Cavalierganga sunnudaginn 11. mars, kl. 13.00 - Grafarvogskirkja

Í dag gengu 12 ferfætlingar ásamt 16 tvífætlingum góðan og skemmtilegan hring í Grafarvogi - veðrið var yndislegt og það var svo gaman að hittast 😊 
- Næsta ganga verður 11. apríl kl. 19 en þá munum við ganga um Elliðarárdalinn, sjáumst þá 😉

Við hvetjum ykkur til að mæta í þessar sameiginlegu gönguferðir, þar gefst cavaliereigendum tækifæri til þess að kynnast og hundarnir læra að umgangast aðra hunda.

Fólk sem er með lóðatíkur er vinsamlegast beðið um að taka þær ekki með í göngurnar fyrr en að 5 vikum liðnum frá lóðarísbyrjun. 

Hlökkum til að sjá ykkur,

Göngu og viðburðarnefnd Cavalierdeildar HRFÍ