Kaldárselsganga Cavalierdeildarinnar, sunnudaginn 9. september kl. 13:00

 

Það var mikið fjör í göngunni í dag þegar 18 vaskir cavalierar ásamt 16 eigendum sínum, mættu í göngu Cavalierdeildarinnar. Gengið var frá Kaldárseli og inn með skógræktinni og var gangan að mestum hluta lausaganga. Óhætt er að segja að hundar og menn hafi notið göngunnar í einmuna haustblíðu. Við þökkum fyrir góða samveru. 

Næsta ganga verður þann 7. október n.k. en þá göngum við um Seltjarnarnes. 

Stjórnin.