Flokkaskipt greinasafn: Fréttir

Cavalierganga að Búrfelli í Heiðmörk

Þá er komið að næstu göngu deildarinnar.

Við ætlum að hittast sunnudaginn 27. júní kl. 12:00 við kirkjugarðinn í Hafnarfirði og ökum svo saman í samfloti í Heiðmörk. Þaðan göngum við að Búrfelli.

Þetta er taumganga en munið eftir skítapokum.

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Hvolpasýning HRFÍ og ungir sýnendur 2021

Niðurstöður hvolpasýningarinnar

Hvolpasýning HRFÍ var haldin laugardaginn 12. júní sl. á Víðistaðatúni í Hafnarfirði.  Samtals voru 270 hvolpar skráðir ásamt 14 ungum sýnendum.  Af þessum fjölda voru 13 cavalier hvolpar sýndir. Dómari var Herdís Hallmarsdóttir.
Í ungum sýnendum tók sex Cavalierar þátt, tveir í eldri flokki ungra sýnenda og fjórir í flokki yngri sýnenda.

Lesa áfram Hvolpasýning HRFÍ og ungir sýnendur 2021

Málstofa Cavalierdeildarinnar: Hvert stefnum við?

Cavalierdeildin stendur fyrir málstofu 14. júní nk. sem hefst kl. 18.00 undir yfirskriftinni „Hvert stefnum við“.  Hún er opin öllum félagsmönnum deildarinnar. Málstofan verður haldin á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15.

Með samtakamætti getum við náð því göfuga markmiði að gera deildina þá bestu innan HRFÍ, þar sem ræktun tegundarinnar er stunduð af alvöru og ábyrgð með heilsu og vellíðan dýranna og afkvæmanna fyrir brjósti. Deildin búi yfir haldgóðri þekkingu á heilsufari og sinni fræðsluskyldu sinni vel. Ekki má gleyma mikilvægu félagslegu hlutverki deildarinnar. 

Lesa áfram Málstofa Cavalierdeildarinnar: Hvert stefnum við?

Hjartaskoðun Akureyri

Cavalierdeildin auglýsir hjartaskoðun í samstarfi við Helgu Finnsdóttur dýralækni.

Staðsetning: Akureyri 16. júní 2021.

Tímapantanir og nánari upplýsingar um nákvæmari staðsetningu og verð fást hjá Helgu í síma 553 7107 á viðtalstíma milli kl. 10.00 – 11.00 alla virka daga.

Markmiðið er að fá sem felsta hunda tveggja ára og eldri í hjartaskoðun.

Eigendur hunda sem þegar hafa greinst með míturmurr geta einnig notað þetta tækifæri til að fygljast með hvort ástand hundanna er svipað eða hefur versnað.

Ræktendur athugið að :

  • hjartavottorð undaneldisdýra mega ekki vera eldri en 6 mánaða við pörun og
  • foreldrar undaneldisdýra verða að vera með hreint hjarta við 4 ára aldur.

kær kveðja, stjórnin

Hvolpa-sýningaþjálfun

Sýningaþjálfun fyrir hvolpasýningu HRFÍ í júní

Allir hvolpar (borðhundar) velkomnir

Hvar: Víðistaðatún

Hvenær: Sunnudaginn 6 júní nk. kl. 13.00

Hver: Þjálfari er Anna Dís Arnarsdóttir

Verð: 1.000 kr. skiptið

Munið eftir hundinum, sýningataum, nammi og skítapokum. 

Cavalierganga um Elliðárdalinn

Laugardagurinn 29. maí er Alþjóðlegi Cavalier King Charles Spaniel dagurinn. Í tilefni þess hefur göngunefndin ákveðið að vera með göngu þennan dag kl. 12 til að halda upp á daginn með Cavalier hundum og eigendum þeirra.

Í tilefni alþjóðlega Cavalier King Charles Spaniel dagsins þá ætlar Dýrabær að gefa öllum hundum sem mæta í gönguna smá glaðning í tilefni dagins.
Göngunefndin vill þakka kærlega Dýrbæ fyrir þessa gjöf.

Við hittumst á bílastæðinu fyrir neðan veg á móti Dýraspítalanum í Víðdal og göngum um efri hluta Elliðaárdals. Þetta er taumganga. Við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu.

Munið eftir skítapokum og góða skapinu. Við hlökkum til að sjá ykkur öll.

Fyrir hönd göngunefndar,
Eyrún, Íris og Gunna