Hópskoðun

Hjartaskoðun og DNA próf hjá Cavalierdeild HRFÍ 24. febrúar 2021

Cavalierdeildin auglýsir hjartaskoðun í samstarfi við Steinunni Geirsdóttur dýralækni sem mun gefa út hjartavottorð, einnig mun Steinunn bjóða upp á sýnatöku fyrir DNA próf.

Staðsetning: Lækjargötu 34 b. Hafnarfirði

Tímapantanir hjá Fríðu í síma 696 7806 eða með tölvupósti 

á cavalierdeildinhrfi@gmail.com

Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 á milli kl. 17-19 

Verð kr. 3000,- fyrir einn hund en 2500,- fyrir tvo eða fleiri. Verð 2500,- fyrir DNA próf (greitt um leið og skoðað er).

Ferlið við DNA próf er þannig: 

1. Þú kaupir gögn fyrir DNA próf með því að fara inn á eftirfarandi vefslóð hjá þýsku rannsóknastofunni LABOGEN

2. Þú prentar út gögnin sem þú færð send með tölvupósti og mætir með í DNA prófið hjá Steinunni. 

3. Steinunn útvegar pinna til sýnatöku 

4. Cavalierdeildin sér um að senda sýnagögnin út til rannsóknar.

Þess má geta að LABOGEN eru með afslátt fyrir ræktendur og selja „kit“ fyrir þessi tvö afbrigði (EF og CC) sem eru skilyrði í okkar tegund. (Combi: Dry Eye Curly Coat + Episodic Falling)

Markmiðið er að fá sem flesta hunda tveggja ára og eldri í skoðun.

Eigendur hunda sem þegar hafa greinst með míturmurr geta einnig notað þetta tækifæri til að fylgjast með ástandi og þróun. 

Kær kveðja,

Stjórnin

Febrúar ganga – Paradísardalur/Rauðavatn

Jæja nú er ætlunin að hefja göngur að nýju og munum við að sjálfsögðu halda okkur innan þeirra reglna sem gilda um sóttvarnir og hvetjum við alla til að fylgja tveggja metra reglunni og hafa grímu ef menn vilja.
Laugardaginn 20. febrúar kl. 12.30 ætlum við að ganga hring fyrir ofan Rauðavatn og upp á heiðina. Þetta er hringur sem liggur um Paradísadal og er áætlað að gangan taki uþb. 2 klst.

Sjá nánar hér https://www.facebook.com/events/451505369384206

Lesa áfram Febrúar ganga – Paradísardalur/Rauðavatn

Öldungar

Í byrjun árs 2020 voru skráðir öldungar inn á cavalier.is 115 en við árslok voru þeir orðnir 148 talsins sem er frábær lyftistöng fyrir okkar ástkæru tegund.

Óseyrar Andrea sem heiðruð var á síðasta ársfundi lést nú í desember 16 ára og 4 mánaða og sendum við fjölskyldunni samúðarkveðjur. Hlínar Beatrix náði 16 árum og 9 mánuðum og er það hæsti aldur sem cavalier hefur náð á Íslandi svo vitað sé.

Ef þú/þið eigið cavalier sem er 11 ára gamall eða meira eða hefur farið yfir í sumarlandið, þá þætti okkur vænt um að þið senduð okkur línu á cavalierdeildinhrfi@gmail.com með eftirfarandi upplýsingum;

Ættbókarnafn, foreldrar, litur, kyn, fæðingardagur, dánardagur, eigandi, ræktandi.

Cavalierdeildin er auk þess að safna myndum af virðulegum öldungum, sjá nánar hér. Ef þið eigið mynd sem þið viljið deila með okkur endilega hafið hana með í póstinum til okkar.

Kær kveðja,

Stjórnin

Hjörtur Magnason dýralæknir tekur hjartavottorð

Hjörtur Magnason dýralæknir sem rekið hefur dýralæknastofuna á Egilsstöðum síðastliðin 20 ár hefur fengið leyfi til að að hjartahlusta og gefa út hjartavottorð fyrir tegundina. Hjörtur nam við Universitet Djursjukhuset Ultuna í Svíþjóð og tók við sem héraðsdýralæknir Matvælastofnunar í Austurumdæmi árið 2015. Hjörtur starfaði sem dýralæknir í 25 ár eða allt þar til hann hóf rekstur á Egilsstöðum.

Stjórn Cavalierdeildar HRFÍ.