Reglur og tilmŠli til rŠktenda

Hin almenna regla er sú að eingöngu skuli ræktað undan heilbrigðum
hundum andlega sem líkamlega. Séreinkenni cavaliersins er hin ljúfa og blíða lund, ræktum því aldrei undan hundum með skapgerðargalla.

Fara eftir gildandi sérreglum um erfðasjúkdóma sem forðast þarf í ræktun og endurtaka ekki pörun þar sem fæðst hafa hvolpar með alvarlega galla. Æskilegt er að para ekki skyldara en 6% og helst vel innan þeirra marka.

Para ekki tík/rakka fyrir tveggja og hálfs árs aldur ( gildir frá 6.10.2017). Leitast við að nota í ræktun hunda sem geta parað sig og fætt á eðlilegan hátt.

Láta tík ekki eiga fleiri en fimm got. Ef tík eignast tvö got innan 12 mánaða tímabils þarf að hvíla tíkina í a.m.k. 12 mánuði fyrir næsta got.

Auk þess skulu undaneldisdýr hafa hlotið ræktunardóm á sýningum HRFÍ eða á sérsýningum deildarinnar.  Æskilegt er að þau hafi verið sýnd í opnum flokki eða unghundaflokki og hlotið "excellent" eða "very good."

Öll ræktunardýr skulu örmerkt.

Regla fyrir undaneldisdýr v/augnskoðana (Athugið að algjört skilyrði fyrir ættbókarfærslu er að undaneldisdýr hafi gilt augnvottorð fyrir pörun). Augnvottorð má ekki vera eldra en 25 mánaða við pörun (breyting frá 1.júlí 2009). Ekki skal rækta undan hundum, sem greinast með eftirtalda augnsjúkdóma: PRA, starblindu (Juvenile cataract), meðfædda starblindu (Microphthalmia cataract), Retinal Dysplasia geographic/detachted eða Multifocal Retinal Dysplasia.
Greinist hundur með einhvern af ofangreindum augnsjúkdómum fást hvolpar undan honum ekki ættbókarfærðir.

Regla þessi tók gildi þann 1. ágúst 2006.
Augnskoðanir fara fram þrisvar á ári. Panta þarf tíma á skrifstofu HRFÍ.

Regla fyrir undaneldisdýr v/hjartaskoðana:

Frá 1. janúar 2008 þarf að framvísa hjartavottorðum undaneldisdýra við skráningu hvolpa í ættbók. Ræktunardýrin skulu vera án murrs og vottorðin tekin fyrir pörun.  

Reglan er þannig:
"Lágmarksaldur undaneldisdýra er 2 1/2 ár og skulu hjartavottorðin tekin
eftir að þeim aldri er náð. (gildir frá 6.10.2017)
Undaneldisdýrin skulu vera án hjartamurrs og vottorðin tekin fyrir pörun. Vottorð undaneldishunda yngri en 5 ára gildir í 6 mánuði en vottorð tekin eftir 5 ára aldur gilda í 1 ár.  Hunda sem hafa hreint hjartavottorð tekið eftir 6 ára aldur,  má nota áfram þó þeir greinist með murr síðar. Vottorð tekið eftir 7 ára aldur undaneldishunda gildir ævilangt. Afkvæmi hunda sem greinast með murr fyrir 4ra ára aldur fara í ræktunarbann. Til að vottorð sé gilt þarf að nota eyðublöð frá HRFÍ.  Hjartavottorð þarf að fylgja ættbókarskráningu og niðurstaða kunn fyrir pörun. Einungis eru tekin gild vottorð fagdýralækna sem hlotið hafa þjálfun í að greina hjartamurr hjá hjartasérfræðingi.  "

Þegar eigandi hunds notar hann til undaneldis (gildir bæði um tíkur og rakka)
tekur hann um leið á sig þá skyldu að láta hjartaskoða hann við 4ra ára aldur til að hægt sé að nota afkomendur hans í ræktun ef eigendur þeirra vilja. Til að fylgjast með heilbrigði ræktunardýranna er einnig nauðsynlegt að hundarnir séu skoðaðir áfram a.m.k. árlega, þar til þeir greinast með murr. Ágætt er að miða við afmælisdaginn og taka um leið 5 ára, 6 ára vottorð o.s.frv. þar til hundurinn greinist með murr. Hundar með heilbrigt hjarta fara á hjartalistann hér á síðunni, þannig að hægt sé að meta í framtíðinni hvaða línur eru góðar ræktunarlega séð með tilliti til heilbrigði hjartans. 

Að öðru leyti gilda reglur og tilmæli cavalierdeildarinnar

  1. Eingöngu skal ræktað undan hundum án míturmurrs. Hunda sem náð hafa 6 ára aldri án murrs, (með hreint hjartavottorð tekið eftir að 6 ára aldri er náð) má þó nota áfram þó þeir greinist með murr síðar. Vottorð tekið eftir að 7ára aldri er náð gildir ævilangt.  Eigi að nota hund til undaneldis verður að hafa gilt vottorð um að hundurinn hafi verið hlustaður og sé án hjartasjúkdóms. Vottorðið má ekki vera eldra en 6 mánaða á pörunardegi. Vottorð tekið eftir að 5 ára aldri er náð gildir í eitt ár. Einungis eru tekin gild vottorð undirrituð af eftirtöldum dýralæknum: Helgu Finnsdóttur, Dýralækningastofunni Skipasundi 15, Reykjavík, Lísu Bjarnadóttur og Ólöfu Loftsdóttur, Dýraspítalanum í Víðidal,  Steinunni Geirsdóttur, Dýralæknamiðstöðinni Grafarholti og Hönnu M.Arnórsdóttur, Dýralæknastofunni, Garðabæ, sem allar hafa hlotið þjálfun í að hlusta hundana hjá hjartasérfræðingnum Dr. Clarence Kvart frá Svíþjóð.Vottorð tekin fyrir 2ja og hálfs árs aldur eru ekki gild sem undaneldisvottorð. 
  2. Árlega skal hlusta alla hunda tveggja ára og eldri.
  3. Ræktunardýr skulu ekki vera yngri en tveggja og hálfs árs við pörun.
  4. Foreldrar ræktunardýranna þurfa einnig að hafa hjartavottorð án einkenna tekið við 4ra ára aldur. Greinist annað foreldri væntanlegs undaneldisdýrs með míturmurr yngra en fjögurra ára, má ekki nota afkvæmið til undaneldis.

Ræktunarstjórn mælir eingöngu með gotum þar sem reglum þessum er fylgt.

Reglurnar skulu endurskoðaðar árlega.
Framvísa þarf gildum hjartavottorðum undaneldisdýra með umsókn  um ættbókarskráningu hvolpa. (gildir frá 1.jan.2008)

Hnéskeljar

Hnéskeljar skulu athugaðar um leið og hjartaskoðun fer fram.  Lausar hnéskeljar eru sárasjaldgæfar hjá tegundinni og viljum við halda því þannig, því er mikilvægt að eingöngu sé ræktað undan hundum með heilbrigð hné. þ.e. án los.

DNA próf
Frá og með 1. nóvember 2011 gildir eftirfarandi regla:

Niðurstaða DNA prófa vegna Episodic Falling og Curly Coat skal vera ljós fyrir pörun. Arfbera má para með fríum einstaklingi. Hundar sem hafa (affected) EF eða CC fara í ræktunarbann. Ef báðir foreldrar undaneldishunda eru fríir þarf ekki að DNA prófa afkvæmi þeirra. Sýnataka þarf að fara fram hjá dýralækni sem einnig sér um að póstsenda sýnin.

 Allar nánari leiðbeiningar eru undir ræktendur - DNA próf.