Hvolpasýning 4. nóvember 2023

BOB og BOS 3-6 mánaða: Mjallar Glanni og Mjallar Gná
BOB og BOS 6-9 mánaða: Litlu Giljár Fiðla og Eldlukku Káti Seifur

Laugardaginn 4. nóvember hélt HRFÍ hvolpasýningu í samstarfi við félag íslenskra sýningadómara. Sýningin fór fram í reiðhöll Fáks í Víðidal og voru 229 hvolpar á aldrinum 3-9 mánaða skráðir, þar af 16 cavalier. Dómari var Þórdís Björg Björgvinsdóttir og Dýrabær gaf verðlaunabikara og medalíur.

Besti hvolpur 3-6 mánaða var Mjallar Glanni og besta tík í þeim aldursflokki Mjallar Gná. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Litlu Giljár Fiðla og bestur af gagnstæðu kyni Eldlukku Káti Seifur. Mjallar Glanni náði þeim flotta árangri í úrslitum sýningar að komast í 9 hvolpa úrtak.

Nánari úrslit:

Rakkar 3-6 mánaða (5)

  1. sæti SL Mjallar Glanni, eig. Jón Grímsson, rækt. Arna Sif Kærnested
  2. sæti SL Mjallar Garpur, eig. Laufey Guðjónsdóttir, rækt. Arna Sif Kærnested
  3. sæti SL Miðkots Uno, eig. Margrét Björk Jónsdóttir, rækt. Sunna Gautadóttir
  4. sæti SL Esju Dare To Dream James Bond, eig. og rækt. Svanhvít Dröfn Sæmundsdóttir

Tíkur 3-6 mánaða (5)

  1. sæti SL Mjallar Gná, rækt. Arna Sif Kærnested
  2. sæti SL Þórshamrar Freyju Dahlia, rækt. Fríða Björk Elíasdóttir
  3. sæti SL Mjallar Glóð Esja, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested

Rakkar 6-9 mánaða (2)

  1. sæti SL Eldlukku Káti Seifur, eig. Hrönn Thorarensen, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir
  2. sæti SL Litlu Giljár Óbó, rækt. Gerður Steinarrsdóttir

Tíkur 6-9 mánaða (4)

  1. sæti SL Litlu Giljár Fiðla, eig. og rækt. Gerður Steinarrsdóttir
  2. sæti SL Litlu Giljár Flauta, eig. Valka Jónsdóttir, rækt. Gerður Steinarrsdóttir
  3. sæti SL Litlu Giljár Harpa, rækt. Gerður Steinarrsdóttir
  4. sæti SL Eldlukku Káta Kilja, eig. og rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir

Óskum eigendum og ræktendum til hamingju með árangurinn. Úrslit birt með fyrirvara um villur, vinsamlegast látið vita ef einhverjar finnast. Fleiri myndir má sjá hér.