Laugardagurinn 6. maí 2023 markar tímamót í sögu HRFÍ, því þá var í fyrsta sinn haldin sýning í nýju húsnæði félagsins að Melabraut 17 í Hafnarfirði. Það var mikill heiður fyrir Cavalierdeild að fá að vera fyrsta deildin til þess að halda þar sýningu og dagurinn gekk vel í alla staði.
Mjög góð skráning var á sýninguna eða 18 hvolpar, 24 rakkar (1 mætti þó ekki) og 30 tíkur (4 mættu ekki). Auk þess voru sýndir 4 ræktunarhópar, 3 afkvæmahópar og 3 pör. Dómari var Joel Lantz frá Svíþjóð sem hefur ásamt eiginmanni sínum ræktað Cavalier undir ræktunarnafninu Cavanzas í 20 ár.
Auður Sif Sigurgeirsdóttir var dómaranemi og dæmdi einnig keppni ungra sýnenda sem boðið var upp á í lok dags. Anja Björg Kristinsdóttir var ritari, Ágústa Pétursdóttir hringstjóri og Sigríður Margrét Jónsdóttir sinnti bæði hlutverki ritara og hringstjóra. Ljósmyndari sýningar var Ágúst Elí Ágústsson. Deildin þakkar þeim kærlega fyrir störf sín. Gaman er að segja frá því að eftir að ræktunardómum lauk þreytti Herdís Hallmarsdóttir dómarapróf í tegundinni, en hún var einmitt nemi á deildarsýningunni okkar í fyrra.
Gefnar voru rósettur fyrir verðlaunasæti, bikarar fyrir besta rakka, bestu tík, bestu hvolpa og bestu ungliða, einnig veglegir gjafapokar fyrir fjögur efstu sæti í hverjum flokki og unga sýnendur. Aðal styrktaraðili deildarinnar er Dýrabær og BH hönnun hafði yfirumsjón með öllum skreytingum.

Besti hundur tegundar og þar með besti hundur sýningar var Eros The Enchanting Dreamcatchers sem einnig var besti ungliði. Besti hundur af gagnstæðu kyni og jafnframt besta ungliðatík var gotsystir hans, Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers. Bæði fengu þau íslenskt meistarstig og ungliðastig.
Besti hvolpur 3-6 mánaða var Eldeyjarlilju Jökla og besti öldungur með öldungameistarastig NORDICCh ISCh RW-19 Kvadriga’s Surprise. Besti öldungur af gagnstæðu kyni var NORDICCh ISCh ISJCh RW-17-21 Teresajo Sabrína Una, einnig með öldungameistarastig. Besti ræktunarhópur var frá Hafnarfjalls ræktun, Hafnarfjalls Selmu Karlotta átti besta afkvæmahóp og Hafnarfjalls Unu Tinna og Hafnarfjalls Unu Flóki mynduðu besta parið.
Nánari úrslit urðu eftirfarandi:
Lesa áfram Deildarsýning 6. maí 2023