Hjartasko­un 18. oktˇber 2018

Ágætu cavalier-eigendur og ræktendur. 

Cavalierdeildin stendur fyrir hjartaskoðun þann 18. október n.k. milli kl.  16:00 til 18:00.  Steinunn Geirsdótttir, dýralæknir mun hlusta hundana og fer skoðunin fram hjá Dýralæknamiðstöðinni í Lækjargötu 34b, Hafnarfirði og kostar kr. 3000.- en kr.  2.500.- fyrir tvo hunda eða fleiri (greitt um leið og skoðað er). 

Skoðunin er ætluð öllum cavalierum (ekki eingöngu ræktunarhundum) en takmarkið er að fá sem flesta hunda til skoðunar tveggja ára og eldri.  Eigendur hunda sem þegar hafa greinst með míturmurr geta einnig notað þetta tækifæri til að fylgjast með hvort að ástand hundanna er svipað eða hefur versnað.  Vinsamlegast pantið tíma í síma 662 0515 hjá Gerði eða Ingibjörgu í síma 690 3920. 

Ræktendur athugið að hjartavottorð undaneldisdýra má ekki vera eldra en 6 mánaða við pörun fyrir 5 ára aldur en gildir í 12 mánuði eftir það. Foreldrar ræktunardýra þurfa að vera með hreint hjarta við 4 ára aldur. 

 

Kærar kveðjur

Stjórnin