Flokkaskipt greinasafn: Úrslit sýninga

Deildarsýning 6. maí 2023

Laugardagurinn 6. maí 2023 markar tímamót í sögu HRFÍ, því þá var í fyrsta sinn haldin sýning í nýju húsnæði félagsins að Melabraut 17 í Hafnarfirði. Það var mikill heiður fyrir Cavalierdeild að fá að vera fyrsta deildin til þess að halda þar sýningu og dagurinn gekk vel í alla staði.

Mjög góð skráning var á sýninguna eða 18 hvolpar, 24 rakkar (1 mætti þó ekki) og 30 tíkur (4 mættu ekki). Auk þess voru sýndir 4 ræktunarhópar, 3 afkvæmahópar og 3 pör. Dómari var Joel Lantz frá Svíþjóð sem hefur ásamt eiginmanni sínum ræktað Cavalier undir ræktunarnafninu Cavanzas í 20 ár. 

Auður Sif Sigurgeirsdóttir var dómaranemi og dæmdi einnig keppni ungra sýnenda sem boðið var upp á í lok dags. Anja Björg Kristinsdóttir var ritari, Ágústa Pétursdóttir hringstjóri og Sigríður Margrét Jónsdóttir sinnti bæði hlutverki ritara og hringstjóra. Ljósmyndari sýningar var Ágúst Elí Ágústsson. Deildin þakkar þeim kærlega fyrir störf sín. Gaman er að segja frá því að eftir að ræktunardómum lauk þreytti Herdís Hallmarsdóttir dómarapróf í tegundinni, en hún var einmitt nemi á deildarsýningunni okkar í fyrra.

Gefnar voru rósettur fyrir verðlaunasæti, bikarar fyrir besta rakka, bestu tík, bestu hvolpa og bestu ungliða, einnig veglegir gjafapokar fyrir fjögur efstu sæti í hverjum flokki og unga sýnendur. Aðal styrktaraðili deildarinnar er Dýrabær og BH hönnun hafði yfirumsjón með öllum skreytingum.

Eros The Enchanting Dreamcatchers og Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers

Besti hundur tegundar og þar með besti hundur sýningar var Eros The Enchanting Dreamcatchers sem einnig var besti ungliði. Besti hundur af gagnstæðu kyni og jafnframt besta ungliðatík var gotsystir hans, Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers. Bæði fengu þau íslenskt meistarstig og ungliðastig. 

Besti hvolpur 3-6 mánaða var Eldeyjarlilju Jökla og besti öldungur með öldungameistarastig NORDICCh ISCh RW-19 Kvadriga’s Surprise. Besti öldungur af gagnstæðu kyni var NORDICCh ISCh ISJCh RW-17-21 Teresajo Sabrína Una, einnig með öldungameistarastig. Besti ræktunarhópur var frá Hafnarfjalls ræktun, Hafnarfjalls Selmu Karlotta átti besta afkvæmahóp og Hafnarfjalls Unu Tinna og Hafnarfjalls Unu Flóki mynduðu besta parið.

Nánari úrslit urðu eftirfarandi:

Lesa áfram Deildarsýning 6. maí 2023

Alþjóðleg Norðurljósasýning 5. mars 2023

Fyrsta sýning ársins var haldin nú um helgina í Samskipahöll Spretts í Kópavogi og skráðir voru samtals 1099 hundar. Rosa Agostini frá Ítalíu dæmdi cavalier á sunnudeginum, í þetta sinn voru skráðir 8 hvolpar, 18 rakkar og 21 tík og mættu allir nema einn rakki. Einnig voru sýndir þrír ræktunarhópar.

Deildin gaf eignarbikara fyrir besta hvolp, BOB og BOS, þátttökumedalíur í hvolpaflokki og rósettur fyrir fjóra bestu rakka og tíkur.

Besti hundur tegundar – ISJCh ISW-22 ISJW-22 Eldlukku Ljúfi Bruno ásamt eigandanum Dace Liepina

BOB og besti ungliði var ISJCh ISW-22 ISJW-22 Eldlukku Ljúfi Bruno með íslenskt meistarastig og bæði íslenskt og alþjóðlegt ungliðastig. Hann er enn of ungur fyrir alþjóðlega stigið sem kom því í hlut annars besta rakka, ISJCh Þórshamrar Þórs.

BOS var ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka með alþjóðlegt meistarastig en önnur besta tík, Snjallar Silfraða Sylgja, fékk íslenska meistarastigið.

Besta ungliðatík var Snjallar Kastaní Björt á brá með íslenskt og alþjóðlegt ungliðastig.

Besti hvolpur 6-9 mánaða var Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers sem náði svo þeim glæsilega árangri í stóra hringnum í lok dags að verða 3. besti hvolpur dagsins.

Besti ræktunarhópur var Hafnarfjalls ræktun sem náði einnig í 6 hópa úrtak í úrslitum dagsins.

Lesa áfram Alþjóðleg Norðurljósasýning 5. mars 2023

Hvolpasýning 29. janúar 2023

Sýningaárið 2023 fór af stað sunnudaginn 29. janúar þegar HRFÍ hélt hvolpasýningu í reiðhöll Mána á Mánagrund í Keflavík. Skráðir voru samtals 120 hundar af 40 tegundum, sem dæmdir voru af íslenskum dómaranemum.

Bestu hvolpar: Elixir D’Amour-BI The Enchanting Dreamcatchers og Eros The Enchanting Dreamcatchers
Mynd: Fríða Björk Elíasdóttir

Til leiks mættu 11 cavalier hvolpar í aldursflokkinn 6-9 mánaða, 4 rakkar og 7 tíkur, dómari var Anna Guðjónsdóttir. Besti hvolpur tegundar var Eros The Enchanting Dreamcatchers og best af gagnstæðu kyni Elixir D’Amour-BI The Enchanting Dreamcatchers. Eros náði svo þeim flotta árangri að komast í 8 hvolpa úrtak í úrslitum sýningar.

Allir hvolparnir fengu einkunnina “sérlega lofandi” og nánari úrslit voru eftirfarandi:

Lesa áfram Hvolpasýning 29. janúar 2023

Winter Wonderland sýning 26. nóvember 2022

Helgina 26.-27. nóvember fór fram síðasta sýning ársins sem kölluð er Winter Wonderland og er bæði NKU Norðurlanda- og Crufts Qualification sýning. 54 cavalier hundar voru skráðir til leiks á laugardeginum (13 hvolpar, 21 rakki og 20 tíkur) en 7 mættu ekki. Dómari var Anne Tove Strande frá Noregi. Deildin gaf eignarbikara fyrir besta ungliða, bestu tík og besta rakka og Þórshamrar ræktun gaf bikar og medalíur fyrir hvolpa.

Í ljósi nýlegra atburða hjá vinum okkar í Noregi vildi deildin sýna samhug og báru sýnendur cavalier hunda, auk starfsfólks og fleiri sem vildu, barmnælur með norska og íslenska fánanum. Þetta vakti athygli og hafa ræktendur í Noregi lýst því yfir hvað þeim þótti vænt um þetta framtak. 

BOB og BOS – Eldlukku Ljúfi Bruno og ISCh Eldlukku Frán Þulu Lukka
Ljósmyndari: Hörður Vilhjálmsson

Besti hundur tegundar var Eldlukku Ljúfi Bruno sem er aðeins ársgamall og því aldeilis glæsilegur árangur hjá svona ungum hundi. Bruno varð einnig besti ungliði, fékk sitt annað ungliðameistarastig og titillinn ungliðameistari því í höfn. Hann fékk líka íslenskt meistarastig og norðurlandameistarastig auk þess sem HRFÍ hafði kynnt nýja titla fyrir þessa sýningu, þ.e. Ísland Winner. Sá titill er veittur bestu tík og besta rakka, bestu ungliðatík og -rakka og bestu öldungatík og -rakka. Bruno hlaut því tvo titla á þessari sýningu; ISJW-22 og ISW-22.

Best af gagnstæðu kyni var ISCh Eldlukku Frán Þulu Lukka með norðurlandameistarastig, auk titilsins ISW-22. Bæði hlutu þau svo einnig Crufts Qualification.

Besta ungliðatík var Litlu Giljár Blær sem hlaut sitt annað ungliðameistarastig og er þar með orðin ungliðameistari. Hún varð einnig önnur besta tík með íslenskt meistarastig og titilinn ISJW-22. Deildin eignaðist því tvo nýja ungliðameistara á þessari sýningu og við fögnum því svo sannarlega.

Besti hvolpur 4-6 mánaða var Eldlukku Vigrar Astró og besti hvolpur 6-9 mánaða Snjallar Kastaní Björt á brá. Besti öldungur var Eldlukku Ögri.

Þrír ræktunarhópar voru skráðir og besti ræktunarhópur tegundar var frá Eldlukku ræktun.

Nánari úrslit voru eftirfarandi:

Lesa áfram Winter Wonderland sýning 26. nóvember 2022

Alþjóðleg haustsýning 9. október 2022

Hundaræktarfélag Íslands hélt alþjóðlega sýningu í Samskipahöll Sprettara í Kópavogi nú um helgina og voru 53 cavalier hundar skráðir en 4 mættu ekki. Torbjörn Skaar frá Svíþjóð dæmdi og mættir voru 10 hvolpar, 18 rakkar og 21 tík. Deildin gaf eignarbikara fyrir besta ungliða, bestu tík og besta rakka og Þórshamrar ræktun gaf bikar og medalíur fyrir hvolpa.

BOB og BOS – Eldlukku Frán Þulu Lukka og Eldlukku Ljúfi Bruno

Besti hundur tegundar var Eldlukku Frán Þulu Lukka með íslenskt og alþjóðlegt meistarastig. Þetta var hennar þriðja íslenska stig og er hún því orðin íslenskur meistari. Í úrslitum dagsins náði hún svo í 8 hunda úrtak í tegundahópi 9.

Besti hundur af gagnstæðu kyni var Eldlukku Ljúfi Bruno sem einnig var besti ungliði tegundar. Hann fékk ungliðameistarastig og íslenskt meistarastig en er of ungur fyrir alþjóðlega stigið, það færðist því til Hafnarfjalls Selmu Jökuls sem var annar besti rakki. Bruno náði síðan glæsilegum árangri í úrslitum um besta ungliða sýningar og landaði þar 2. sæti.

Besta ungliðatík var Eldlukku Ögra Mandla, besti hvolpur tegundar 4-6 mánaða var Þórshamrar Freyju Jón Skuggi og af gagnstæðu kyni Snjallar Kastaní Björt á brá.

Ræktunarhópur Hafnarfjalls ræktunar náði í 6 hópa úrtak í úrslitum dagsins.

Hér að neðan eru nánari úrslit:

Lesa áfram Alþjóðleg haustsýning 9. október 2022

NKU Norðurlandasýning 21. ágúst 2022

NKU Norðurlandasýning HRFÍ var haldin með pompi og prakt á Víðistaðatúni helgina 20.-21. ágúst. Cavalier var dæmdur af Laurent Heinesche á sunnudeginum og voru 47 hundar skráði (þar af 6 hvolpar) en 5 mættu ekki. Deildin gaf eignarbikara (BOB, BOS, ungliða og hvolpa) og Hafnarfjalls ræktun gaf medalíur fyrir hvolpana.

BOB og BOS – Eldlukku Frán Þulu Lukka og ISJCh Þórshamrar Þór

Besti hundur tegundar var Eldlukku Frán Þulu Lukka og fékk hún bæði íslenskt meistarastig og norðurlandameistarastig. Hún náði svo þeim glæsilega árangri í úrslitum sýningar að landa 4. sætinu í sterkum tegundahópi 9. Besti hundur af gagnstæðu kyni var ISJCh Þórshamrar Þór, einnig með íslenskt og norðurlandameistarastig.

Lesa áfram NKU Norðurlandasýning 21. ágúst 2022

Hvolpasýning 21. júlí 2022

Fimmtudagskvöldið 21. júlí var haldin hvolpasýning á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Sýningin var haldin í samstarfi við félag sýningadómara HRFÍ og Royal Canin og voru allir dómarar íslenskir. 

Þetta var ‘óopinber’ sýning og þurftu dómarar því ekki nauðsynlega réttindi á þær tegundir sem þeir dæmu, en Þórdís Björg Björgvinsdóttir sem dæmdi cavalier hefur réttindi á tegundina og einnig Sóley Ragna Ragnarsdóttir og Daníel Örn Hinriksson sem dæmdu í úrslitum.

Snjallar Kastaní Björt á brá í 2. sæti í keppni um besta ungviði sýningar
Mynd: Arna Sif Kærnested

Nokkrir cavalier hvolpar voru skráðir, 4 tíkur í yngri flokki 3-6 mánaða og 2 rakkar í eldri flokki 6-9 mánaða, öll fengu þau einkunnina ‘sérlega lofandi’ (SL). Snjallar Kastaní Björt á brá var besti hvolpur 3-6 mánaða og gerði hún sér lítið fyrir og náði einnig 2. sæti í úrslitum sýningar hjá dómaranum Sóleyju Rögnu Ragnarsdóttur. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Pecassa’s Dare To Go Crazy. 

Lesa áfram Hvolpasýning 21. júlí 2022

Alþjóðleg og Reykjavík Winner sýning 11. júní 2022

Helgina 11.-12. júní fór fram alþjóðleg og Reykjavík Winner sýning HRFÍ á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Alls voru 1.230 hundar skráðir og er þetta þar með stærsta sýning í sögu félagsins. Cavalier var dæmdur á laugardeginum í sól og blíðu og 44 hundar voru skráðir; 18 rakkar (þar af 2 hvolpar) og 26 tíkur, en ein mætti ekki. Dómari var Michael Leonard frá Írlandi.

BOB og BOS – ISJCh Mjallar Týr og Hrísnes Lukka
Mynd: Steinunn Rán Helgadóttir
Lesa áfram Alþjóðleg og Reykjavík Winner sýning 11. júní 2022