Cavalierganga 9. nˇvember - Grafarvogur - Str÷nd

Það mættu 12 tvífætlingar með 13 ferfætlinga í víkina við Geldinganes hjá kajakgámunum. Það voru reyndar allt tíkur sem mættu en enginn rakki. Það var gjóla og mótvindur aðra leiðina og frekar svalt en meðvindur á bakaleiðinni. Gengið var ca 2 km eftir göngustígum meðfram ströndinni í átt að Mosó eða að listaverki Bryndísar Þorgeirsdóttur sem staðsett er fyrir neðan Staðarhverfi. Þar var svo tekin hópmynd og gengið til baka sömu leið að Geldinganesi eða ca. 4 km í heildina og tók þetta um 1 klst.. Á leiðinni sáum við fullt af sel í Gorvík en þar má oft sjá mikið af sel á skeri þegar það er fjara og vorum við svo heppin að það var enn fjara þótt það væri að falla að. Göngunefndim þakkar öllum sem mættu.

Hópmynd af þeim sem fóru alla leið fyrir utan ljósmyndarann Hildi Ósk.

Göngunefndin