Helgina 11.-12. júní fór fram alþjóðleg og Reykjavík Winner sýning HRFÍ á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Alls voru 1.230 hundar skráðir og er þetta þar með stærsta sýning í sögu félagsins. Cavalier var dæmdur á laugardeginum í sól og blíðu og 44 hundar voru skráðir; 18 rakkar (þar af 2 hvolpar) og 26 tíkur, en ein mætti ekki. Dómari var Michael Leonard frá Írlandi.

Mynd: Steinunn Rán Helgadóttir
Besti hundur tegundar var ISJCh Mjallar Týr sem fékk íslenskt meistarastig, alþjóðlegt meistarastig og titilinn RW-22. Besti hundur af gagnstæðu kyni var Hrísnes Lukka sem fékk einnig íslenskt og alþjóðlegt stig auk titilsins RW-22. Þetta var hennar þriðja íslenska meistarastig og er hún þar með orðin íslenskur meistari.
Besti ungliði tegundar var Hafnarfjalls Karlottu Elsa sem hlaut sitt annað ungliðameistarastig og er því orðin ungliðameistari. Hún endaði svo í topp 8 af 48 ungliðum í úrslitum dagsins sem er aldeilis glæsilegur árangur. Besti ungliðarakki var Pecassa’s Hiclass Step Aside Please, einnig með ungliðameistarastig.
Besti hvolpur tegundar var Pecassa’s Dare To Go Crazy.
Á þessari sýningu eignuðumst við sem sé bæði nýjan ungliðameistara, Hafnarfjalls Karlottu Elsu, og nýjan íslenskan meistara, Hrísnes Lukku. Óskum eigendum og ræktendum innilega til hamingju.
Ræktunarhópur frá Hafnarfjalls ræktun (ræktandi Anna Þórðardóttir Bachmann) var einnig sýndur og fékk heiðursverðlaun, keppti því í úrslitum sýningar og náði þeim frábæra árangri að verða þar annar besti ræktunarhópur dagsins.
Önnur úrslit urðu eftirfarandi:
Lesa áfram Alþjóðleg og Reykjavík Winner sýning 11. júní 2022