Aðventukaffi deildarinnar í Sólheimakoti 30.nóvember
Hið árlega aðventukaffi var haldið að þessu sinni í Sólheimakoti í gær, 30. nóvember 2019 en Sólheimakot er félagsheimili Hundaræktarfélags Íslands.
Góð mæting var, alls 20 manns með 21 fjörugan cavalier, svo kátt var í kotinu.
Áður en farið var að njóta veitinga sem félagsmenn komu með á hlaðborðið, var farið í lausagöngu með hundana og hlupu þeir um og skemmtu sér konunglega.
Gaman var að sjá hversu mikinn metnað félagsmenn lögðu í að koma með hundana í einhverju jólalegu. Deildin þakkar fyrir ánægjulega samveru og minnir á jólagönguna sem verður 14. desember í jólaþorpinu í Hafnarfirði. Hvetjum við alla til að koma og eiga jólalega stund saman.
Hlökkum til að sjá ykkur
Stjórnin
Myndina tók Sunna Gautadóttir |