Sjúkdómar og fróðleikur

Sjúkdómar í Cavalier King Charles Spaniel og ýmiss gagnlegur fróðleikur


Hér verða nefndir nokkrir sjúkdómar sem geta hrjáð Cavalier eins og reyndar önnur hundakyn. Svo er líka eitthvað af gagnlegum fróðleik. Á heimasíðu Helgu Finnsdóttur dýralæknis má sjá samantekt hennar á þeim sjúkdómum sem hafa verið greindir í cavalier á Íslandi frá 2005:  

http://www.dyralaeknir.com/2005/09/09/yfirlit-yfir-sjukdoma-sem-hafa-greinzt-i-cavalier-king-charles-spanielhundum-a-islandi/


Endaþarmskirtlar

Sýking og bólgur í endaþarmssekkjum, öðrum eða báðum er tiltölulega algengur kvilli.
Lesið nánar um endaþarmssekki á:
http://www.dyralaeknir.com/2003/11/26/bolga-og-syking-i-endatharmssekkjum-hunda/


Öfugur hnerri

Stundum geta spenntir cavalier hundar allt í einu staðið kyrrir og byrja að gefa mjög hátt þefhljóð/gaggandi hljóð aftur og aftur eins og þeir séu að kafna og eigi erfitt með andardrátt. Í cavalier heiminum er þetta þekkt sem „Cavalier Snort“ eða „Reverse Hneeze. Ílangur mjúkur gómur þeirra er of langur miðað við munnlengdina þannig að afturendi hans stendur út í framhlið öndunarvegarins og getur sogast inn í barkakýlið þar sem það getur hindrað eðlilegt loftflæði inn í barkann. Hundarnir ná stundum að hætta þessu sjálfir en ef ekki þá er gott að beygja höfuð hundsins niður og loka fyrir nef hans og láta hann anda í gegnum munninn og það ætti að stoppa þetta.

Heimild: https://www.cavalierhealth.org/brachycephalic.htm#Elongated_Soft_PalateMíturlokusjúkdómur – Mitral Valve Disease (MVD)

Þó að hjartasjúkdómar séu almennt algengir hjá hundum – einn af hverjum 10 hundum mun að lokum eiga við hjartasjúkdóma að etja – þá er MVD almennt (eins og hjá mönnum) sjúkdómur tengdur háum aldri/elli. Þegar míturlokurnar hrörna smátt og smátt eykst bakflæði blóðs sem veldur auknu álagi á hjartað og þetta getur versnað smám saman og veldur þá hjartabilun. Cavalier er sérstaklega í áhættu á að fá þennan hjartasjúkdóm snemma, en hann er þó mjög fátíður undir fjögurra ára aldri.

Flestir cavalier hundar fá að lokum míturlokusjúkdóm (MVD), sem einkennist af hjartamurri sem getur versnað smám saman og leitt til hjartabilunar. Þetta ástand er fjölgena (það eru mörg gen sem hafa áhrif) og því eru allar línur cavaliers um allan heim næmar. Þetta er helsta dánarorsök tegundarinnar.

Könnun á vegum The Kennel Club í Bretlandi sýndi að 42,8% dauðsfalla cavaliers tengjast hjarta. Næst algengustu orsakirnar eru krabbamein (12,3%) og elli (12,2%).

Murrið getur greinst mjög snemma og tölfræðilega má búast við að það sé til staðar hjá um helmingi allra cavalier hunda eftir 5 ára aldur. Það er sjaldgæft að 10 ára cavalier sé ekki með hjartamurr.

Dýralæknar menntaðir í erfðafræði og hjartalækningum hafa þróað leiðbeiningar um ræktun til að útrýma snemmkomnum MVD sjúkdómi í kyninu.  MVD ræktunarreglan mælir með því að foreldrar verði að vera minnst 2,5 ára og hjartahreinir og foreldrar þeirra (þ.e. afi og amma hvolpsins) ættu að vera hjartahrein við 5 ára aldur.

Hér má lesa um hjartalokusjúkdóminn á vef Helgu Finnsdóttur dýralæknis en samkvæmt henni voru um 50% íslenskra cavalier hunda með murr við 6-7 ára aldur við skoðun í ágúst 2003:

http://www.dyralaeknir.com/2003/09/28/langvinnur-hjartalokusjukdomur-i-cavalierhundum/

Heimild: https://en.wikipedia.org/wiki/Cavalier_King_Charles_Spaniel


Eyrnasjúkdómar/vandamál

Primary Secretory Otitis Media (PSOM), einnig þekkt sem límeyra, samanstendur af mjög seigfljótandi slímtappa sem fyllir miðeyra hundsins og getur valdið því að hljóðhimnan belgist út. PSOM er næstum eingöngu þekkt í cavalier. Vegna þess að sársauki og aðrar skynjanir á höfuð- og hálssvæðum, sem stafa af PSOM, eru svipaðar sumum einkennum af völdum syringomyelia (SM), hafa sumir dýralæknar ranglega greint SM í cavalier sem í raun eru með PSOM en ekki SM.

Cavalier King Charles Spaniels getur verið útsettur fyrir meðfæddu heyrnarleysi sem er til staðar við fæðingu vegna skorts á myndun eða snemmbærri hrörnun viðtaka í innra eyra, þó að það sé tiltölulega sjaldgæft. Að auki hafa nýlegri rannsóknir sýnt að cavalier getur haft stigvaxandi heyrnartap sem venjulega byrjar á hvolpaskeiði og ágerist með aldri þangað til hundurinn er alveg heyrnarlaus, venjulega á aldrinum þriggja til fimm ára. Talið er þetta sé vegna hrörnunar heyrnataugarinnar frekar en skorti á myndun eða snemmbærri hrörnun viðtaka í innra eyra.

Heimild: https://en.wikipedia.org/wiki/Cavalier_King_Charles_Spaniel


Augnsjúkdómar

Meðal augnsjúkdóma sem geta hrjáð cavalier má nefna t.d. arfgengt cataract, microphthalmia cataract, corneal dystrophy, distichiasis, og retinal dysplasia. Sumir þessara sjúkdóma eru afar sjaldgæfir. Hér má lesa grein frá Helgu Finnsdóttur dýralæknis um augnsjúkdóma á: http://www.dyralaeknir.com/2008/03/18/stutt-yfirlit-yfir-augnsjukdoma-i-hundum-a-islandi/

Heimild : https://en.wikipedia.org/wiki/Cavalier_King_Charles_Spaniel


Auka augnhár – Distichiasis

Auka augnhár er þegar það vaxa auka augnhár, fleiri en eðlilegt er, frá kirtlum í efra eða neðra augnloki. Talið er að auka augnhár erfist í cavalier samkvæmt American College of Veterinary Ophthalmologist. Í mörgum tilvikum geta auka augnhár valdið ertingu og auknum tárum, hornhimnusliti og sárum. Stundum þarf að fjarlægja þessi auka augnhár.

Heimild: https://www.cavalierhealth.org/distichiasis.htm


Corneal Dystrophy hjá cavalier

Þetta er talinn vera erfðasjúkdómur sem er nokkuð algengur hjá cavalier en ekki hefur verið hægt að finna ákveðin gen sem stjórna honum. Það form sem er algengast hjá cavalier er epithelial/stromal dystrophy og lýsir sér þannig að það koma gráhvítar ógagnsæar útfellingar sem innihalda kalsíum og fitu undir yfirborði hornhimnunnar. Þessar úrfellingar birtast oftast  á aldrinum 2 til 4 ára og geta komið og farið. Þetta hefur ekki áhrif á sjón, er ekki sársaukafullt og engin meðferð er nauðsynleg. Breytingar á mat og mataræði geta dregið úr eða aukið útfellingarnar.

Heimildir:

http://www.royalspaniel.com/health-testing/eyes-2.html

https://www.cavalierhealth.org/corneal.htm


Thrombocytopenia and macrothrombocytopenia

Allt að helmingur allra Cavalier King Charles Spaniels kann að vera með meðfædda blóðröskun sem kallast Thrombocytopenia, óeðlilega lítill fjöldi blóðflagna í blóði, samkvæmt nýlegum rannsóknum í Danmörku og Bandaríkjunum. Blóðflögur eða blóðflagnafrumur, eru skífulaga blóðþættir sem hjálpa til við blóðstorknun. Of lágar tölur eru algengasta orsök blæðingartruflana hjá hundum. Blóðflögurnar í blóði margra Cavalier King Charles Spaniels eru sambland af þeim sem eru í eðlilegri stærð hjá hundum og öðrum sem eru óeðlilega stórar, eða macrothrombocytes.

Macrothrombocytosis er einnig meðfætt frávik sem finnst í að minnsta kosti þriðjungi CKCS. Þessar stóru blóðflögur virka eðlilega og hinn dæmigerði cavalier virðist ekki upplifa nein heilsufarsleg vandamál hvorki vegna stærðar né fækkunar blóðflagna. Þessar blóðflögur eru jafn stórar eða stærri en rauðu blóðkornin og geta því gert talningu erfiða. Hægt er að DNA prófa fyrir macrothrombocytopeniu.

Heimildir:

https://en.wikipedia.org/wiki/Cavalier_King_Charles_Spaniel

https://www.cavalierhealth.org/platelets.htm


Hnéskeljalos – luxating patella

Þegar byrjað var að hjartahlusta cavalier hunda árið 2000 var ákeðið að skoða hnéskeljar hundanna um leið. Vottorð síðustu 20 ára sýna að hnéskeljalos er nánast óþekkt í tegundinni hér á landi. Cavalier getur haft erfðagalla í lærlegg og hné sem kallast luxating patella. Oftast kemur þetta fram hjá hvolpum við 4 til 6 mánaða aldur. Í alvarlegustu tilfellunum getur þurft skurðaðgerð. Sjá niðurstöður um hnéskeljalos hér á síðunni undir heilsa – hjartalisti.

Heimildir:

http://www.dyralaeknir.com/2004/05/26/lidhlaup-i-hneskel-patella-luxation/

https://en.wikipedia.org/wiki/Cavalier_King_Charles_Spaniel


Holmæna – Syringomyelia (SM)

Holmæna er talin vera arfgeng en ekki er enn vitað hvernig hún erfist. Hún virðist frekar koma fram í ákveðnum hundategundum og þá oftast í smáhundum og er cavalier ein þeirra, meðal annarra hundakynja má nefna: Staffordshire Bull Terrier, Havanese, Affenpinscher, Boston Terrier, Griffon Bruxellois, Miniture Pinschers, Chihuahua, Pomeranian, Papillon, Yorkshire Terrier and Maltese Terrier.

Syringomyelia (SM) er ástand sem hefur áhrif á heila og hrygg og veldur einkennum, allt frá vægum óþægindum til mikilla verkja og lömunar að hluta. Þetta er af völdum vansköpunar, almennt þekkt sem Chiari Malformation, í neðri hluta höfuðkúpunnar sem dregur úr plássi heilans, þjappar honum saman og þvingar hann oft út í gegnum opið í mænuna. Þetta hindrar flæði heila- og mænuvökva um heila og hrygg og eykur þrýsting vökvans og skapar ókyrrð sem aftur er talin skapa vökvaholrúm eða syrinxes (þess vegna er hugtakið syringomyelia tilkomið) í mænu. Syringomyelia er sjaldgæf í flestum tegundum en hefur náð útbreiðslu hjá Cavalier King Charles Spaniel. Mjög góð grein um þennan sjúkdóm eftir Helgu Finnsdóttur dýralækni er að finna á heimasíðu hennar: http://www.dyralaeknir.com/2008/03/21/holmaena-syringomyelia/

Heimildir:

https://www.cavalierhealth.org/syringomyelia.htm

https://wagwalking.com/condition/syringomyelia-sm


Holgunarhnúðar í munnholi með sárum

Eosinophilic stomatitis og eosoniphilic granuloma eru algeng nöfn í tengslum við upphækkuð afmörkuð sár í munni hjá hundum aðallega í tengslum við góm og þá aðallega mjúka góminn og stundum tungu. Cavalier fær þetta stundum. Líklega er ofnæmi eða óþol orsökin og þá mögulega fyrir utanaðkomandi sníkjudýrum, ofnæmisvökum í innöndunarlofti eða ofnæmi fyrir matvælum en oft er ekki hægt að finna orsökina. Þetta getur verið mjög sársaukafullt ástand. Mikilvægt er talið að hafa líka munninn eins hreinan og hægt er með góðri munnhirðu og reglulegum forvörnum.

Heimildir:

Helga Finnsdóttir dýralæknir af vefnum: http://www.dyralaeknir.com/2005/09/09/yfirlit-yfir-sjukdoma-sem-hafa-greinzt-i-cavalier-king-charles-spanielhundum-a-islandi/

https://www.veterinarypracticenews.com/What-You-Need-to-Know-About-Oral-Eosinophilic-Diseases-in-Dogs-and-Cats/


Taugalömun í andliti

Idiopathic facial nerve paralysis eða lömun í andliti er þekkt hjá cavalier. Henni er lýst sem skyndilegri, annaðhvort einhliða eða tvíhliða, taugalömun í andliti án annarra óeðlilegra einkenna. Orsök taugalömunar í andliti er sögð vera sjálfvakinn taugakvilli í andliti í 75% tilvika, sem þýðir í meginatriðum að orsökin hefur ekki verið greind. Í 40% til 70% tilfella hefur hún verið tengd vestibular syndrome. Orsök þessarar samsetningar er sömuleiðis óþekkt.

Bati getur orðið innan nokkurra vikna, en í flestum tilfellum er frávikið varanlegt. Aukin hætta er á glærusárum í augum hjá hundum með útstæð augu, svo sem cavaliers. Andlitstaugalömun í CKCS getur einnig tengst primary secretory oitis media (PSOM), masticatory muscle myositis (vöðvabólgu í vöðvavef) (MMM), vanstarfsemi skjaldkirtils og / eða vestibular syndrome (heilkenni).

Heimild: https://www.cavalierhealth.org/miscellaneous.htm#Facial_nerve_paralysis_–_Bells_Palsy


Dry Eye/Curly Coat og Episodic Falling

Genin sem valda sjúkdómunum „Dry Eye/Curly Coat“ og „Episodic Falling„ fundust 2011 og síðan hefur verið hægt að DNA prófa alla undaneldishunda  og því hafa engir veikir einstaklingar fæðst eftir tilkomu prófanna og lítið er um bera í dag.

Dry Eye/Curly Coat (CC) er galli í ónæmiskerfinu og veldur því að hvolpar fæðast með mjög undarlegan stríðan feld. Táraframleiðsla er engin,  þannig að strax og augun opnast myndast sár í þeim. Þessum hvolpum þurfti að lóga því engin lækning var til. Nánari upplýsingar um sjúkdóminn eru hér á cavaliersíðunni undir heilsa – DNA próf.

Episodic Falling (EF) er sjúkdómur í taugakerfi sem líkist helst flogaveiki en er yfirleitt miklu vægari, þannig að hundurinn stífnar upp og fær jafnvel krampa en missir ekki meðvitund. Erfitt getur verið að greina þennan sjúkdóm, þar sem einkennin geta verið bæði misjöfn og einnig mjög væg. Veikur hundur getur jafnvel verið einkennalaus allt sitt líf. Oftast kemur sjúkdómurinn fram á fyrsta ári á aldrinum 4 -7 mánaða. Nánari upplýsingar um sjúkdóminn eru einnig undir heilsa – DNA próf.

Heimild: Upplýsingar teknar af eldri síðu cavalier.is


DNA próf

Hér er linkur á vef fyrirtækisins Labogen þar sem hægt er að panta DNA próf fyrir cavalier: https://shop.labogen.com/en/genetic-test-order/dog/cavalier-king-charles-spaniel/