┴rsfundur deildarinnar ver­ur 14.3.2019 kl. 20.00

Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ verður fimmtudaginn 14. mars, kl.20:00 á skrifstofu HRFÍ í Síðumúla 15, annarri hæð.

Dagskrá fundar:

1. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2018.

2. Kosning til stjórnar (kosið er um 3 sæti)

Ræktunarstjórn er skipuð 5 félagsmönnum, sem kosnir eru til 2ja ára í senn. Nú er kosið um 3 sæti. Kosningarétt og kjörgengi hafa þeir sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi, sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.  Gerður Steinarrsdóttir, Ingibjörg E. Halldórsdóttir og Þóra Margrét Sigurðardóttir hafa lokið 2ja ára setu í stjórn. Gerður gefur kost á sér til áframhaldandi starfa en Ingibjörg og Þóra gefa ekki kost á sér.

3. Skipað í nefndir (göngu- og kynningarnefnd)
 
4. Önnur mál

Að loknum fundi verða stigahæstu hundar ársins og elsti öldungurinn heiðraðir.

Kaffiveitingar í boði deildarinnar

Að loknu kaffihléi mun Auður Sif Sigurgeirsdóttir flytja eriindið: „ Sýningarhundurinn, þjálfunin og hringurinn „.

Hvetjum ræktendur og alla áhugasama um starfsemi deildarinnar að mæta og eiga góða kvöldstund saman.  

Stjórnin