Hjartalisti

Hundar án hjartamurrs.

Hundar, sem hafa gengist undir hjartaskoðun hjá Helgu Finnsdóttur, Lísu Bjarnadóttur, Ólöfu Loftsdóttur, Steinunni Geirsdóttir , Hönnu M. Arnórsdóttur, Hirti Magnasyni eða Dr. Clarence Kvart, hjartasérfræðingi frá Svíþjóð og eru án einkenna um míturmurr. (Upplýsingar um MVD – míturlokusjúkdóm í cavalier eru undir -„Heilsa.“)

Dr. Clarence Kvart, hjartasérfræðingur frá Svíþjóð kom hingað árið 2000 og síðan þá hafa undaneldirhundar verið hjartaskoðaðir hér á landi. Frá 1.1.2008 hefur ekki verið hægt að skrá hvolpa nema foreldrar hafi verið hjartaskoðaðir.

Dagsetning fyrir aftan nafn hundsins táknar hvenær hann var skoðaður síðast.

Sami hundur getur verið í öllum aldursflokkum ef vottorð hafa verið tekin árlega, svo lengi sem hann hefur engin einkenni um hjartamurr.

Hundarnir eru fríir af hnéskeljalosi nema annað sé tekið fram. Hnéskeljaskoðun fer fram þegar hjartavottorð eru tekin. Hundarnir hafa alveg frá upphafi hjartaskoðunar verið hnéskeljaskoðaðið um leið.

Undaneldisýr skulu hafa gilt hnéskeljavottorð.