Sólheimakot - ganga og grill 7. ágúst 2019

Miðvikudaginn 7. ágúst var ganga og grill í Sólheimakoti. Þar hittumst við í blíðskaparveðri 16 eigendur með 12 cavalierhunda og gengum niður að læk, þar sem sumir nutu þess að kæla sig niður.

Eftir göngu gat fólk sett á grillið og notið veðurblíðunnar á þessum dásamlega stað sem Sólheimakot er.

Þökkum samveruna, næsta ganga verður sunnudaginn 1. september og er það "kaffihúsaganga" í Hafnarfirði með viðkomu á Pallett þar sem ferfætlingar eru velkomnir.  https://www.facebook.com/events/1798288306941070/

Göngunefndin