Jˇlaganga deildarinnar 9. desember 2018

Hin árlega jólaganga deildarinnar fór fram sunnudaginn 9. desember. Gengið var um miðbæ Hafnarfjarðar og meðfram ströndinni í átt að Álftanesi. Síðan var endað í jólaþorpinu þar sem hundarnir okkar vöktu mikla lukku. Veðrið lék við göngugarpana en í gönguna mættu 16 cavalier hundar ásamt 14 eigendum sínum. Það er gaman að segja frá því að í göngunni voru 5 öldungar og var elsti hundurinn 13.8 ára.

Stjórnin þakkar fyrir góða göngu og skemmtilega samveru. 

Myndin er af Drauma Helenu fögru, 13.8 ára gamalli.