Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ haldinn 14. febrúar 2023 á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15, Reykjavík.
Árið 2022 var frábrugðið síðustu tveimur árum að því leyti að við gátum farið að hittast.
Starf deildarinnar var í nokkrum blóma. Við héldum fyrstu sérsýningu deildarinnar frá 2017, göngunefnd gat skipulagt og haft sínar göngur og HRFÍ gat haldið sínar sýningar þar sem við fjölmenntum. Auk þess gat stjórn hist og fundað en ekki bara fundað á fjarfundum.
Í stjórn Cavalierdeildar HRFÍ sátu þetta árið:
Anna Þórðardóttir Bachmann, Gerður Steinarrsdóttir, Sunna Gautadóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir og Valka Jónsdóttir.