Fimmtudagskvöldið 21. júlí var haldin hvolpasýning á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Sýningin var haldin í samstarfi við félag sýningadómara HRFÍ og Royal Canin og voru allir dómarar íslenskir.
Þetta var ‘óopinber’ sýning og þurftu dómarar því ekki nauðsynlega réttindi á þær tegundir sem þeir dæmu, en Þórdís Björg Björgvinsdóttir sem dæmdi cavalier hefur réttindi á tegundina og einnig Sóley Ragna Ragnarsdóttir og Daníel Örn Hinriksson sem dæmdu í úrslitum.
Snjallar Kastaní Björt á brá í 2. sæti í keppni um besta ungviði sýningar Mynd: Arna Sif Kærnested
Nokkrir cavalier hvolpar voru skráðir, 4 tíkur í yngri flokki 3-6 mánaða og 2 rakkar í eldri flokki 6-9 mánaða, öll fengu þau einkunnina ‘sérlega lofandi’ (SL). Snjallar Kastaní Björt á brá var besti hvolpur 3-6 mánaða og gerði hún sér lítið fyrir og náði einnig 2. sæti í úrslitum sýningar hjá dómaranum Sóleyju Rögnu Ragnarsdóttur. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Pecassa’s Dare To Go Crazy.
Nánari úrslit urðu eftirfarandi:
Tíkur 3-6 mánaða (4)
sæti SL Snjallar Kastaní Björt á brá, eig. og rækt. Steinunn Rán Helgadóttir
sæti SL Þórshamrar Sölku Millý, eig. og rækt. Fríða Björk Elíasdóttir
Fyrri skráningafrestur lýkur þann 10. Júlí kl 23:59 og lokast alfarið fyrir skráningu þann 24. júlí kl 23.59 – Gjaldskrá 1: sunnudagurinn 10. júlí, kl. 23:59 – Gjaldskrá 2: sunnudagurinn 24. júlí, kl. 23:59
Hvetjum við Cavalier eigendur að láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara.
Kæru félagar! Júlíganga deildarinnar verður að þessu sinni í Paradísardalnum og verður gangan þriðjudaginn 12 júlí. Við hittumst kl. 17:30, á bílaplaninu bak við prentsmiðju Morgunblaðsins að Hádegismóum. Hlökkum til að sjá sem flesta, endilega munið eftir skítapokum og góða skapinu Bestu sumarkveðjur, Göngunefndin.
Helga Finnsdóttir dýralæknir býður upp á hjartaskoðun á Akureyri miðvikudaginn 22. og fimmtudaginn 23. júní. Tímapantanir fara fram á milli kl. 10 og 11 á morgun miðvikudag, hjá Helgu í síma 5537107, sem gefur þá nánari upplýsingar um verð og staðsetningu.