á lausu í bili, en væntanlegt got hjá Hlínar ræktun upp úr áramótum, ruby og black and tan hvolpar.