Hvolpasýning 27. janúar 2024

BOB og BOS 3-6 mánaða: Hafnarfjalls Birtu Linda og Hafnarfjalls Birtu Mói
BOB og BOS 6-9 mánaða: Mjallar Glanni og Mjallar Gná

Fyrsta sýning ársins fór fram laugardaginn 27. janúar en þá hélt HRFÍ hvolpasýningu í húsnæði félagsins í Hafnarfirði, með íslenskum dómurum og dómaranemum. Tæplega 160 hvolpar á aldrinum 3-9 mánaða voru skráðir til leiks og þar af voru flestir cavalier sem voru samtals 16.

Ágústa Pétursdóttir dæmdi cavalier og besti hvolpur tegundar 3-6 mánaða var Hafnarfjalls Birtu Linda, bestur af gagnstæðu kyni var bróðir hennar Hafnarfjalls Birtu Mói. Í eldri flokki 6-9 mánaða voru það einnig gotsystkini sem báru sigur úr býtum, Mjallar Glanni varð besti hvolpur tegundar og Mjallar Gná besta tík. Mjallar Glanni komst svo í 9 hvolpa úrtak í úrslitum dagsins. Dýrabær gaf verðlaunabikara og þátttökumedalíur.

Nánari úrslit urðu eftirfarandi:

Rakkar 3-6 mánaða (3)

  1. sæti SL Hafnarfjalls Birtu Mói, eig. Hermann Rafn Guðmundsson, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  2. sæti SL Hafnarfjalls Birtu Leó, eig. Yngvi Halldórsson, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  3. sæti SL Gasekær’s Tro på drømme Rockey, eig. Kristín Ósk Bergsdóttir, rækt. Anni Harboe Sørensen

Tíkur 3-6 mánaða (6)

  1. sæti SL Hafnarfjalls Birtu Linda, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  2. sæti SL Hafnarfjalls Birtu Eyja, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  3. sæti SL Mánaljóss Dahlia Perla, rækt. Kristín Bjarnadóttir
  4. sæti SL Seljudals Ósk, eig. og rækt. Halldóra Bergsdóttir og Björn Angantýr Ingimarsson

Rakkar 6-9 mánaða (4)

  1. sæti SL Mjallar Glanni, eig. Jón Grímsson, rækt. Arna Sif Kærnested
  2. sæti SL Esju Dare To Dream James Bond, eig. og rækt. Svanhvít Dröfn Sæmundsdóttir

Tíkur 6-9 mánaða (3)

  1. sæti SL Mjallar Gná, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested