Hvolpasřning a­ S÷rlast÷­um 30. september 2018

Hvolpasýning Cavalierdeildarinnar fór fram að Sörlastöðum í Hafnarfirði 30. september 2018 og voru 25 hvolpar skráðir á sýninguna á aldrinum 3ja  – 9 mánaða.  Þetta er fyrsta hvolpasýning deildarinnar með þessu sniði, þar sem allir hvolparnir fengu umsögn en ekki var keppt um sæti, þannig að allir fóru heim sigurvegarar. Allir fengu verðlaunapening fyrir þátttökuna og góðgæti frá Dýrabæ sem var styrktaraðili sýningarinnar og bauð gestum einnig upp á veitingar en alls mættu um 80 manns. Þetta var einstaklega skemmtilegur viðburður og gaman var að fylgjast með þessu fallega ungviði og sýnendum þeirra.

Dómari var Daníel Örn Hinriksson og ritari Guðbjörg Guðmundsdóttir.  Stjórnin þakkar þeim fyrir frábær störf, einnig þakkar hún Dýrabæ fyrir rausnarskapinn og hestamannafélaginu Sörla fyrir frí afnot af salnum.

Hrönn Thorarensen tók myndir sem birtast fljótlega á facebooksíðunni – „Cavalierar HRFÍ – got og aðrir viðburðir“