Deildarsýning cavalierdeildar 22.apríl 2017

Deildarsýning cavalierdeildar verður haldin 22.apríl n.k. í salnum fyrir innan Gæludýr.is, Korputorgi.

Til stóð að hafa tvöfalda sýningu, laugardag og sunnudag,  og höfðu mæðgurnar Erna-Brit og dóttir hennar Sara Nordin þegið boð deildarinnar um að dæma á sýnngunni en þær hafa ræktað tegundina undir nafninu Cavamirs í fjölda ára.

Af óviðráðanlegum ástæðum komast þær mæðgur ekki hingað í þetta sinn en norski dómarinn Svein Björnes , sem hefur réttindi á allan tegundahóp 9, var svo vinsamlegur að hlaupa í skarðið þrátt fyrir skamman fyrirvara, en hann hefur einmitt að hluta fengið þjálfun sína og þekkingu á cavalier hjá Ernu Brit og hefur mjög gott orðspor sem dómari.

Skráning er hafin á sýninguna og stendur til 31. mars n.k. svo nú þarf að hafa hraðar hendur og skrá alla fallegu cavalierana.

Valinn verður besti  cavalier í hverjum lit, BOB og BOS og auk þess verða fjórir  cavalierar valdir til úrslita í BIS og sama gildir um hvolpana.

Sýningarþjálfinir verða auglýstar fjótlega.