Rakkar til undaneldis

Rakkalisti eða listi yfir undaneldishunda fyrir ræktendur

Rakkar sem náð hafa 2 1/2 árs aldri og hafa verið sýndir með eink. Vg eða Ex. í unghunda eða opnum flokki fara á rakkalista eftir beiðni eiganda, skv. eftirfarandi:

Hundurinn þarf að vera heilbrigður andlega sem líkamlega, undan foreldrum  sem hafa hreint hjartavottorð tekið eftir að 4ra ára aldri er náð, vera með gilt augnvottorð, gilt hjartavottorð án murrs til og með 6 ára aldri og hné án einkenna um los. Einnig þarf að vera ljóst hvort hann er frír af Episodic Falling og Curly Coat, annað hvort með DNA prófi eða niðurstöðu DNA prófa foreldra. Arfbera má nota í ræktun með hreinum einstaklingi. (Sömu reglur gilda að sjálfsögðu um tíkina).

Myndir af rökkunum er hægt að birta, ef eigendur óska, í myndaalbúmi á síðunni undir „Ýmsir cavalierar“

Ræktendur sem þess óska fá sendan rakkalista með þeim hundum sem koma til greina fyrir viðkomandi tík (t.d. hvað varðar skyldleika og lit), æskilegur skyldleiki skal vera vel innan við 6 % markið skv. ráðleggingum erfðafræðinga.

Eigendur rakkanna eru beðnir að láta deildina vita þegar þeir óska ekki lengur eftir því að þeir séu á listanum.