Til að óska eftir rakkalista, sendið tölvupóst á cavalierdeildinhrfi@gmail.com
Ræktandi ber alla ábyrgð á að kynna sér reglur deildarinnar um heilbrigðisskoðanir áður en parað er.
Rakkar sem náð hafa 2 1/2 árs aldri og hafa verið sýndir með eink. Excellent eða Very good í unghunda eða opnum flokki og eru tegunda týpískir fara á rakkalista deildarinnar eftir beiðni eiganda uppfylli þeir eftirfarandi skilyrði:
Hjartavottorð, augnvottorð og DNA (sjá nánar neðar) þarf að taka fyrir pörun og framvísa þeim þegar sótt er um ættbókarskráningu fyrir hvolpana.
Mælst er til að tíkareigandi hafi samband við eiganda undaneldishunds með góðum fyrirvara vegna augnskoðana og annarra vottorða.
Öll eyðublöð er að finna hér: www.hrfi.is/eyublöð.
Ræktunarreglur HRFÍ: www.hrfi.is/ræktunarreglur.
Ræktunarreglur Cavalierdeildar: Ræktunarreglur.
Augnvottorð gilda í 25 mánuði sjá dagatal augnskoðunar HRFÍ.
Hjartavottorð gilda í 6 mánuði en 1 ár eftir að hreint 5 ára vottorð er tekið.
Athugið að foreldrar undaneldisdýra þurfa einnig að hafa haft heilbrigt hjarta við 4ra ára aldur, sjá hjartalista á síðu deildarinnar. Hjartalisti deildarinnar.
Greinist hundur sem notaður hefur verið til undaneldis með murr fyrir 4ra ára aldur fara öll afkvæmi hans í ræktunarbann
Athugið að um leið og tík/rakki eru notuð til undaneldis hvílir sú skylda á ræktanda og eiganda undaneldishunds að taka hjartavottorð við 4ra ára aldur(vegna mögulegs undaneldis afkvæmanna) og síðan árlega eftir (gott að miða við afmælisdag) þar til ræktunardýrin greinast með murr.
Þetta er nauðsynlegt til að meta ræktunarhæfi afkomenda.
Ræktandi skal ítreka slíkt við eiganda þess undaneldishunds sem hann velur, því sumir eigendur rakka fylgjast ekki nógu vel með ræktunarreglum deildarinnar. Hundar gætu verið með nýrri vottorð en tilgreint er hér.
Hjartavottorð er best að taka sem næst þeim tíma sem parað er.
Samkvæmt ráðleggingum erfðafræðinga skal ekki para skyldara en 6% og helst vel innan þeirra marka.
Athugið að það er alfarið ákvörðun rakkaeigenda hvort þeir lána rakka sína í hverju tilfelli fyrir sig.
Niðurstaða DNA vegna Episodic Falling og Curly Coat skal vera ljós við pörun. Arfbera má para með fríum einstaklingi.
Ræktunarbann er á hunda sem greinast með annan eða báða sjúkdómana.
Ef báðir foreldrar undaneldisdýra eru fríir þarf ekki að DNA prófa afkvæmi þeirra(nóv. 2011) en frá og með 1. apríl 2021 þarf að DNA prófa aðra hvora kynslóð.
Sýnataka þarf að fara fram hjá dýralækni.