Alþjóðleg haustsýning 7. október 2023

BOB & BOS  
ISJCh RW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers og ISJCh RW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers

Um helgina fór fram alþjóðleg sýning HRFÍ í reiðhöll Spretts í Kópavogi. Skráðir voru samtals um 1.100 hundar og þar af 56 cavalier; 18 hvolpar, 13 rakkar og 25 tíkur en forföll voru hjá einum hvolpi og einni tík. Tveir ræktunarhópar voru sýndir. Dómari var Elisabeth Spillman frá Svíþjóð og Dýrabær gaf verðlaun.

Besti hundur tegundar og jafnframt besti ungliði var ISJCh RW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers með íslenskt meistarastig og alþjóðlegt ungliðameistarastig. Hún varð svo 4. besti ungliði í grúppu 9. Þar sem hún er nú þegar íslenskur ungliðameistari gekk íslenska ungliðastigið niður til Hafnarfjalls Karlottu Emblu. Alþjóðlega stigið gekk einnig niður þar sem ungliðar geta ekki hlotið það stig. Önnur besta tík, ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka, hefur fengið fjögur stig áður og vara alþjóðlega stigið sem Hafnarfjalls Unu Tinna hlaut verður því fullgilt.

Besti hundur af gagnstæðu kyni og besti ungliðarakki var ISJCh RW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers með íslenskt meistarastig og alþjóðlegt ungliðameistarastig. Íslenska ungliðastigið gekk niður til Eldlukku Vetrar Snjós og það alþjóðlega til ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock.

Besti hvolpur 4-6 mánaða var Mjallar Glanni og best af gagnstæðu kyni Mjallar Glóð Esja. Besti ræktunarhópur tegundar kom frá Eldlukku ræktun.

Nánari úrslit urðu eftirfarandi:

Hvolpaflokkur 4-6 mánaða

Rakkar (4)

  1. sæti SL Mjallar Glanni, rækt. Arna Sif Kærnested
  2. sæti SL Mjallar Garpur, eig. Laufey Guðjónsdóttir, rækt. Arna Sif Kærnested

Tíkur (11-1)

  1. sæti SL Mjallar Glóð Esja, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested
  2. sæti SL Mjallar Gná, eig. og rækt. Arna Sif Kærnsted
  3. sæti SL Eldlukku Sunnu Bláklukka, eig. og rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir
  4. sæti SL Þórshamrar Freyju Daisy Kahlo, eig. og rækt. Fríða Björk Elíasdóttir

Hvolpaflokkur 6-9 mánaða

Skráðir voru 2 rakkar og 1 tík en öll fengu þau einkunnina ‘lofandi’ og því ekki raðað í sæti.

9 rakkar fengu Excellent (6 með meistaraefni), 3 fengu Very good og 1 Good.

Ungliðaflokkur (5)

  1. sæti ex.ck. jun.cacib. ISJCh RW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers, eig. Guðríður Vestars, rækt. Giusy Pellegrini
  2. sæti ex.ck. jun.cert. Eldlukku Vetrar Snjór, eig. Guðbjörg Björnsdóttir, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir
  3. sæti vg. Cavalion Blues Brothers, eig. Anna Þórðardóttir Bachmann og Svanhvít Dröfn Sæmundsdóttir, rækt. Agnieszka Andrearczyk-Wozniakowska
  4. sæti vg. Eldlukku Vigrar Astró, eig. og rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir

Unghundaflokkur (2)

  1. sæti ex.ck. ISJCh ISW-22 ISJW-22 Eldlukku Ljúfi Bruno, eig. Dace Liepina, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir
  2. sæti vg. Koparlilju Askur, rækt. Valdís Ósk Ottesen

Opinn flokkur (5)

  1. sæti ex.ck. Litlu Giljár Bassi, rækt. Gerður Steinarrsdóttir
  2. sæti ex.ck. Navenda’s Charm of diamonds, eig. Guðríður Vestars, rækt. Helen Eikeland
  3. sæti ex. Hvammsheiðar Neru Púmba, eig. Bryndís Edda Eðvarðsdóttir, rækt. Hrund E Thorlacius
  4. sæti ex. Hafnarfjalls Unu Flóki, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann

Meistaraflokkur (1)

  1. sæti ex.ck. ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock, eig. Arna Sif Kærnested og Anna Þórðardóttir Bachmann, rækt. Markus Kirschbaum

Úrslit bestu rakkar

  1. ISJCh RW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers – CERT, Jun.CACIB, BOS
  2. ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock – CACIB
  3. ISJCh ISW-22 ISJW-22 Eldlukku Ljúfi Bruno – Res.CACIB
  4. Eldlukku Vetrar Snjór – Jun.CERT

14 tíkur fengu Excellent (9 með meistaraefni), 8 fengu Very good og 2 Good.

Ungliðaflokkur (12-1)

  1. sæti ex.ck. jun.cacib. ISJCh RW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers, eig. Anna Þórðardóttir Bachmann, rækt. Giusy Pellegrini
  2. sæti ex.ck. jun.cert. Hafnarfjalls Karlottu Embla, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  3. sæti ex.ck. Eldeyjarlilju Bonnie Tyler, rækt. Jón Grímsson
  4. sæti ex. Hafnarfjalls Unu Ronja, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann

Unghundaflokkur (2)

  1. sæti ex.ck. ISJCh Snjallar Kastaní Björt á brá, eig. og rækt. Steinunn Rán Helgadóttir
  2. sæti ex.ck. Sóldísar Amý Mandla, eig. Ásdís Birna Bjarkadóttir, rækt. Hafdís Lúðvíksdóttir

Opinn flokkur (9)

  1. sæti ex.ck. Hafnarfjalls Unu Tinna, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  2. sæti ex.ck. ISJCh ISJW-22 Litlu Giljár Blær, eig. og rækt. Gerður Steinarrsdóttir
  3. sæti ex.ck. Snjallar Silfraða Sylgja, eig. og ræk. Steinunn Rán Helgadóttir
  4. sæti ex. Eldlukku Ögra Mandla, eig. og rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir

Meistaraflokkur (2)

  1. sæti ex.ck. ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka, eig. Steinunn Rán Helgadóttir, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir
  2. sæti ex.ck. ISCh Hrísnes Lukka, eig. Íris Björg Hilmarsdóttir, rækt. Þuríður Hilmarsdóttir

Úrslit bestu tíkur

  1. ISJCh RW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers – CERT, Jun.CACIB, BOB
  2. ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka – CACIB
  3. Hafnarfjalls Unu Tinna – Res.CACIB
  4. Hafnarfjalls Karlottu Embla – Jun.CERT

Ræktunarhópar (2) – Báðir með heiðursverðlaun

  1. sæti – Eldlukku ræktun, Svanborg S. Magnúsdóttir
  2. sæti  – Hafnarfjalls ræktun, Anna Þórðardóttir Bachmann

Birt með fyrirvara um villur. Deildin óskar öllum til hamingju með árangurinn.