Göngur

Hér má sjá áætlaðar göngur Cavalierdeildarinnar á árinu. Gönguáætlunin er sett fram með fyrirvara um að veður og aðrar ófyrirséðar aðstæður hamli ekki för en hver ganga verður auglýst sérstaklega þegar nær dregur.2023

8. janúar, sunnudagur kl. 12:00 – Nýársganga í kringum Reykjavíkurtjörn
Okkar árlega nýársganga. Við hittumst við Ráðhúsið í Reykjavík og göngum í kringum tjörnina einn eða tvo hringi. Allir hundar í taumi, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokunum.

5. febrúar, sunnudagur kl. 12:00 – Seltjarnarnes
Hittumst við Gróttu og göngum meðfram ströndinni í átt að golfvellinum og göngum í kringum hann. Létt ganga á sléttlendi. Allir hundar í taumi, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokum.

12. mars, sunnudagur kl. 12:00 – Grafarvogur
Hittumst við Grafarvogskirkju og göngum saman hringinn í kringum Grafarvog, rétt rúmlega 4 km. Ef veður er gott er hægt að bæta við hring upp að Keldum og þá er hringurinn 5 km. Þetta er taumganga, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokum.

2. apríl, sunnudagur kl. 12:00 – Elliðaárdalur
Við hittumst á bílastæðinu fyrir neðan veg á móti Dýraspítalanum í Víðidal og göngum um efri hluta Elliðaárdals. Þetta er taumganga, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokum.

17. maí, miðvikudagur kl. 19:00 – Reynisvatn Grafarholti
Við komum saman á bílastæðinu við Húsasmiðjuna í Grafarholti og ökum í samfloti gegnum öll hringtorgin að Reynisvatni. Göngum í kringum vatnið og komum við í skemmtilegum lundum. Gengið verður síðan upp á heiðina fyrir ofan vatnið þar sem hægt er að hleypa hundunum lausum. Munið eftir skítapokum.