Hvolpahittingur 24. maí 2018 í Sólheimakoti

Hvolpahittingur Cavalierdeildar HRFÍ var haldinn að Sólheimakoti 24. maí. Mjög góð mæting var. Samkvæmt gestabók mættu 30 hvolpar og 52 tvífætlingar. Þrátt fyrir frekar slæmt veðurútlit rættist ótrúlega vel úr veðrinu, sól skein í heiði og menn og hundar nutu samverunnar. 

Dýralíf bauð upp á hundanammi fyrir hvolpana en deildin bauð upp á veitingar fyrir eigendur þeirra. Viðburðurinn tókst vel og þökkum við öllum kærlega fyrir komuna og skemmtilega samverustund. 

Stjórnin