Sýningar

Sýningadagatal HRFÍ

Næstu sýningar á vegum Hundaræktarfélags Íslands. Skráningar fara fram á netinu og opnast fyrir skráningar á sýningar ársins í byrjun árs.

Nánar um skráningu á sýningar R og videó.

Skráning fer fram í gegnum síðu Hundeweb.dk (íslensku sýningarnar).


2020
HRFÍ heldur röð meistarastigssýninga í samstarfi við Félag sýningadómara HRFÍ og ræktunardeildir 26. og 27. september og 10. og 11. október n.k. í reiðhöllinni Mánagrund í Reykjanesbæ. Þá verður keppni ungra sýnenda haldin á sama stað þann 10. október n.k. Skráning fer fram á Hundeweb.dk, nánar um skráningu má finna hér.
Skráningafrestur fyrir sýningarnar 26. og 27. september er 21. september kl. 23:59.
Skráningafrestur fyrir sýningarnar 10. og 11. október er 5. október kl. 23:59.

Dagskrá
26. september:
Afghan hound: Auður Sif Sigurgeirsdóttir
American cocker spaniel: Auður Sif Sigurgeirsdóttir
Cavalier king charles spaniel: Sóley Halla Möller
English cocker spaniel: Auður Sif Sigurgeirsdóttir
English springer spaniel: Auður Sif Sigurgeirsdóttir
Flat-coated retriever: Auður Sif Sigurgeirsdóttir
Golden retriever: Auður Sif Sigurgeirsdóttir
Labrador retriever: Viktoría Jensdóttir
Shetland sheepdog: Sóley Halla Möller

10. október:
Keppni ungra sýnenda: Dómari Karen Ösp Guðbjartsdóttir. Keppnin gildir til stiga um sýningahæstu ungu sýnendur ársins.

Aðrir dómarar sýninganna varadómarar á þær tegundir sem þeir hafa réttindi á, forfallist dómari sem skráður er á tegund eða fjöldi skráðra hunda gerir það nauðsynlegt.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum í samræmi við sýningareglur félagsins: Hvolpaflokkum 4-6 mánaða og 6-9 mánaða, ungliðaflokki, unghundaflokki, opnum flokki, vinnuhundaflokki, meistaraflokki og öldungaflokki. Ekki verður keppt í ræktunar- og afkvæmahópum. Úrslit verða einungis innan hverrar tegundar.
Samkvæmt samþykki stjórnar HRFÍ verða ungliðameistarastig einnig veitt í unghundaflokki, sjá hér.

Félagið biður alla þátttakendur að fylgja gildandi sóttvarnarreglum í hvívetna og takmarka tíma sem dvalið er á sýningasvæði og fjölda sem fylgir hverjum hundi. Frekari leiðbeiningar vegna sóttvarna verða birtar þegar nær dregur sýningum.

Félagið heldur hvolpasýningu fyrir allar tegundir helgina 3.-4. október

​Winter Wonderland sýning – NKU Norðurlanda- & Crufts Qualification sýning 28.-29. nóvember
Dómarar: Annukka Paloheimo (Finnland), Benny Blid Von Schedvin (Svíþjóð), Börge Espeland (Noregur), Liliane De Ridder-Onghena (Belgía) og Per Svarstad (Svíþjóð).
Fyrri skráningafrestur, gjaldskrá 1: 18. október 2020, kl. 23:59
Seinni skráningafrestur, gjaldskrá 2: 1. nóvember 2020, kl. 23:59

2021
Norðurljósa sýning – Alþjóðleg sýning Reykjavík 6.-7. mars
Dómarar: Ann-Christin Johansson (Svíþjóð), Hassi Assenmacker-Feyel (Þýskaland) o.fl.

Alþjóðlegsýning & Reykjavík Winner 12.-13. júní
Dómarar: A. Rony Doedijns (Holland) o.fl.

NKU Norðurlandasýning 21. ágúst
Alþjóðlegsýning 22. ágúst

Dómarar: Antoan J Hlebarov (Búlgaría), Dan Ericsson (Svíþjóð), Dodo Sandahl (Svíþjóð), Henric Fryckstrand (Svíþjóð), Lisa Molin (Svíþjóð), Svein Bjørnes (Danmörk), o.fl.

​Winter Wonderland sýning – NKU Norðurlanda- & Crufts Qualification sýning 27.-28. nóvember


2022
Norðurljósa sýning – Alþjóðleg sýning Reykjavík 5.-6. mars

​Alþjóðlegsýning & Reykjavík Winner 11.-12. júní

NKU Norðurlandasýning 20. ágúst
Alþjóðlegsýning 21. ágúst

​Winter Wonderland sýning – NKU Norðurlanda- & Crufts Qualification sýning 26.-27. nóvember

_____________________________________

Berist skráningargjald ekki fyrir lok skráningar, er skráning ógild.

Tillögur frá félagsmönnum að dómurum skulu send á gudny@hrfi.is
Upplýsingar um þeirra réttindi og reynslu skulu fylgja með.

______________________________________

Parakeppni

Ekki er boðið upp á parakeppni á öllum sýningum félagsins verður framvegis auglýst sérstaklega.
Í parakeppni eru par af sömu tegund sýnd þ.e. tík og rakki af sömu tegund eru sýnd saman.
Einungis þeir hundar sem náð hafa 9 mánaða aldri,í eigu sama aðila og eru ræktunardæmdir á viðkomandi sýningu hafa rétt til þátttöku.

Umskráning innfluttra hunda

Til að tryggja að innfluttir hundar komist á sýningu þurfa gögn þess efnis þ.e. frumrit ættbókarskírteinis og staðfesting á eiganda hunds að hafa borist skrifstofu amk. 2 vikum fyrir síðasta skráningardag. Að öðru leyti er ekki tryggt að þeir komist á sýningu.