Hvolpafréttir   
 

Hér eru eingöngu auglýst got þar sem ræktendur hafa farið í einu og öllu eftir reglum deildarinnar varðandi heilbrigðisskoðanir foreldra (hjarta-, augn- og hnéskeljaskoðun). Frá og með 1. nóvember 2011 skal DNA prófa undaneldisdýrin fyrir EF og DE/CC (Episodic Falling og Dry Eye/Curly Coat).  Arfbera má para með fríum einstaklingi.
Lágmarksaldur fyrir pörun er 2 1/2 ár og skal hjartavottorð tekið eftir að þeim aldri er náð. 

Hvolpar afhendast um 10 vikna aldurinn. Gangverð hvolpa getur verið misjafnt milli ræktanda en er á bilinu kr. 230 - 250 þúsund, innifalið er ættbók frá HRFÍ, örmerking, skráning í gagnagrunn (www.dyraaudkenni.is) , ein bólusetning (við parvo og lifrarbólgu), ormahreinsun og heilsufarsskoðun. Hvolpinum skal fylgja kaupsamningur á eyðublaði frá HRFÍ.  Oft má sjá myndir af auglýstum hvolpum á facebooksíðunni  -  "Cavalierar HRFÍ, got og aðrir viðburðir" sem er síða deildarinnar.

GOT 2018

 

Eldlilju ræktun, 4 rakkar fæddir 9. júní 2018, 2 black and tan, 1 blenheim og 1 þrílitur. Foreldrar: Atti´s Quintella (Yrsa) og Sjávarlilju Emil. Ræktandi er Þórunn Aldís Pétursdóttir, netf. eldliljan1@gmail.com s. 699-4954.

Hlínar ræktun, 2 ruby rakkar fæddir 2. júlí 2018. Foreldrar: Hlínar Asia Noon og ISCh RW-14 Loranka´s Edge Of Glory. Ræktandi er Edda Hlín Hallsdóttir, netf. dyralif@simnet.is og s. 899-3798

Ljúflings ræktun, 5 blenheim tíkur og 2 blenheim rakkar fæddir 7. júlí 2018. Foreldrar Ljúflings Hekla og ISCh ISJCh RW-16 Magic Charm´s Artic. Ræktandi María Tómasdóttir, netf. ljuflings@gmail.com s. 565-7442.