Rćktunarmarkmiđ

Heildarsvipur:  Fjörmikill og ţokkafullur hundur, sem samsvarar sér vel.  Svipur blíđlegur.

Einkenni:  Hugađur, vinalegur og alls óttalaus.

Lund: Kátur og vingjarnlegur.  Laus viđ árásargirni eđa tilhneigingu til ađ vera óöruggur.

Haus og hauskúpa: Hauskúpa nánast flöt milli eyrna, brúnavik grunnt.  Bil milli ennis og nasaumgjarđar á ađ vera u.ţ.b. 4 cm.  Nasaumgjörđ svört og kröftugleg án húđlitađra bletta. Trýni strýtulaga. Varir vel greinilegar en mega ekki lafa.  Andlit vel holdfyllt neđan augna og óćskilegt ađ ţađ sé mjóslegiđ.

Augu: Stór, dökk og kringlótt en ekki útstćđ.  Gott bil milli augna.

 Eyru:  Löng, hásett og vel lođin.

Munnur:  Kjálkar sterklegir međ jöfnu, lýtalausu og fullkomnu skćrabiti, ţ.e. tennur í efri kjálka skari ţétt tennur í neđri kjálka og séu réttar og reglulegar.

Háls:  Međallangur og ađeins hvelfdur.

Framhluti:  Brjóstkassi međalstór og bógur vel hallandi. Fćtur beinir og beinabygging í međallagi.

Bolur:  Stuttur međ vel hvelfdu rifjahylki og láréttri yfirlínu.

Afturhluti:  Beinabygging afturfóta í međallagi og hnjáliđir vel vinklađir.  Engin merki mega vera um ađ hundurinn sé hjólfćttur eđa kiđgengur.

Loppur:  Ţéttar,  ţykkar og hárafanir nćgilegar.

Skott:  Skottlengd á ađ vera í jafnvćgi viđ skrokkinn, vel ásett og sýnir merki gleđi.  Má ekki sperrast mikiđ hćrra en yfirlína baks.  Skottstýfing valfrjáls, en ekki má ţó stýfa meira en ţriđjung lengdar.

Hreyfing:  Hreyfing á ađ vera frjálsleg og einkennast af tíguleika.  Viđspyrna afturfóta góđ.  Fram- og afturfótahreyfingar skulu vera samsíđa séđ framan frá og aftan.

Feldur:  Langur og silkikenndur og laus viđ krullur.  Smáliđir í feldi teljast ţó vera leyfilegir.  Hárafanir miklar.  Engin merki mega sjást um  ađ feldur hafi veriđ klipptur.

Litir:  Leyfilegir litir eru:

“Black and tan “- svartur og rauđbrúnn: Hrafnsvartur međ rauđbrúnum        blettum fyrir ofan augu, á kjömmum, innanverđum eyrnablöđkum, á bringu,    leggjum og á neđanverđu skotti. Rauđbrúni liturinn á ađ vera skćr.  Hvítir blettir óćskilegir.

“Ruby” - rúbínrauđur:  Einlitur djúprauđur.  Hvítir blettir óćskilegir.

 “Blenheim”  Perluhvítur ađallitur međ vel afmörkuđum kastaníubrúnum             flekkjum.  Flekkirnir eiga ađ skiptast jafnt á haus en mikilvćgt er ađ nćgjanlegt  rými sé á milli eyrna fyrir hinn eftirsóknarverđa, tígullaga blett eđa díl, sem er einstakt auđkenni fyrir kyniđ.

”Tricolour” - ţrílitur:  Svartur og hvítur litur, greinilega ađskildir, en rauđbrúnir blettir fyrir ofan augu, á kjömmum, innanverđum eyrnablöđkum, innanvert á leggjum og á neđanverđu skotti.

Öll önnur litaafbrigđi teljast mjög óćskileg.

Ţyngd og stćrđ  Ţyngd skal vera á bilinu 5.5 - 8.2 kg.  Ćskilegast er lítill hundur, sem samsvarar sér vel og er vel innan ţyngdarmarkanna.

Gallar:  Öll frávik frá ofangreindri lýsingu skal líta á sem galla, en hversu alvarlegur gallinn er, skal dćmast í réttu hlutfalli viđ frávikiđ frá ţví sem telst vera rétt.

Helga Finnsdóttir ţýddi í ágúst 1997

Ţýđing samţykkt međ smábreytingum á ađalfundi 1998.