Flokkaskipt greinasafn: Fréttir

Stig hunda á sýningaárinu 2023

Staðan eftir sýningu 5. mars 2023 (birt með fyrirvara um villur)

  • ISJCh ISW-22 ISJW-22 Eldlukku Ljúfi Bruno: 10 stig
  • ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka: 7 stig
  • Snjallar Silfraða Sylgja: 5 stig
  • ISJCh Þórshamrar Þór: 5 stig
  • ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock: 3 stig
  • ISJCh ISJW-22 Litlu Giljár Blær: 3 stig
  • Litlu Giljár Bono: 1 stig
  • Snjallar Kastaní Björt á brá: 1 stig

Ganga um Grafarvog 12. mars

Stefnt er á göngu um Grafarvog sunnudaginn 12. mars kl. 12.

Hittumst við Grafarvogskirkju og göngum saman hringinn í kringum Grafarvog, rétt rúmlega 4 km. Ef veður er gott er hægt að bæta við hring upp að Keldum og þá er hringurinn 5 km. Þetta er taumganga, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokum.

Viðburðurinn á Facebook

Alþjóðleg Norðurljósasýning 5. mars 2023

Fyrsta sýning ársins var haldin nú um helgina í Samskipahöll Spretts í Kópavogi og skráðir voru samtals 1099 hundar. Rosa Agostini frá Ítalíu dæmdi cavalier á sunnudeginum, í þetta sinn voru skráðir 8 hvolpar, 18 rakkar og 21 tík og mættu allir nema einn rakki. Einnig voru sýndir þrír ræktunarhópar.

Deildin gaf eignarbikara fyrir besta hvolp, BOB og BOS, þátttökumedalíur í hvolpaflokki og rósettur fyrir fjóra bestu rakka og tíkur.

Besti hundur tegundar – ISJCh ISW-22 ISJW-22 Eldlukku Ljúfi Bruno ásamt eigandanum Dace Liepina

BOB og besti ungliði var ISJCh ISW-22 ISJW-22 Eldlukku Ljúfi Bruno með íslenskt meistarastig og bæði íslenskt og alþjóðlegt ungliðastig. Hann er enn of ungur fyrir alþjóðlega stigið sem kom því í hlut annars besta rakka, ISJCh Þórshamrar Þórs.

BOS var ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka með alþjóðlegt meistarastig en önnur besta tík, Snjallar Silfraða Sylgja, fékk íslenska meistarastigið.

Besta ungliðatík var Snjallar Kastaní Björt á brá með íslenskt og alþjóðlegt ungliðastig.

Besti hvolpur 6-9 mánaða var Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers sem náði svo þeim glæsilega árangri í stóra hringnum í lok dags að verða 3. besti hvolpur dagsins.

Besti ræktunarhópur var Hafnarfjalls ræktun sem náði einnig í 6 hópa úrtak í úrslitum dagsins.

Lesa áfram Alþjóðleg Norðurljósasýning 5. mars 2023

Heiðrun aldursforseta

Aldursforseti deildarinnar er Ljúflings Þytur en hann er fæddur 29. september 2007. Hann varð því 15 ára og 3 mánaða um áramótin síðustu. Foreldrar hans eru þau Lanola Pearl Dancer, fæddur í Englandi en innfluttir frá Noregi og Jörsi´s Stuegris, innflutt frá Noregi. Eigandi hans er Sigríður G. Guðmundsdóttir og ræktandi hans er María Tómasdóttir. Þytur var heiðraður á ársfundinum og tóku eigendur hans við blómum og viðurkenningu.

Ljúflings Þytur ásamt fjölskyldu sinni, Önnu Þ. Bachmann formanni deildarinnar sem veitti viðurkenninguna og ræktandanum Maríu Tómasdóttur