6. Stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 1. september 2022.

Staðsetning: Spíran Garðheimum.  

Mættar: Anna Þ Bachmann, Gerður Steinarsdóttir, Sunna Gautadóttir og Valka Jónsdóttir

Fjarverandi: Svanhvít Sæmundsdóttir.

Fundur hófst 17.15

Dagskrá:

• Verkefnalisti – farið yfir stöðu verkefna sem skipt var niður á stjórnarmenn. 

• Geymsla mynda af sýningum. 

Lesa áfram 6. Stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 1. september 2022.

Ganga í Kaldársel og Undirhlíðar

Sunnudaginn 11. september var gengið í Kaldársel og Undirhlíðar. Í gönguna mættu 18 cavalierhundar og 17 tvífætlingar. Veðrið lék svo sannarlega við okkur og var það eins og á góðum sumardegi. Áð var í skógræktarreitnum.

Í göngunni voru cavalierhundar á öllum aldri. Aldursforsetarnir í göngunni voru Eldlukku Ögri sem er 11,6 ára og Drauma Þinur (Tumi) sem er rúmlega 10 ára. Einnig voru tvö dásamleg hvolpaskott með í för en það voru þær Miðkots Tindra 4 mánaða og Eldlukku Sópía 5 mánaða.

Við þökkum öllum fyrir þátttökuna og ánægjulega samveru. Fleiri myndir má sjá með þvi að smella á myndina hér að neðan.

Hjartaskoðun 12. september

Cavalierdeildin stendur fyrir hjartaskoðun mánudaginn 12. september, í samstarfi við Steinunni Geirsdóttur dýralækni sem mun gefa út hjartavottorð.

Skoðunin fer fram frá kl. 16, á Lækjargötu 34 b í Hafnarfirði. Verð fyrir einn hund er 4.000 kr. en 3.500 kr. fyrir tvo eða fleiri, greitt á staðnum.

Tímapantanir hjá Gerði í síma 6620515 eða með tölvupósti á cavalierdeildinhrfi@gmail.com.

Markmiðið er að fá sem flesta hunda 2 ára og eldri í skoðun. Eigendur hunda sem þegar hafa greinst með míturmurr geta einnig notað þetta tækifæri til að fylgjast með hvort ástand hundanna er svipað eða hefur versnað.

Ræktendur athugið að vottorð undaneldisdýra yngri en 5 ára mega ekki vera eldri en 6 mánaða við pörun og foreldrar undaneldisdýra skulu vera með hreint hjarta 4 ára.

5. stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 11. ágúst 2022

Staðsetning: Spíran Garðheimum.  

Mættar: Anna Þ Bachmann, Gerður Steinarsdóttir, Sunna Gautadóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir og Valka Jónsdóttir

Fundur hófst 17.15

Dagskrá:

Sýningar framundan:

Ágústsýning sérstaklega 

– Bikarar og medalíur fyrir hvolpa.

– Sýningarþjálfun fyrir ágústsýningu 

– Anna og Gurrý hafa skipulagt þrjár þjálfanir fyrir deildina sem verða á Víðistaðatúni

– Áherslur frá deildarsýningunni, æfing á borði og minna af nammi. 

– Dómaraáætlun frá HRFÍ – eru spennandi dómarar sem við viljum reyna að íhlutast í að dæmi okkar tegund, skoðað var hvort deildin gæti sent inn ábendingar um komandi sýningar.

Deildarsýning 

– Unnið að því að finna húsnæði og dómara fyrir deildarsýningu 2023 . 

– Rætt var um hvað væri heppilegur fjöldi deildarsýninga og voru reyfaðar ýmsar hugmyndir en ekki enn komin niðurstaða. 

Lesa áfram 5. stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 11. ágúst 2022

Göngudagskrá 2022-2023

2022

11. september, sunnudagur kl. 12:00 – Kaldársel, Undirhlíðar
Við hittumst við kirkjugarðinn í Hafnarfirði og ökum í samfloti inn í Kaldársel. Þar göngum við inn í skógræktina. Taumganga í fyrstu en síðan lausaganga. Í skógræktinni eru borð og bekkir og því kjörið að hafa nesti með sér. Munið eftir skítapokunum og vatni fyrir hundana.

16. október, sunnudagur kl. 12:00 – Hvaleyrarvatn, Stórhöfði

Við hittumst við kirkjugarðinn í Hafnarfirði og keyrum í samfloti upp að Hvaleyrarvatni og þar fara allir hundar í taum. Gengið er upp að fellinu Stórhöfða sem er aðeins fyrir ofan vatnið og þar getum við sleppt hundunum lausum. Gangan er svona einn tími en með stoppi getur hún orðið 2 tímar. Gott er að vera í góðum skóm og jafnvel með nesti og vatn fyrir hundana. Munið eftir skítapokum og vatni fyrir hundana.

Lok nóvember/ byrjun des., sunnudagur kl. 13:00 – Aðventukaffi – Staðsetning auglýst síðar. Allir koma með eitthvað á sameiginlegt aðventuhlaðborð.

11. desember, sunnudagur kl. 12:00 – Jólaganga í Hafnarfirði
Hittumst á bílastæðinu fyrir framan Hafnarfjarðarkirkju og Tónlistarskólann. Taumganga um Hafnarfjörð og endum síðan á því að heimsækja jólaþorpið. Gaman væri ef sem flestir gætu komið í einhverju jólalegu t.d. með jólasveinahúfur, bæði menn og hundar. Í jólaþorpinu er síðan hægt að fá heitt kakó ef kalt er í veðri. Allir hundar í taumi, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokunum.

Lesa áfram Göngudagskrá 2022-2023

Október sýning HRFÍ

Minnum á að 4. september er síðasti skráningadagur á gjaldi eitt fyrir alþjóðlega sýningu Hundaræktarfélags Íslands sem haldin verður 8.-9. október.

Svend Lövenkjær frá Damörku mun dæma okkar tegund samkvæmt dómaraáætlun.

Seinni skáningafrestur, gjaldskrá 2, líkur sunnudaginn 11. september kl 23:59 eða fyrr ef hámarksfjölda er náð fyrir þann tíma.