┴rsfundur cavalierdeildar HRF═ 6. mars 2018

Ársfundur cavalierdeildar HRFÍ verður haldinn þriðjudaginn 6. mars kl. 20:00 í húsnæði HRFÍ að Síðumúla 15, annarri hæð.

Dagskrá:

  1. Ársskýrsla um starfsemi deildarinnar 2017 lesin
  2. Stjórnarkjör. Úr stjórn ganga Hrönn Thorarensen og Bryndís Óskarsdóttir. Hrönn gefur kost á sér til endurkjörs en Bryndís ekki.
  3. Skipað í nefndir
  4. Önnur mál
  5. Kaffihlé
  6. Fræðsluerindi

Athugið að kjörgengi og kosningarétt á ársfundum deilda hafa þeir sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitt hvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.

Fræðsluerindi:
Þórhildur Bjartmarz, hundaþjálfari, mun vera með fræðsluerindi um mikilvægi umhverfisþjálfunar og svara síðan spurningum frá fundargestum.

Að sjálfsögðu verður boðið upp á kaffi, gos og alls kyns gómsætar veitingar í borði stjórnar og göngunefndar.

  l