Stjórnin

Netfang deildarinnar: cavalierdeildinhrfi@gmail.com

Kt.680219-0280

Banki 0528-26-004783

Facebook: Cavalier Cavalierdeildin HRFÍ


Stjórn 2021 -2022

Gerður Steinarrsdóttir
Svanhvít Sæmundsdóttir
Valka Jónsdóttir

NN
NN

Saga og stofnun cavalierdeildarinnar

Fyrstu cavalierarnir sem komu til Íslands voru tvær tíkur, blenheim og þrílit sem fluttar voru inn frá Danmörku líklega 1978. Þær eignuðust þó enga hvolpa því enginn var hundurinn einnig var flutt inn þrílit tík frá Skotlandi 1990 sem ekki var notuð til ræktunar. Einangrunarstöð ríkisins var opnuð 1991 en fram að þeim tíma hafði innflutningur hunda verið bannaður frá 1909.

Fyrstu ræktunartíkurnar af cavalierkyni voru fluttar inn sama ár frá Sperringgardens kennel í Svíþjóð af Maríu Tómasdóttur, sem varð fyrsti ræktandi tegundarinnar með ræktunarnafnið Ljúflings. Tíkurnar voru Sperringgardens Charmanta (Tina) og Isch Brunnsgardens Celeste (Lisa).  Þær voru undan sænskfæddum mæðrum með enska forfeður og faðir þeirra var Such Tanmerack Michelangelo innfluttur frá Englandi. 1992 voru tveir ræktunarhundar fluttir inn af Maríu Tómasdóttur og Elsu Haraldsdóttur, þeir Isch Sperringgardens Chutney (Gorbi) og Sperringgardens Corregidor (Icy). Þeir voru einnig undan sænskfæddum mæðrum með enska forfeður og faðirinn var enskur Such Tanmerack Chardin.  Þessir hundar voru allir blenheim (hvítir og rauðir).
Sp. Chutney (Gorbi) varð fyrsti undaneldishundur tegundarinnar og fjögur af afkvæmum hans urðu ísl. sýningarmeistarar. Hann er nú aldursforseti cavalieranna tæplega 14 ára gamall, en bæði tíkurnar og Corregidor eru horfin á vit feðra sinna. 

Ræktunin hófst 1993 með tveimur gotum undan ofannefndum tíkum. Þá fæddust 12 heilbrigðir hvolpar. 1994 flutti María inn fyrsta þrílita hundinn Intch Isch Sperringgardens Charolais (Castro) undan Such Sperringgardens Charity og Clarence Fairridge of Homerbrent.  Amma hans og afi voru hinir frægu sýningarmeistarar Int Such Sperringgardens Camie´s Blanche og Intch Such Sperringgardens Cylvester, sem átti óslitna sigurgöngu í sýningarhringnum í mörg ár. Sperringgardens ræktunin var í mörg ár sú sigursælasta og varð besta ræktun ársins í Svíþjóð (allar tegundir) tvö ár í röð 1985 og 1986.

Fyrsta þrílita gotið leit svo dagsins ljós 1995, ræktandi var Halldóra Friðriksdóttir með ræktunarnafnið Nettu Rósar. Þrjú af afkvæmum Castros náðu íslenskum meistaratitli.

1995 var fyrsta einlita parið flutt inn,  þ.e. ruby (rauðbrúnn) og black and tan (svartur og rauðbrúnn).  Það kom frá Granasil ræktuninni í Englandi og innflytjandi var Finnbogi Gústavsson sem varð fyrsti ræktandinn með þessa liti með ræktunarnafnið Hlínar.  Þetta voru þau Granasil Mr Darkstar (Nero) og Granasil Chocolate Ice (Ruby). Þau hafa m.a. annars Harana og Sorata línur bak við sig, en þeir ræktendur eru meðal þeirra virtustu í ræktun á þessum litum. Fyrsta einlita gotið sá svo dagsins ljós 1996.

Cavalierdeildin var formlega stofnuð 14. maí 1995, en þá voru cavalierhundar á Íslandi 39 talsins.  Í dag er stofninn farinn að nálgast 500 hunda og þetta er sennilega ein vinsælasta hundategund landsins.

Deildin heldur utan um ræktunina og veitir ræktendum ráðgjöf.  Hún stendur einnig fyrir heilbrigðisskoðunum (hné- og hjartaskoðun) og hefur haldið fimm sérsýningar (deildarsýningar), þar sem sérhæfðir dómarar í tegundinni hafa verið fengnir til að dæma. Fyrsta má telja Leni Louise Nyby frá Svíþjóð (Sperringgardens kennel) sem dæmdi á fyrstu sýningunni í sept. 1997. Þá voru  47 cavalierar sýndir. Besti hundur tegundar var Isch Ljúflings Gáski Geysir og best af gagnstæðu kyni Isch Ljúflings Annetta.

Næsta sýning deildarinnar var 3. júlí 1999 og dómarinn kom frá Englandi, Fiona Bunce (Tanmerack kennel).  Skráðir voru 56 hundar eða rúmlega þriðji hluti stofnsins á þeim tíma. Besti hundur tegundar var Hlínar Aleda og bestur af gagnstæðu kyni Rivermoor Bracken.

Fimm ára afmælissýning cavalierdeildarinnar var haldin í maí 2000.  Dómarinn kom frá Englandi, einn af þekktustu ræktendum tegundarinnar,  Molly Coaker (Homerbrent kennel). 58 cavalierar voru sýndir og einnig var keppni fyrir unga sýnendur. Besti hundur tegundar var Intch Isch Nettu Rósar Sandra og bestur af gagnstæðu kyni Ljúflings Goði.  Besti öldungur var Isch Brunnsgardens Celeste. Besti ungi sýnandi var Svava Arnórsdóttir.

Næsta deildarsýning var í ágúst 2003.  Dómari var Anne Reddaway frá Englandi (Homeranne kennel).  67 hundar voru skráðir til leiks.  Besti hundur tegundar var Drauma Ída og bestur af gagnstæðu kyni var Drauma Ib.

10 ára afmæli sínu fagnaði deildin með tveimur glæsilegum sýningum helgina 7. og 8. ágúst 2005. 105 cavalierar voru skráðir á laugardag. Dómari var Dr. Annukka Paloheimo frá Finnlandi (ræktunarnafn Anncourt). Besti hundur tegundar var Isch Drauma Vera og af gagnstæðu kyni Isch Leelyn City boy.

94 cavalierar voru skráðir til keppni á sunnudeginum. Dómari var Marja Kurrittu einnig frá Finnlandi, sem valdi sigurvegarana frá deginum áður aftur í toppsætin, þ.e. Isch Drauma Veru sem besta hund tegundar og Isch Leelyn City Boy í annað sætið.

Öðrum tegundum í tegundahópi 9 var boðin þátttaka á sunnudeginum og voru 132 hundar skráðir. Besta þátttakan var hjá Chihuahuadeildinni því 82 af þeirri tegund mættu til leiks.  Dómarinn Francesco Cochetti frá Ítalíu dæmdi Chihuahua og Poodle, en Annukka Paloheimo hinar tegundirnar.  Besti hundur sýningar varð svo Isch Drauma Vera, sem fór heim hlaðin blómum og bikurum.