Hvolpahittingur Cavalierdeildarinnar 28.5.2019 - Sˇlheimakot

Þann 28. maí síðastliðinn var haldinn hvolpahittingur Cavalierdeildarinnar. Hann var haldinn meðal annars í tilefni af Alþjóðlegum Cavalierdegi (29.maí).

Hvolpar fæddir 2018 og það sem af er 2019 mættust í Sólheimakoti ásamt eigendum sínum og fjölskyldu og áttu heldur betur glaðan dag. Það var glampandi sól og logn og því varð þetta hið besta útipartý. Það var mikið leikið og skemmt sér bæði hvolpar og eigendur þeirra.

Alls mættu 17 hvolpar með 40 manns með sér. Grillaðar voru hátt í 80 pylsur og drukkið gos eða vatn með. Einnig var eitthvað gott í skál fyrir hvolpana.

Allir voru sammála um að þetta hefði verið hin mesta skemmtun og lukkast mjög vel. Það var mál manna að mikilvægt væri að halda slíkan viðburð reglulega.

Við þökkum ykkur kærlega fyrir mætinguna og einstaklega skemmtilegan dag.

Sunna Gautadóttir ljósmyndari tók meðfylgjandi mynd. Hún mun brátt setja inn fleiri myndir á facebook síðu deildarinnar „Cavalierdeild HRFÍ, got og aðrir viðburðir.“ Þökkum við henni kærlega fyrir óeigingjarnt myndastarf í þágu deildarinnar.

 

Stjórn Cavalierdeildarinnar