Staðan eftir sýningu 5. mars 2023 (birt með fyrirvara um villur)
- Eldlukku ræktun: 4 stig
- Hafnarfjalls ræktun: 4 stig
- Litlu Giljár ræktun: 4 stig
- Þórshamrar ræktun: 3 stig
- Snjallar ræktun: 2 stig
- Bonitos Companeros kennel: 1 stig
Staðan eftir sýningu 5. mars 2023 (birt með fyrirvara um villur)
Staðan eftir sýningu 5. mars 2023 (birt með fyrirvara um villur)
Stefnt er á göngu um Grafarvog sunnudaginn 12. mars kl. 12.
Hittumst við Grafarvogskirkju og göngum saman hringinn í kringum Grafarvog, rétt rúmlega 4 km. Ef veður er gott er hægt að bæta við hring upp að Keldum og þá er hringurinn 5 km. Þetta er taumganga, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokum.
Fyrsta sýning ársins var haldin nú um helgina í Samskipahöll Spretts í Kópavogi og skráðir voru samtals 1099 hundar. Rosa Agostini frá Ítalíu dæmdi cavalier á sunnudeginum, í þetta sinn voru skráðir 8 hvolpar, 18 rakkar og 21 tík og mættu allir nema einn rakki. Einnig voru sýndir þrír ræktunarhópar.
Deildin gaf eignarbikara fyrir besta hvolp, BOB og BOS, þátttökumedalíur í hvolpaflokki og rósettur fyrir fjóra bestu rakka og tíkur.
BOB og besti ungliði var ISJCh ISW-22 ISJW-22 Eldlukku Ljúfi Bruno með íslenskt meistarastig og bæði íslenskt og alþjóðlegt ungliðastig. Hann er enn of ungur fyrir alþjóðlega stigið sem kom því í hlut annars besta rakka, ISJCh Þórshamrar Þórs.
BOS var ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka með alþjóðlegt meistarastig en önnur besta tík, Snjallar Silfraða Sylgja, fékk íslenska meistarastigið.
Besta ungliðatík var Snjallar Kastaní Björt á brá með íslenskt og alþjóðlegt ungliðastig.
Besti hvolpur 6-9 mánaða var Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers sem náði svo þeim glæsilega árangri í stóra hringnum í lok dags að verða 3. besti hvolpur dagsins.
Besti ræktunarhópur var Hafnarfjalls ræktun sem náði einnig í 6 hópa úrtak í úrslitum dagsins.
Lesa áfram Alþjóðleg Norðurljósasýning 5. mars 20231. stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 22. febrúar 2023
Staðsetning: Spíran Garðheimum
Mættar: Anna Þórðardóttir Bachmann, Bergþóra Linda Húnadóttir, Fríða Björk Elíasdóttir, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir
Fundur settur: 17:35
Lesa áfram 1. stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2023-2024HRFÍ leitar eftir sjálfboðaliðum í ýmis verkefni yfir þessa helgi.
Sjálfboðaliðar frá okkar deild hafa verið duglegir að taka að sér verkefni og vonum við að svo verði einnig nú, margar hendur vinna létt verk.
Hérna er skjöl til þess að skrá sig:
Aldursforseti deildarinnar er Ljúflings Þytur en hann er fæddur 29. september 2007. Hann varð því 15 ára og 3 mánaða um áramótin síðustu. Foreldrar hans eru þau Lanola Pearl Dancer, fæddur í Englandi en innfluttir frá Noregi og Jörsi´s Stuegris, innflutt frá Noregi. Eigandi hans er Sigríður G. Guðmundsdóttir og ræktandi hans er María Tómasdóttir. Þytur var heiðraður á ársfundinum og tóku eigendur hans við blómum og viðurkenningu.