Hvolpasýning 21. júlí 2022

Fimmtudagskvöldið 21. júlí var haldin hvolpasýning á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Sýningin var haldin í samstarfi við félag sýningadómara HRFÍ og Royal Canin og voru allir dómarar íslenskir. 

Þetta var ‘óopinber’ sýning og þurftu dómarar því ekki nauðsynlega réttindi á þær tegundir sem þeir dæmu, en Þórdís Björg Björgvinsdóttir sem dæmdi cavalier hefur réttindi á tegundina og einnig Sóley Ragna Ragnarsdóttir og Daníel Örn Hinriksson sem dæmdu í úrslitum.

Snjallar Kastaní Björt á brá í 2. sæti í keppni um besta ungviði sýningar
Mynd: Arna Sif Kærnested

Nokkrir cavalier hvolpar voru skráðir, 4 tíkur í yngri flokki 3-6 mánaða og 2 rakkar í eldri flokki 6-9 mánaða, öll fengu þau einkunnina ‘sérlega lofandi’ (SL). Snjallar Kastaní Björt á brá var besti hvolpur 3-6 mánaða og gerði hún sér lítið fyrir og náði einnig 2. sæti í úrslitum sýningar hjá dómaranum Sóleyju Rögnu Ragnarsdóttur. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Pecassa’s Dare To Go Crazy. 

Nánari úrslit urðu eftirfarandi:

Tíkur 3-6 mánaða (4)

  1. sæti SL Snjallar Kastaní Björt á brá, eig. og rækt. Steinunn Rán Helgadóttir
  2. sæti SL Þórshamrar Sölku Millý, eig. og rækt. Fríða Björk Elíasdóttir
  3. sæti SL Þórshamrar Sölku Ynja, eig. Jóhannes Hleiðar Gíslason, rækt. Fríða Björk Elíasdóttir
  4. sæti SL Snjallar Kastaní Brenna, eig. og rækt. Steinunn Rán Helgadóttir

Rakkar 6-9 mánaða (2)

  1. sæti SL Pecassa’s Dare To Go Crazy, eig. Anna Þórðardóttir Bachmann og Svanhvít Sæmundsdóttir, rækt. Nina Ryland Kallekleiv
  2. sæti SL Koparlilju Askur, rækt. Valdís Ósk Ottesen

Áhugaverð og spennandi NKU Norðurlandasýning HRFÍ 20. – 21. ágúst

NKU Norðurlandasýning og fer fram dagana
20.-21. ágúst og verður haldin á Víðistaðatúni í Hafnarfirði

Keppni ungra sýnenda fer fram á laugardegi.

Dómarar helgarinnar verða: 
– Annette Bystrup (Danmörk),
– Arvid Göransson (Svíþjóð),
– Henric Fryckstrand (Svíþjóð),
– Jussi Liimatainen (Finnland),
– Laurent Heinesche (Lúxemborg),
– Massimo Inzoli (Ítalía),
– Sjoerd Jobse (Svíþjóð),
– Tiina Taulos (Finnland) og
– Viktoría Jensdóttir (Ísland).

Fyrri skráningafrestur lýkur þann 10. Júlí kl 23:59  og lokast alfarið fyrir skráningu þann 24. júlí kl 23.59
– Gjaldskrá 1: sunnudagurinn 10. júlí, kl. 23:59
– Gjaldskrá 2: sunnudagurinn 24. júlí, kl. 23:59

Hvetjum við Cavalier eigendur að láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara.

Skráning fer fram á hundavef HRFÍ http://www.hundavefur.is
Nánari upplýsingar má finna á vef HRFÍ hér

4. stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ

Staðsetning: Heiðnaberg

Mættar: Anna Þ Bachmann, Gerður Steinarrsdóttir, Sunna Gautadóttir og Valka Jónsdóttir 
Fjarverandi:: Svanhvít Sæmundsdóttir

Stjórn boðaði einnig ræktunarráð og mætti María Tómasdóttir til fundarins ásamt öðrum úr ræktunarráði (einnig í stjórn).

Fundur hófst 20:40

Dagskrá:

  1. Ræktunarbann Eldlilju ræktunar og tengd mál
  2. Ræktunarbann Sjávarlilju Emils vegna gruns um PRA og svar Vísindanefndar HRFÍ
  3. Önnur mál
Lesa áfram 4. stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ

Hjartaskoðun á Akureyri

Helga Finnsdóttir dýralæknir býður upp á hjartaskoðun á Akureyri miðvikudaginn 22. og fimmtudaginn 23. júní. Tímapantanir fara fram á milli kl. 10 og 11 á morgun miðvikudag, hjá Helgu í síma 5537107, sem gefur þá nánari upplýsingar um verð og staðsetningu.

Alþjóðleg og Reykjavík Winner sýning 11. júní 2022

Helgina 11.-12. júní fór fram alþjóðleg og Reykjavík Winner sýning HRFÍ á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Alls voru 1.230 hundar skráðir og er þetta þar með stærsta sýning í sögu félagsins. Cavalier var dæmdur á laugardeginum í sól og blíðu og 44 hundar voru skráðir; 18 rakkar (þar af 2 hvolpar) og 26 tíkur, en ein mætti ekki. Dómari var Michael Leonard frá Írlandi.

BOB og BOS – ISJCh Mjallar Týr og Hrísnes Lukka
Mynd: Steinunn Rán Helgadóttir
Lesa áfram Alþjóðleg og Reykjavík Winner sýning 11. júní 2022