
Staðfestið þátttöku á facebook síðum deildarinnar.
Staðfestið þátttöku á facebook síðum deildarinnar.
Fimmtudagskvöldið 21. júlí var haldin hvolpasýning á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Sýningin var haldin í samstarfi við félag sýningadómara HRFÍ og Royal Canin og voru allir dómarar íslenskir.
Þetta var ‘óopinber’ sýning og þurftu dómarar því ekki nauðsynlega réttindi á þær tegundir sem þeir dæmu, en Þórdís Björg Björgvinsdóttir sem dæmdi cavalier hefur réttindi á tegundina og einnig Sóley Ragna Ragnarsdóttir og Daníel Örn Hinriksson sem dæmdu í úrslitum.
Nokkrir cavalier hvolpar voru skráðir, 4 tíkur í yngri flokki 3-6 mánaða og 2 rakkar í eldri flokki 6-9 mánaða, öll fengu þau einkunnina ‘sérlega lofandi’ (SL). Snjallar Kastaní Björt á brá var besti hvolpur 3-6 mánaða og gerði hún sér lítið fyrir og náði einnig 2. sæti í úrslitum sýningar hjá dómaranum Sóleyju Rögnu Ragnarsdóttur. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Pecassa’s Dare To Go Crazy.
Nánari úrslit urðu eftirfarandi:
Tíkur 3-6 mánaða (4)
Rakkar 6-9 mánaða (2)
Allar tegundir hvolpa velkomnir . Sýningin hefst kl. 18 og verður hún á Víðistaðatúni í Hafnarfirði.
Keppt í tveimur aldurshópum 3 – 6 mánaða og 6.- 9 mánaða.
NKU Norðurlandasýning og fer fram dagana
20.-21. ágúst og verður haldin á Víðistaðatúni í Hafnarfirði
Keppni ungra sýnenda fer fram á laugardegi.
Dómarar helgarinnar verða:
– Annette Bystrup (Danmörk),
– Arvid Göransson (Svíþjóð),
– Henric Fryckstrand (Svíþjóð),
– Jussi Liimatainen (Finnland),
– Laurent Heinesche (Lúxemborg),
– Massimo Inzoli (Ítalía),
– Sjoerd Jobse (Svíþjóð),
– Tiina Taulos (Finnland) og
– Viktoría Jensdóttir (Ísland).
Fyrri skráningafrestur lýkur þann 10. Júlí kl 23:59 og lokast alfarið fyrir skráningu þann 24. júlí kl 23.59
– Gjaldskrá 1: sunnudagurinn 10. júlí, kl. 23:59
– Gjaldskrá 2: sunnudagurinn 24. júlí, kl. 23:59
Hvetjum við Cavalier eigendur að láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara.
Skráning fer fram á hundavef HRFÍ http://www.hundavefur.is
Nánari upplýsingar má finna á vef HRFÍ hér
Staðsetning: Heiðnaberg
Mættar: Anna Þ Bachmann, Gerður Steinarrsdóttir, Sunna Gautadóttir og Valka Jónsdóttir
Fjarverandi:: Svanhvít Sæmundsdóttir
Stjórn boðaði einnig ræktunarráð og mætti María Tómasdóttir til fundarins ásamt öðrum úr ræktunarráði (einnig í stjórn).
Fundur hófst 20:40
Dagskrá:
Kæru félagar!
Júlíganga deildarinnar verður að þessu sinni í Paradísardalnum og verður gangan þriðjudaginn 12 júlí. Við hittumst kl. 17:30, á bílaplaninu bak við prentsmiðju Morgunblaðsins að Hádegismóum.
Hlökkum til að sjá sem flesta, endilega munið eftir skítapokum og góða skapinu
Bestu sumarkveðjur,
Göngunefndin.
Helga Finnsdóttir dýralæknir býður upp á hjartaskoðun á Akureyri miðvikudaginn 22. og fimmtudaginn 23. júní. Tímapantanir fara fram á milli kl. 10 og 11 á morgun miðvikudag, hjá Helgu í síma 5537107, sem gefur þá nánari upplýsingar um verð og staðsetningu.
Helgina 11.-12. júní fór fram alþjóðleg og Reykjavík Winner sýning HRFÍ á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Alls voru 1.230 hundar skráðir og er þetta þar með stærsta sýning í sögu félagsins. Cavalier var dæmdur á laugardeginum í sól og blíðu og 44 hundar voru skráðir; 18 rakkar (þar af 2 hvolpar) og 26 tíkur, en ein mætti ekki. Dómari var Michael Leonard frá Írlandi.