
Sýningaþjálfun

Laugardagurinn 6. maí 2023 markar tímamót í sögu HRFÍ, því þá var í fyrsta sinn haldin sýning í nýju húsnæði félagsins að Melabraut 17 í Hafnarfirði. Það var mikill heiður fyrir Cavalierdeild að fá að vera fyrsta deildin til þess að halda þar sýningu og dagurinn gekk vel í alla staði.
Mjög góð skráning var á sýninguna eða 18 hvolpar, 24 rakkar (1 mætti þó ekki) og 30 tíkur (4 mættu ekki). Auk þess voru sýndir 4 ræktunarhópar, 3 afkvæmahópar og 3 pör. Dómari var Joel Lantz frá Svíþjóð sem hefur ásamt eiginmanni sínum ræktað Cavalier undir ræktunarnafninu Cavanzas í 20 ár.
Auður Sif Sigurgeirsdóttir var dómaranemi og dæmdi einnig keppni ungra sýnenda sem boðið var upp á í lok dags. Anja Björg Kristinsdóttir var ritari, Ágústa Pétursdóttir hringstjóri og Sigríður Margrét Jónsdóttir sinnti bæði hlutverki ritara og hringstjóra. Ljósmyndari sýningar var Ágúst Elí Ágústsson. Deildin þakkar þeim kærlega fyrir störf sín. Gaman er að segja frá því að eftir að ræktunardómum lauk þreytti Herdís Hallmarsdóttir dómarapróf í tegundinni, en hún var einmitt nemi á deildarsýningunni okkar í fyrra.
Gefnar voru rósettur fyrir verðlaunasæti, bikarar fyrir besta rakka, bestu tík, bestu hvolpa og bestu ungliða, einnig veglegir gjafapokar fyrir fjögur efstu sæti í hverjum flokki og unga sýnendur. Aðal styrktaraðili deildarinnar er Dýrabær og BH hönnun hafði yfirumsjón með öllum skreytingum.
Besti hundur tegundar og þar með besti hundur sýningar var Eros The Enchanting Dreamcatchers sem einnig var besti ungliði. Besti hundur af gagnstæðu kyni og jafnframt besta ungliðatík var gotsystir hans, Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers. Bæði fengu þau íslenskt meistarstig og ungliðastig.
Besti hvolpur 3-6 mánaða var Eldeyjarlilju Jökla og besti öldungur með öldungameistarastig NORDICCh ISCh RW-19 Kvadriga’s Surprise. Besti öldungur af gagnstæðu kyni var NORDICCh ISCh ISJCh RW-17-21 Teresajo Sabrína Una, einnig með öldungameistarastig. Besti ræktunarhópur var frá Hafnarfjalls ræktun, Hafnarfjalls Selmu Karlotta átti besta afkvæmahóp og Hafnarfjalls Unu Tinna og Hafnarfjalls Unu Flóki mynduðu besta parið.
Nánari úrslit urðu eftirfarandi:
Lesa áfram Deildarsýning 6. maí 2023I would like to start by saying a huge thank you for inviting me to judge in Iceland for the first time and it will also be my first time in your country.
My name is Joel Lantz and my life is all about dogs!
I live in a small village north of Stockholm, Sweden, with my husband Andreas, or son Amadeus and a pack of cavaliers, two cats and two horses. We have had cavaliers since the mid 90’s. We have also had two whippets.
I grew up with dogs, horses, and cats. The dogs I grew up with were mostly gun dogs and so it was only natural for me to get my hunting license. When I met Andreas over 20 years ago, he had a cavalier and it took me about a minute to completely fall in love with the breed, and I have loved the cavaliers ever since. Though many breeds fascinate me, I can never live without cavaliers. As we shared the passion of dogs and shows, it was only natural for us to start breeding cavaliers. We have successfully bred them now for about 20 years.
I was authorized by the FCI to judge dogs in 2016. I am authorized to judge breeds from groups 2, 4/6, 8 and 9 and I keep educating myself to get my authorization for more breeds as it’s absolute passion.
Judging dogs is my absolute passion as it is so much more than just award a dog a price.
I have judged in Sweden, Norway, Denmark, Finland, England, and The United States.
It is an absolute honor to go to beautiful Iceland to judge the most amazing breed in the world! Thank you ever so much for the invitation and I hope to see you there!