Hjartaskoðun á Akureyri

Helga Finnsdóttir dýralæknir býður upp á hjartaskoðun á Akureyri miðvikudaginn 22. og fimmtudaginn 23. júní. Tímapantanir fara fram á milli kl. 10 og 11 á morgun miðvikudag, hjá Helgu í síma 5537107, sem gefur þá nánari upplýsingar um verð og staðsetningu.

Alþjóðleg og Reykjavík Winner sýning 11. júní 2022

Helgina 11.-12. júní fór fram alþjóðleg og Reykjavík Winner sýning HRFÍ á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Alls voru 1.230 hundar skráðir og er þetta þar með stærsta sýning í sögu félagsins. Cavalier var dæmdur á laugardeginum í sól og blíðu og 44 hundar voru skráðir; 18 rakkar (þar af 2 hvolpar) og 26 tíkur, en ein mætti ekki. Dómari var Michael Leonard frá Írlandi.

BOB og BOS – ISJCh Mjallar Týr og Hrísnes Lukka
Mynd: Steinunn Rán Helgadóttir

Besti hundur tegundar var ISJCh Mjallar Týr sem fékk íslenskt meistarastig, alþjóðlegt meistarastig og titilinn RW-22. Besti hundur af gagnstæðu kyni var Hrísnes Lukka sem fékk einnig íslenskt og alþjóðlegt stig auk titilsins RW-22. Þetta var hennar þriðja íslenska meistarastig og er hún þar með orðin íslenskur meistari.

Besti ungliði tegundar var Hafnarfjalls Karlottu Elsa sem hlaut sitt annað ungliðameistarastig og er því orðin ungliðameistari. Hún endaði svo í topp 8 af 48 ungliðum í úrslitum dagsins sem er aldeilis glæsilegur árangur. Besti ungliðarakki var Pecassa’s Hiclass Step Aside Please, einnig með ungliðameistarastig.

Besti hvolpur tegundar var Pecassa’s Dare To Go Crazy.

Á þessari sýningu eignuðumst við sem sé bæði nýjan ungliðameistara, Hafnarfjalls Karlottu Elsu, og nýjan íslenskan meistara, Hrísnes Lukku. Óskum eigendum og ræktendum innilega til hamingju.

Ræktunarhópur frá Hafnarfjalls ræktun (ræktandi Anna Þórðardóttir Bachmann) var einnig sýndur og fékk heiðursverðlaun, keppti því í úrslitum sýningar og náði þeim frábæra árangri að verða þar annar besti ræktunarhópur dagsins.

Önnur úrslit urðu eftirfarandi:

Lesa áfram Alþjóðleg og Reykjavík Winner sýning 11. júní 2022

3. Stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ

Dags. 30. maí 2022. Staðsetning: Spíran Garðheimum.  

Mættar: Anna Þ Bachmann, Gerður Steinarsdóttir, Sunna Gautadóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir og Valka Jónsdóttir

Fundur hófst 17:15

Dagskrá:

Farið yfir deildarsýningu

 • Hvað gekk vel og hvað mætti betur fara? 
 • Farið yfir reikninga tengda sýningu

Ræktendaspjall

 • Hafa kaffispjall með ræktendum tegundarinnar bæði til gagns og gamans. 

Bikarar júnísýningar

 • Bikarar BOB og BOS
 • Hvolpaviðurkenning
 • Aðrar viðurkenningar

Starfsmenn sýningar:

 • Deildin skoðar að óska eftir námskeiði fyrir deildina ef áhugi er fyrir til að vera starfsmaður sýninga 

Aðalfundur HRFÍ

 • Stjórn Cavalierdeildar harmar það hvað fáir nýttu sér rafræna kosningu fyrir stjórnarkjör miðað við kostnað og fjölda félagsmanna.

Göngunefnd:

 • Dagskrá væntanleg

Hittingur í Sólheimakoti

 • Í ágúst með tombólu eða bingó

Rakkalisti

 • Farið aftur yfir stöðu og fjölda þeirra sem þar eru
 • Nöfn rakka sett inn á cavalier.is þar sem myndir af rökkum eru

Fundi lokið 18:30

Ritað: Anna Þ Bachmann

2. Stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 17. maí 2022

Staðsetning: Spíran Garðheimum.  

Mættar: Anna Þ Bachmann, Gerður Steinarrsdóttir, Sunna Gautadóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir og Valka Jónsdóttir

Fundur hófst 17:15

Dagskrá:

Deildarsýning – hvað gekk vel, hvað mátti fara betur og margt fleira.

Áherslur í sýningaþjálfun (feedback frá Normu)

Sýningaþjálfun fyrir júní sýningu

Göngur og göngunefndin – hvað er að frétta þar.

Tegundarkynningar

Heimasíðan og fréttir

Almenn skipting á verkum t.d. viðhald á heimasíðu, fréttaflutningur, fræðslumolar o.fl.

Frá ræktunarráði
– Ræktunarbann vegna gruns um PRA og áhrif þess
– Staðan á afléttingu ræktunarbanns vegna RD multifokal
– Rakkalisti
– Hjartaregla
Önnur mál.

Lesa áfram 2. Stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 17. maí 2022

Umsögn Mrs. Normu Inglis

Umsögn Mrs Normu Inglis um heimsóknina og sýninguna:

The Cavalier Club of Iceland

What a wonderful compliment to be invited back to Iceland to judge at your Cavalier Club show on 14th May 2022. I first came to Iceland to judge 9 years ago in 2013 so it was really interesting to
return. I arrived at Keflavik airport and was met by taxi and taken to my hotel in the centre of Reykjavik. A welcome basket from the Club awaited me in my hotel room….chocolate and bubbly…..my favourites. As I had been travelling since early morning with two flights and a change of terminal in London Heathrow, I was glad to fall into bed after a lovely evening meal and a large glass of Merlot.

The next morning, after a yummy breakfast, my student judge Herdis Hallsmarsdottir picked me up and drove me to the show venue. The equestrian centre was an ideal setting for a dog show and the hall was decorated with balloons, roller banners and a wonderful display of trophies and prizes.

 • There were 76 cavaliers entered,
 • 1 absentee making 75
 • 2 baby puppies, 31 males 42 females and a wonderful turnout of 13 Junior Handlers.

I graded all the 73 adults present and the break down was

 • 36 Excellent,
 • 31 Very Good
 • 6 Good.

On my last visit I awarded

 • 41 Excellent
 • 26 Very Good
 • 4 Good

So although statistically things haven’t altered very much, sadly my impression of the overall quality was disappointing and I felt the Cavaliers are not as good now as they were 9 years ago.

Lesa áfram Umsögn Mrs. Normu Inglis

Deildarsýning 14. maí 2022

Laugardaginn 14. maí var mikil hátíð hjá Cavalierdeild HRFÍ, þegar haldin var deildarsýning. Sýningin fór fram í Hestamiðstöðinni Dal og voru 76 hundar skráðir, 33 rakkar (þar af 2 hvolpar) og 43 tíkur, en auk þess voru sýndir 3 ræktunarhópar og 1 afkvæmahópur. Dómari var Norma Inglis frá Englandi sem býr yfir mikilli sérþekkingu á tegundinni, enda hefur hún átt og ræktað cavalier í 50 ár. Hringstjóri og dómaranemi var Herdís Hallmarsdóttir, ritari Lilja Dóra Halldórsdóttir og ljósmyndari sýningar Ágúst Elí Ágústsson. Aðalstyrktaraðili var Dýrabær.

Auk hefðbundinnar dagskrár var besti hundur í hverjum lit valinn og þegar ræktunardómi lauk var keppni ungra sýnenda, en þar var dómari Hilda Björk Friðriksdóttir.

Gefnar voru rósettur fyrir verðlaunasæti, bikarar fyrir besta rakka, bestu tík og besta ungliða, einnig veglegir gjafapokar fyrir fjögur efstu sæti í hverjum flokki og unga sýnendur. Úrslit urðu eftirfarandi: 

BOB varð ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock sem fékk sitt þriðja íslenska meistarastig og er þar með orðinn íslenskur meistari. BOS varð ISJCh Ljúflings Tindra sem einnig fékk þriðja íslenska meistarastigið og þar með titilinn íslenskur meistari. Við eignuðumst því tvo nýja meistara á þessari sýningu og er það afar ánægjulegt, við óskum eigendum og ræktendum þeirra innilega til hamingju. Koparlilju Askur varð besti hvolpur tegundar og Snjallar Silfraða Sylgja varð besti ungliði tegundar með ungliðameistarastig.

BOB og BOS
ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock og ISJCh Ljúflings Tindra
Lesa áfram Deildarsýning 14. maí 2022