
BOB og BOS 6-9 mánaða: Mjallar Glanni og Mjallar Gná
Fyrsta sýning ársins fór fram laugardaginn 27. janúar en þá hélt HRFÍ hvolpasýningu í húsnæði félagsins í Hafnarfirði, með íslenskum dómurum og dómaranemum. Tæplega 160 hvolpar á aldrinum 3-9 mánaða voru skráðir til leiks og þar af voru flestir cavalier sem voru samtals 16.
Ágústa Pétursdóttir dæmdi cavalier og besti hvolpur tegundar 3-6 mánaða var Hafnarfjalls Birtu Linda, bestur af gagnstæðu kyni var bróðir hennar Hafnarfjalls Birtu Mói. Í eldri flokki 6-9 mánaða voru það einnig gotsystkini sem báru sigur úr býtum, Mjallar Glanni varð besti hvolpur tegundar og Mjallar Gná besta tík. Mjallar Glanni komst svo í 9 hvolpa úrtak í úrslitum dagsins. Dýrabær gaf verðlaunabikara og þátttökumedalíur.
Nánari úrslit urðu eftirfarandi:
Rakkar 3-6 mánaða (3)
- sæti SL Hafnarfjalls Birtu Mói, eig. Hermann Rafn Guðmundsson, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
- sæti SL Hafnarfjalls Birtu Leó, eig. Yngvi Halldórsson, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
- sæti SL Gasekær’s Tro på drømme Rockey, eig. Kristín Ósk Bergsdóttir, rækt. Anni Harboe Sørensen
Tíkur 3-6 mánaða (6)
- sæti SL Hafnarfjalls Birtu Linda, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
- sæti SL Hafnarfjalls Birtu Eyja, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
- sæti SL Mánaljóss Dahlia Perla, rækt. Kristín Bjarnadóttir
- sæti SL Seljudals Ósk, eig. og rækt. Halldóra Bergsdóttir og Björn Angantýr Ingimarsson
Rakkar 6-9 mánaða (4)
- sæti SL Mjallar Glanni, eig. Jón Grímsson, rækt. Arna Sif Kærnested
- sæti SL Esju Dare To Dream James Bond, eig. og rækt. Svanhvít Dröfn Sæmundsdóttir
Tíkur 6-9 mánaða (3)
- sæti SL Mjallar Gná, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested