Markmið

Markmið Cavalierdeildar Hundaræktarfélags Íslands er að standa vörð um ræktun Cavalier King Charles Spaniel og að vera ráðgefandi og að miðla fræðslu eins og stendur í lögum HRFÍ.

Ræktunarstjórn er ráðgefandi aðili um allt er viðkemur ræktun, eðli og umhirðu Cavalier King Charles Spaniel. Ennfremur ber ræktunarstjórn að fræða um sögu kynsins, heilbrigði og uppruna.

Stefna ræktunarstjórnar skal vera að beina allri ræktun í þá átt að einstaklingar kynsins séu:

  • Andlega og líkamlega heilbrigðir.
  • Án erfðagalla.
  • Uppfylli kröfur ræktunarmarkmiðs kynsins um útlit og byggingu.
  • Uppfylli þær kröfur sem gerðar eru um eiginleika kynsins.