Allar færslur eftir Cavalier HRFI

Hvolpasýning HRFÍ 12. júní nk.

Spennandi hvolpasýning er framundan hjá Hundaræktafélaginu HRFÍ.

Við hvetjum alla eigendur Cavalierhvolpa á aldrinum 3 – 9 mánaða að láta ekki þessa hvolpasýningu fram hjá sér fara. Þetta er tilvalið tækifæri til að umhverfisþjálfa hvolpinn sem og að þetta verður hin mesta skemmtun bæði fyrir eigendur og hvolpana sjálfa.

Skráning er til 6. júní og fer skráningin fram á hundeweb.dk (smellið hér til að komast inn á skráningarsíðuna).

Svo er HRFÍ er með góðar leiðbeiningar (efsta myndbandið) um hvernig á að skrá hund á sýningu (smellið hér)

Aldursforseti Cavalier 2021

Óseyrar Andrea féll frá á árinu 16 ára og 4 mánaða gömul og sendum við eigendum hennar samúðarkveðju okkar.

Í dag er Sjarmakots Fígaró Freyr aldursforsetinn eftir því sem næst verður komist en hann er 14 ára og 10 mánaða, hann er fæddur 3. maí 2006,

foreldrar hans eru Tibama´s Think Twice og Tibama´s Rainbow High en þau eru bæði innflutt frá Noregi. Ræktandi Sjarmakots ræktunar er Ingunn Hallgrímsdóttir.

Fengum þessa fallegu mynd frá eigandanum Magnúsi Gissurasyni