Winter Wonderland 25. nóvember 2023

BOB og BOS
ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock og ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka

Winter Wonderland & Ísland Winner sýning HRFÍ fór fram helgina 25.-26. nóvember í Samskipahöll Sprettara í Kópavogi. Cavalier hundar voru 33 talsins, 13 rakkar og 20 tíkur, en að þessu sinni voru engir hvolpaflokkar. Dómari var Ann Ingram frá Írlandi og Dýrabær gaf verðlaun.

Besti hundur tegundar var ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock og besta tík ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka, bæði fengu Norðurlandameistarastig, titilinn Ísland Winner eða ISW-23 og Crufts Qualification. Þetta var þriðja Norðurlandameistarastig Lukku og hún hlýtur því titilinn NORDICCh. Þar sem þau eru bæði íslenskir meistarar gengu íslensku stigin niður til ISJCh RW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers og Hafnarfjalls Selmu Karlottu. ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock komst svo í 7 hunda úrtak í úrslitum tegundahóps 9.

Besti ungliði tegundar var ISJCh RW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers og besta ungliðatík ISJCh RW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers. Þau fá bæði titilinn ISJW-23 og hlutu einnig ungliðameistarastig en eru þó þegar ungliðameistarar. Eros gerði sér svo lítið fyrir og varð besti ungliði í tegundahópi 9, hann mætti því aftur á sunnudeginum til að keppa um besta ungliða sýningar en náði því miður ekki sæti þar. 

Besti ræktunarhópur tegundar var frá Hafnarfjalls ræktun og náði glæsilegum árangri í úrslitum sem þriðji besti ræktunarhópur dagsins.

Hér að neðan má sjá frekari úrslit:

8 rakkar fengu Excellent og 5 fengu Very good.

Ungliðaflokkur (2)

  1. sæti ex.ck. jun.cert ISJCh RW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers, eig. Guðríður Vestars, rækt. Giusy Pellegrini
  2. sæti vg. Eldlukku Vetrar Snjór, eig. Guðbjörg Björnsdóttir, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir

Unghundaflokkur (3)

  1. sæti ex.ck. ISJCh ISW-22 ISJW-22 Eldlukku Ljúfi Bruno, eig. Dace Liepina, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir
  2. sæti ex. Cavalion Blues Brothers, eig. Anna Þórðardóttir Bachmann og Svanhvít Dröfn Sæmundsdóttir, rækt. Agnieszka Andrearczyk-Wozniakowska
  3. sæti vg. Eldlukku Vigrar Astró, eig. og rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir

Opinn flokkur (7)

  1. sæti ex.ck. Navenda’s Charm of diamonds, eig. Guðríður Vestars, rækt. Helen Eikeland
  2. sæti ex. Hafnarfjalls Karlottu Tómas, eig. Berglind Guðmundsdóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  3. sæti ex. Litlu Giljár Bassi, rækt. Gerður Steinarrsdóttir
  4. sæti ex. Litlu Giljár Bono, eig. Hrönn Thorarensen, rækt. Gerður Steinarrsdóttir

Meistaraflokkur (1)

  1. sæti ex.ck. ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock, eig. Arna Sif Kærnested og Anna Þórðardóttir Bachmann, rækt. Markus Kirschbaum

Úrslit bestu rakkar

  1. ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock – NCAC, BOB
  2. ISJCh RW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers – CERT, Jun.CERT, R.NCAC
  3. Navenda’s Charm of diamonds
  4. ISJCh ISW-22 ISJW-22 Eldlukku Ljúfi Bruno

12 tíkur fengu Excellent, 5 fengu Very good og 3 Good.

Ungliðaflokkur (8)

  1. sæti ex.ck. jun.cert. ISJCh RW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers, eig. Anna Þórðardóttir Bachmann, rækt. Giusy Pellegrini
  2. sæti ex. Korpu Kolbrúnar Klara, eig. Anna Þórðardóttir Bachmann, rækt. Sigrún Bragadóttir
  3. sæti vg. Hafnarfjalls Unu Ronja, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  4. sæti vg. Sunnulilju Tinna, rækt. Sigrún Lilja Ingibjargardóttir

Unghundaflokkur (4)

  1. sæti ex.ck. ISJCh Snjallar Kastaní Björt á brá, eig. og rækt. Steinunn Rán Helgadóttir
  2. sæti ex.ck. Hafnarfjalls Karlottu Embla, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  3. sæti ex. Sóldísar Amý Mandla, eig. Ásdís Birna Bjarkadóttir, rækt. Hafdís Lúðvíksdóttir
  4. sæti ex. Miðkots Tindra, eig. og rækt. Sunna Gautadóttir

Opinn flokkur (8)

  1. sæti ex.ck. Hafnarfjalls Selmu Karlotta, eig. Bergþóra Linda Húnadóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  2. sæti ex. Hafnarfjalls Unu Tinna, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  3. sæti ex. Snjallar Silfraða Sylgja, eig. og rækt. Steinunn Rán Helgadóttir
  4. sæti ex. Esju Nótt, eig. og rækt. Svanhvít Dröfn Sæmundsdóttir

Meistaraflokkur (1)

  1. sæti ex.ck. ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka, eig. Steinunn Rán Helgadóttir, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir

Úrslit bestu tíkur

  1. ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka – NCAC, BOS
  2. Hafnarfjalls Selmu Karlotta – CERT, R.NCAC
  3. ISJCh Snjallar Kastaní Björt á brá
  4. ISJCh RW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers – Jun.CERT

Ræktunarhópar (2) – Báðir með heiðursverðlaun

  1. sæti – Hafnarfjalls ræktun, Anna Þórðardóttir Bachmann
  2. sæti – Eldlukku ræktun, Svanborg S. Magnúsdóttir

Birt með fyrirvara um villur. Deildin óskar öllum til hamingju með árangurinn.