Reglur nefnda Cavalierdeildar HRFÍ


1. HLUTVERK NEFNDA:

1.1 Hver nefnd ber ábyrgð á eftirfarandi hlutum:
* Göngu og viðburðanefnd: Skipuleggur viðburði með/án hunda. Skipuleggur göngur, hittinga og aðra viðburði.

* Sýningarnefnd: Hjálpar til við skipulag, uppsetningu og undirbúning sérsýninga og heldur utan um árlegu uppsetningu sýningar HRFÍ í nóvember.

* Kynningarnefnd: Sér um kynningu á tegundinni á smáhundadögum og á sýningum HRFÍ.

1.2 Sé um stærri viðburði að ræða er deildum frjálst að vinna saman.

1.3 Séu trúnaðarmál borin til nefnda ber nefndarmeðlimum skylda að halda þagnareið. Verði brotið á reglu þessari mun nefndarmeðlimur gerður brottrækur samkvæmt reglu 4.2.

2. UPPBYGGING NEFNDA:
2.1 Í hverri nefnd eru skipaðir í mesta lagi 6 manns ásamt stjórn deildarinnar. Öll vinna innan nefnda er sjálfboðavinna.

2.2 Áhugasamir aðilar geta boðið sig fram í nefndir. Stjórn deildarinnar mun kappkosta við að kynna starf nefndanna og óska eftir áhugasömum framboðum fyrir fyrsta fund stjórnar eftir ársfund en á þeim fundi tilnefnir stjórn í nefndir deildarinnar.

2.3 Þær nefndir sem ekki verða fullmannaðar eftir fyrsta fund stjórnar eftir ársfund eru með opið kjör og getur fólk þá boðið sig fram í þær hvenær sem er með samþykki stjórnar.

3. HLUTVERK STJÓRNAR Í NEFNDUM:
3.1 Stjórn deildarinnar hefur yfirlit yfir störfum nefndar og er frjálst að mæta á fundi nefnda.

3.2 Við skipulag viðburða sem þarfnast fjármagns þurfa nefndir að leggja fram kostnaðaráætlun til stjórnar sem mun samþykkja hana eða hafna. Við höfnun kostnaðaráætlunar mun stjórn þurfa að geta komið með uppástungur um hvernig og hvað má betur fara.

4. BROTTREKSTUR OG UPPSÖGN:
4.1 Ef meðlimur nefndar þykir óvirkur að mati annarra nefndarmeðlima ber þeim að tilkynna það til stjórnar sem mun ræða við eftirfarandi einstakling.

4.2 Gerist nefndarmeðlimur sekur um að halda ekki þagnaskyldu um trúnaðarmál sem borin eru nefndinni verður sá einstaklingur gerður brottrækur úr nefndinni tafarlaust.