Göngur

Hér má sjá áætlaðar göngur Cavalierdeildarinnar á árinu. Gönguáætlunin er sett fram með fyrirvara um að veður og aðrar ófyrirséðar aðstæður hamli ekki för en hver ganga verður auglýst sérstaklega þegar nær dregur.



2023

8. janúar, sunnudagur kl. 12:00 – Nýársganga í kringum Reykjavíkurtjörn
Okkar árlega nýársganga. Við hittumst við Ráðhúsið í Reykjavík og göngum í kringum tjörnina einn eða tvo hringi. Allir hundar í taumi, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokunum.

5. febrúar, sunnudagur kl. 12:00 – Seltjarnarnes
Hittumst við Gróttu og göngum meðfram ströndinni í átt að golfvellinum og göngum í kringum hann. Létt ganga á sléttlendi. Allir hundar í taumi, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokum.

12. mars, sunnudagur kl. 12:00 – Grafarvogur
Hittumst við Grafarvogskirkju og göngum saman hringinn í kringum Grafarvog, rétt rúmlega 4 km. Ef veður er gott er hægt að bæta við hring upp að Keldum og þá er hringurinn 5 km. Þetta er taumganga, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokum.

2. apríl, sunnudagur kl. 12:00 – Elliðaárdalur
Við hittumst á bílastæðinu fyrir neðan veg á móti Dýraspítalanum í Víðidal og göngum um efri hluta Elliðaárdals. Þetta er taumganga, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokum.

17. maí, miðvikudagur kl. 19:00 – Reynisvatn Grafarholti
Við komum saman á bílastæðinu við Húsasmiðjuna í Grafarholti og ökum í samfloti gegnum öll hringtorgin að Reynisvatni. Göngum í kringum vatnið og komum við í skemmtilegum lundum. Gengið verður síðan upp á heiðina fyrir ofan vatnið þar sem hægt er að hleypa hundunum lausum. Munið eftir skítapokum.