Fundur haldinn í Síðumúla 15, 29. mars 2021 kl. 17.00
Mættar: Björk Grétarsdóttir, Fríða Björk Elíasdóttir, Gerður Steinarrsdóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir, Valka Jónsdóttir.
Lesa áfram 1. Stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2021-2022Fundur haldinn í Síðumúla 15, 29. mars 2021 kl. 17.00
Mættar: Björk Grétarsdóttir, Fríða Björk Elíasdóttir, Gerður Steinarrsdóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir, Valka Jónsdóttir.
Lesa áfram 1. Stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2021-2022Óseyrar Andrea féll frá á árinu 16 ára og 4 mánaða gömul og sendum við eigendum hennar samúðarkveðju okkar.
Í dag er Sjarmakots Fígaró Freyr aldursforsetinn eftir því sem næst verður komist en hann er 14 ára og 10 mánaða, hann er fæddur 3. maí 2006,
foreldrar hans eru Tibama´s Think Twice og Tibama´s Rainbow High en þau eru bæði innflutt frá Noregi. Ræktandi Sjarmakots ræktunar er Ingunn Hallgrímsdóttir.
Skýrsla stjórnar 2020
Lesa áfram Skýrsla stjórnar 2020Fundargerð ársfundar Cavalierdeildar HRFÍ fyrir árið 2020
Lesa áfram Fundargerð ársfundar 2020Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ verður miðvikudaginn 17. mars 2021 kl. 20:00 í húsnæði Hundaræktarfélags Íslands að Síðumúla 15 2.hæð.
Dagskrá;
Vegna aðstæðna biðjum við fundargesta að passa sóttvarnir. Þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna ráðleggjum við ykkur að mæta með grímur.
Að þessu sinni verður ekki boðið upp á kaffi veitingar eða fræðsluerindi.
Stjórnin.
Cavalierdeild tók rýmri sóttvarnarreglum fagnandi og nú verður gönguplanið okkar endurvakið. Fyrsta ganga eftir langa pásu var farin 20. febrúar síðastliðinn, þar voru mættir 6 hressir og kátir hundar ásamt eigendum sínum og skemmtu sér allir konunglega þrátt fyrir rigningu. Gengið var fyrir ofan Rauðavatn, upp á heiðina og komið við í Paradísardal á bakaleiðinni. Þegar smellt er á meðfylgjandi mynd er hægt að skoða fleiri.
Nánar má lesa frétt HRFÍ hér.
Kv. Cavalierdeild HRFÍ
Hjartaskoðun og DNA próf hjá Cavalierdeild HRFÍ 24. febrúar 2021
Cavalierdeildin auglýsir hjartaskoðun í samstarfi við Steinunni Geirsdóttur dýralækni sem mun gefa út hjartavottorð, einnig mun Steinunn bjóða upp á sýnatöku fyrir DNA próf.
Staðsetning: Lækjargötu 34 b. Hafnarfirði
Tímapantanir hjá Fríðu í síma 696 7806 eða með tölvupósti
á cavalierdeildinhrfi@gmail.com
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 á milli kl. 17-19
Verð kr. 3000,- fyrir einn hund en 2500,- fyrir tvo eða fleiri. Verð 2500,- fyrir DNA próf (greitt um leið og skoðað er).
Ferlið við DNA próf er þannig:
1. Þú kaupir gögn fyrir DNA próf með því að fara inn á eftirfarandi vefslóð hjá þýsku rannsóknastofunni LABOGEN.
2. Þú prentar út gögnin sem þú færð send með tölvupósti og mætir með í DNA prófið hjá Steinunni.
3. Steinunn útvegar pinna til sýnatöku
4. Cavalierdeildin sér um að senda sýnagögnin út til rannsóknar.
Þess má geta að LABOGEN eru með afslátt fyrir ræktendur og selja „kit“ fyrir þessi tvö afbrigði (EF og CC) sem eru skilyrði í okkar tegund. (Combi: Dry Eye Curly Coat + Episodic Falling)
Markmiðið er að fá sem flesta hunda tveggja ára og eldri í skoðun.
Eigendur hunda sem þegar hafa greinst með míturmurr geta einnig notað þetta tækifæri til að fylgjast með ástandi og þróun.
Kær kveðja,
Stjórnin