Langar ■ig Ý hvolp?

Það fyrsta sem þú þarft að athuga – hefur þú eða fjölskyldan tíma og þolinmæði fyrir lítinn hvolp?

Cavalier er mjög háður eiganda sínum og getur aðeins verið einn heima örfáa tíma á dag og hvolpur enn skemur.

Athugaðu líka að þetta er 10 – 14 ára skuldbinding.  Reyndar mjög ánægjuleg skuldbinding í flestum tilfellum.

Hvolpur þarfnast mikillar athygli og umönnunnar og það getur tekið töluverðan tíma og vinnu að gera hann húshreinann.  Cavalier þarf líka að hafa aðgang að garði, þar sem hann getur hreyft sig frjáls.  Til þess þarf garðurinn að vera vel og örugglega lokaður.

Auk þess er hann auðvitað tilbúinn í alla þá göngutúra sem eigandinn býður upp á, nánast hvernig sem viðrar, en hann elskar reyndar líka að kúra upp í sófa hjá þér ef þú kýst það heldur.  Hvolpa á reyndar ekki að fara með í langar taumgöngur fyrr en eftir 6 til 8 mánaða aldur.


Stundum er hægt að fá eldri hunda.  Sumum hentar það betur – eldri hundar eru rólegri og þroskaðri – búnir að hlaupa af sér hornin ef svo má segja, orðnir húshreinir og hættir að naga allt sem að kjafti kemur.

Allar upplýsingar um cavalier hjá formanni deildarinnar Gerði, netfang:  gerdur@steinki.net  eða síma 557-6313 . Sjá einnig hvolpafréttir og virkir ræktendur.