Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ haldinn 27. febrúar 2024 í húsnæði Hundaræktarfélags Íslands að Melabraut 17 í Hafnarfirði.
Árið 2023 gerðum við ýmislegt og stendur hæst deildarsýning og vel heppnaður hvolpahittingur.
Starf deildarinnar var í nokkrum blóma og fjöldi viðburða meiri en oft áður. Við héldum sérsýningu í maí, göngunefnd var með reglulegar göngur, fjölmennur hvolpahittingur var haldinn í september, við heiðruðum stigahæstu hunda og ræktendur ársins á undan og fórum saman út að borða eftir nokkrar sýningar. Tvær heilsufarsskoðanir voru á vegum deildarinnar, boðið var upp á sýnendanámskeið og hélt deildin á þriðja tug sýningaþjálfana. Auk þess hélt stjórn reglulega fundi. Einnig voru sendir út hóppóstar til hvolpakaupenda, ræktenda og rakkaeigenda á rakkalista.
Deildin færði Hundaræktarfélagi Íslands innflutningsgjöf við flutninga félagsins frá Síðumúla 32 á Melabraut 17.
Samið var við Dýrabæ um að vera aðal styrktaraðili deildarinnar árið 2023.
Í stjórn Cavalierdeildar HRFÍ sátu þetta árið:
Anna Þórðardóttir Bachmann, Bergþóra Linda Húnadóttir, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir. Fríða Björk Elíasdóttir lét af stjórnarsetu á árinu.
- Anna hefur sinnt hlutverki formanns
- Sunna hefur séð um ritarahlutverkið
- Svanhvít sá um gjaldkerahlutverkið
- Sunna og Svanhvít sáu um vefsíðu og aðra netmiðla með aðstoð hinna
- Bergþóra hefur séð um auglýsingar og ýmis önnur hlutverk
Auk fleiri verkefna sem skipt var á milli stjórnarmanna. Einnig var starfrækt ræktunarráð, göngunefnd og sýninganefnd hjá deildinni.
Ræktun
Got
Fjöldi gota á árinu var 22 hjá 19 ræktendum. Meðalfjöldi hvolpa í goti var 4,22.

Litaskipting hvolpa var þessi:
50 blenheim, 16 þrílitir, 18 ruby og 9 black & tan.

Á árinu fæddust 36 rakkar og 57 tíkur.

11 rakkar feðruðu þessi 22 got en hér má sjá lista yfir þá auk fjölda hvolpa og gota.

19 ræktendur voru með got á árinu.

5 nýir ræktendur bættust í hópinn en það eru:
- Guðný Ævarsdóttir
- Heiðargulls ræktun – Guðrún Jóna Jónsdóttir og Kristján Gunnarsson
- Seljudals ræktun – Halldóra Bergsdóttir og Björn Angantýr Ingimarsson
- Snilldar ræktun – Matthildur Úlfarsdóttir
- Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir
Við bjóðum þau hjartanlega velkomin í hópinn og óskum þeim alls hins besta í ræktunarstarfinu.
Rakkalisti
28 rakkar voru á listanum 2023
- 4 þrílitir
- 3 blenheim innfluttir
- 12 blenheim íslenskir
- 1 ruby innfluttur
- 4 ruby íslenskir
- 4 black & tan

Innflutningur
Þrír rakkar og ein tík voru flutt inn á árinu, einn kom frá Noregi, tvö frá Ítalíu og einn frá Póllandi.
- Navenda’s Charm Of Diamonds
- Eros The Enchanting Dreamcatchers
- Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers
- Cavalion Blues Brothers
Aldursforseti tegundarinnar
Aldursforseti deildarinnar árið 2023 er Skutuls Saxi en hann er fæddur 2. ágúst 2008. Hann varð því 15 ára og 4 mánaða um áramótin síðustu. Foreldrar hans voru þau Sjarmakots Figaró Freyr og Skutuls Daniela. Eigandi hans er Sara Hákonardóttir og ræktandi hans er Bjarney Sigurðardóttir.
Heilsufar
Augnskoðanir
Skoðaðir voru 37 hundar á árinu, 23 tíkur og 14 rakkar. 25 hundar voru með hrein augnvottorð en 12 með athugasemdum sem skiptust upp í 14 mismunandi greiningar, sumir hundar með fleiri en eina.
Enginn hundur var úrskurðaður í ræktunarbann á árinu vegna niðurstöðu augnskoðunar.


Hjartaskoðanir
Á árinu voru 107 hundar skoðaðir en 17 voru skoðaðir tvisvar og einn þrisvar. Voru því gefin út 125 vottorð árið 2023.
- 2 m/gr 0-1
- 5 m/gr 1
- 3 m/gr 2
- 1 m/gr 3
- 1 m/gr 5
Deildin var með tvær hópskoðanir í Reykjavík á árinu. Önnur var í samstarfi við Steinunni Geirsdóttur dýralækni og var sú skoðun haldin á Dýralæknamiðstöðinni Hafnarfirði og sú síðari í samstarfi við Ólöfu Loftsdóttur og Lísu Bjarnadóttir dýralækna í Víðidalnum, en sú skoðun var haldin á skrifstofu Hundaræktarfélags Íslands að Melabraut 17. Auk þess bauð deildin upp á eina hópskoðun á Akureyri í samstarfi við Helgu Finnsdóttur.
Einnig var boðið upp á DNA sýnatöku í seinni hópskoðuninni.
Stjórn vill ítreka mikilvægi skoðunar og að vottorð séu tekin til að halda utan um þróunina.


Hnéskeljavottorð
Voru jafn mörg og hjartavottorðin eða 125.
Fimm hundar hafa fengu greiningu á annað hné eða bæði. Tveir hafa farið 2x í skoðun á árinu.
Niðurstöður vottorða:
- 6 með gr. 1 vinstra
- 2 með gr. 1 hægra hné
- 1 með gr. 2 hægra hné
- 2 með gr. 4 hægra hné
DNA vottorð
11 hundar skiluðu inn DNA prófum vegna Episodic Falling (EF) og Curly Coat/Dry eye (CC) og voru allir fríir.
Í seinni hópskoðun deildarinnar á árinu var boðið upp á DNA sýnatöku og sendi deildin sýnin út í sameiginlegum pakka.
Deildin hóf einnig á árinu skrásetningu á MCADD niðurstöðum.
Sýningar
Sýninganefnd deildarinnar
Starfrækt var sýninganefnd 2023 sem hafði umsjón með skipulagningu deildarsýningar og umgjörð hennar, í nefndinni voru:
- Anna Þórðardóttir Bachmann
- Bergþóra Linda Húnadóttir
- Fríða Björk Elíasdóttir
- Guðríður Vestars
- Sunna Gautadóttir
- Svanhvít Sæmundsdóttir
Deildarsýning
Deildin hélt sérsýningu laugardaginn 6. maí í nýju húsnæði HRFÍ að Melabraut í Hafnarfirði og var það jafnframt fyrsta sýningin sem haldin var í húsinu.
Mjög góð skráning var á sýninguna eða 18 hvolpar, 24 rakkar (1 mætti þó ekki) og 30 tíkur (4 mættu ekki). Auk þess voru sýndir 4 ræktunarhópar, 3 afkvæmahópar og 3 pör. Dómari var Joel Lantz frá Svíþjóð sem hefur ásamt eiginmanni sínum ræktað Cavalier undir ræktunarnafninu Cavanzas í 20 ár.
Auður Sif Sigurgeirsdóttir var dómaranemi og dæmdi einnig keppni ungra sýnenda sem boðið var upp á í lok dags. Anja Björg Kristinsdóttir var ritari, Ágústa Pétursdóttir hringstjóri og Sigríður Margrét Jónsdóttir sinnti bæði hlutverki ritara og hringstjóra. Ljósmyndari sýningar var Ágúst Elí Ágústsson.
Styrktaraðili sýningar var Dýrabær og BH hönnun hafði yfirumsjón með skreytingum.
Besti hundur tegundar og þar með besti hundur sýningar var Eros The Enchanting Dreamcatchers sem einnig var besti ungliði. Besti hundur af gagnstæðu kyni og jafnframt besta ungliðatík var gotsystir hans, Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers. Bæði fengu þau íslenskt meistarstig og ungliðastig.
Besti hvolpur 3-6 mánaða var Eldeyjarlilju Jökla og besti öldungur með öldungameistarastig NORDICCh ISCh RW-19 Kvadriga’s Surprise. Besti öldungur af gagnstæðu kyni var NORDICCh ISCh ISJCh RW-17-21 Teresajo Sabrína Una, einnig með öldungameistarastig. Besti ræktunarhópur var frá Hafnarfjalls ræktun, Hafnarfjalls Selmu Karlotta átti besta afkvæmahóp og Hafnarfjalls Unu Tinna og Hafnarfjalls Unu Flóki mynduðu besta parið.
Sýningar HRFÍ
Hvolpasýning 29. janúar í reiðhöll Mána í Keflavík
Sýningaárið fór af stað með hvolpasýningu sem HRFÍ hélt í samstarfi við íslenska sýningadómara og dómaranema.
Til leiks mættu 11 cavalier hvolpar í aldursflokkinn 6-9 mánaða, 4 rakkar og 7 tíkur, dómari var Anna Guðjónsdóttir. Besti hvolpur tegundar var Eros The Enchanting Dreamcatchers og best af gagnstæðu kyni Elixir D’Amour-BI The Enchanting Dreamcatchers. Eros náði svo þeim flotta árangri að komast í 8 hvolpa úrtak í úrslitum sýningar.
Alþjóðleg norðurljósasýning 5. mars í Reiðhöll Spretts í Kópavogi
Dómari var Rosa Agostini frá Ítalíu, í þetta sinn voru skráðir 47 hundar og mættu allir nema einn rakki. Einnig voru sýndir þrír ræktunarhópar.
BOB og besti ungliði var ISJCh ISW-22 ISJW-22 Eldlukku Ljúfi Bruno með íslenskt meistarastig og bæði íslenskt og alþjóðlegt ungliðastig. Hann var enn of ungur fyrir alþjóðlega stigið sem kom því í hlut annars besta rakka, ISJCh Þórshamrar Þórs.
BOS var ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka með alþjóðlegt meistarastig en önnur besta tík, Snjallar Silfraða Sylgja, fékk íslenska meistarastigið.
Besta ungliðatík var Snjallar Kastaní Björt á brá með íslenskt og alþjóðlegt ungliðastig.
Besti hvolpur 6-9 mánaða var Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers sem náði svo þeim glæsilega árangri í stóra hringnum í lok dags að verða 3. besti hvolpur dagsins.
Besti ræktunarhópur var Hafnarfjalls ræktun sem náði einnig í 6 hópa úrtak í úrslitum dagsins.
Reykjavík Winner og NKU Norðurlandasýning 10. júní á Víðistaðatúni í Hafnarfirði
62 cavalier hundar voru skráðir en 7 mættu þó ekki. Einnig voru sýndir 2 ræktunarhópar. Dómari var Þórdís Björg Björgvinsdóttir.
Dýrabær gaf bikara fyrir BOB, BOS, besta hvolp og besta ungliða, auk þess sem allir hvolpar fengu þátttökumedalíur.
BOB og besti ungliði var Eros The Enchanting Dreamcatchers með ungliðameistarastig, íslenskt meistarstig og Norðurlandameistarastig. BOS og besta ungliðatík var Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers, einnig með ungliðameistarastig, íslenskt- og Norðurlandameistarastig. Bæði voru að fá sitt annað ungliðameistarastig og ungliðameistaratitillinn því í höfn. Einnig fengu þau titilinn Reykjavík Winner eða RW-23.
Besti hvolpur 4-6 mánaða var Eldeyarlilju Jökla sem náði svo í 6 hvolpa úrtak í úrslitum um besta hvolp sýningar. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Eldlukku Vetrar Snjór.
Besti öldungur var NORDICCh ISCh ISJCh RW-17-21 Teresajo Sabrína Una með öldungameistarastig.
Hafnarfjalls ræktun átti besta ræktunarhóp.
Alþjóðleg sýning 11. júní á Víðistaðatúni í Hafnarfirði
60 cavalier hundar voru skráðir en 8 mættu ekki. Einnig voru sýndir 3 ræktunarhópar. Dómari var Dimitrios Antonopoulos frá Svíþjóð.
Dýrabær gaf bikara fyrir BOB, BOS, besta hvolp og besta ungliða, auk þess sem allir hvolpar fengu þátttökumedalíur.
BOB og besti ungliði var Snjallar Kastaní Björt á brá með íslenskt og alþjóðlegt ungliðameistarastig og íslenskt meistarastig. Hún náði einnig 4. sæti í úrslitum um besta ungliða tegundahóps 9. Þetta var hennar annað íslenska ungliðameistarastig og hún því orðin ungliðameistari. Alþjóðlega stigið kom í hlut ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukku sem var önnur besta tík. Þetta er fjórða stig Lukku sem verður alþjóðlegur meistari eftir staðfestingu frá FCI.
BOS og besti ungliðarakki var Eros The Enchanting Dreamcatchers, með íslenskt og alþjóðlegt ungliðameistarastig og íslenskt meistarastig, en er of ungur fyrir það alþjóðlega. Annar besti rakki, ISJCh ISW-22 ISJW-22 Eldlukku Ljúfi Bruno, hlaut því alþjóðlega meistarastigið.
Besti hvolpur 4-6 mánaða var Eldeyjarlilju Orri Óstöðvandi og besti hvolpur 6-9 mánaða Eldlukku Vetrar Snjór.
Besti ræktunarhópur tegundar var frá Eldlukku ræktun.
Norðurlandasýning 13. ágúst á Víðistaðatúni í Hafnarfirði
Jari Partanen frá Noregi dæmdi cavalier, skráningar voru 57 en 6 mættu ekki í dóm. Það má segja að þetta hafi verið ansi blá sýning en aðeins 14 af 43 fengu Excellent. Dýrabær gaf bikara og hvolpamedalíur.
Besti hundur tegundar var ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock og best af gagnstæðu kyni ISJCh Snjallar Kastaní Björt á brá sem var einnig besti ungliði, bæði fengu þau Norðurlandameistarastig og Björt auk þess það íslenska. Þar sem Spock er nú þegar íslenskur meistari færðist rakkastigið niður á annan besta rakka og jafnframt besta ungliðarakka, Cavalion Blues Brothers.
Besti hvolpur 4-6 mánaða var Eldlukku Káti Seifur og besti hvolpur 6-9 mánaða Eldeyjarlilju Bonnie Tyler.
Besti öldungur var NORDICCh ISCh ISJCh RW-17-21 Teresajo Sabrína Una með öldungameistarastig sem var hennar þriðja og fær hún því titilinn öldungameistari.
Besti ræktunarhópur var frá Hafnarfjalls ræktun.
Alþjóðleg sýning 7. október í reiðhöll Spretts í Kópavogi
Skráðir voru 56 cavalier hundar en forföll voru hjá einum hvolpi og einni tík. Tveir ræktunarhópar voru sýndir. Dómari var Elisabeth Spillman frá Svíþjóð og Dýrabær gaf verðlaun.
Besti hundur tegundar og jafnframt besti ungliði var ISJCh RW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers með íslenskt meistarastig og alþjóðlegt ungliðameistarastig. Hún varð svo 4. besti ungliði í grúppu 9. Þar sem hún er nú þegar íslenskur ungliðameistari gekk íslenska ungliðastigið niður til Hafnarfjalls Karlottu Emblu. Alþjóðlega stigið gekk einnig niður þar sem ungliðar geta ekki hlotið það stig. Önnur besta tík, ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka, hefur fengið fjögur stig áður og vara alþjóðlega stigið sem Hafnarfjalls Unu Tinna hlaut verður því fullgilt.
Besti hundur af gagnstæðu kyni og besti ungliðarakki var ISJCh RW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers með íslenskt meistarastig og alþjóðlegt ungliðameistarastig. Íslenska ungliðastigið gekk niður til Eldlukku Vetrar Snjós og það alþjóðlega til ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock.
Besti hvolpur 4-6 mánaða var Mjallar Glanni og best af gagnstæðu kyni Mjallar Glóð Esja. Besti ræktunarhópur tegundar kom frá Eldlukku ræktun.
Hvolpasýning 4. nóvember í reiðhöll Fáks í Víðidal
Laugardaginn 4. nóvember hélt HRFÍ hvolpasýningu í samstarfi við félag íslenskra sýningadómara. Sýningin fór fram í reiðhöll Fáks í Víðidal og voru 16 cavalier hvolpar skráðir. Dómari var Þórdís Björg Björgvinsdóttir og Dýrabær gaf verðlaunabikara og medalíur.
Besti hvolpur 3-6 mánaða var Mjallar Glanni og besta tík í þeim aldursflokki Mjallar Gná. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Litlu Giljár Fiðla og bestur af gagnstæðu kyni Eldlukku Káti Seifur. Mjallar Glanni náði þeim flotta árangri í úrslitum sýningar að komast í 9 hvolpa úrtak.
Winter Wonderland & Ísland Winner 25. nóvember í reiðhöll Spretts í Kópavogi
Cavalier hundar voru 33 talsins, 13 rakkar og 20 tíkur, en að þessu sinni voru engir hvolpaflokkar. Dómari var Ann Ingram frá Írlandi og Dýrabær gaf verðlaun.
Besti hundur tegundar var ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock og besta tík ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka, bæði fengu Norðurlandameistarastig, titilinn Ísland Winner eða ISW-23 og Crufts Qualification. Þetta var þriðja Norðurlandameistarastig Lukku og hún hlaut því titilinn NORDICCh. Þar sem þau eru bæði íslenskir meistarar gengu íslensku stigin niður til ISJCh RW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers og Hafnarfjalls Selmu Karlottu. ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock komst svo í 7 hunda úrtak í úrslitum tegundahóps 9.
Besti ungliði tegundar var ISJCh RW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers og besta ungliðatík
ISJCh RW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers. Þau fengu bæði titilinn ISJW-23 og hlutu einnig ungliðameistarastig en eru þó þegar ungliðameistarar. Eros gerði sér svo lítið fyrir og varð besti ungliði í tegundahópi 9, hann mætti því aftur á sunnudeginum til að keppa um besta ungliða sýningar en náði því miður ekki sæti þar.
Besti ræktunarhópur tegundar var frá Hafnarfjalls ræktun og náði glæsilegum árangri í úrslitum sem þriðji besti ræktunarhópur dagsins.
Nýir meistarar og titlar
Ungliðameistarar:
- ISJCh RW-23 ISJW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers
- ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers
- ISJCh Snjallar Kastaní Björt á brá
Norðurlandameistari og alþjóðlegur meistari (bíður staðfestingar FCI):
- NORDICCh ISCh ISW-22-23 Eldlukku Frán Þulu Lukka
Öldungameistari:
- NORDICCh ISCh ISJCh ISVetCh RW-17-21 Tereasjo Sabrína Una
RW-23 (10. júní) og ISJW-23 (25. nóvember):
- ISJCh RW-23 ISJW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers
- ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers
ISW-23:
- ISCh ISJCh ISW-23 Bonitos Companeros Mr. Spock
- NORDICCh ISCh ISW-22-23 Eldlukku Frán Þulu Lukka
Stigahæstu hundar ársins
Á árinu voru 7 sýningar sem töldu til stiga og þar af ein deildarsýning.
Fimm stigahæstu hundar ársins
- 1. ISJCh ISJW-23 RW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers – 39 stig
- 2. ISCh ISJCh ISW-23 Bonitos Companeros Mr. Spock – 38 stig
- 3. NORDICCh ISCh ISW-22-23 Eldlukku Frán Þulu Lukka – 31 stig
- 4. ISJCh ISJW-23 RW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers – 25 stig
- 5. ISJCh Snjallar Kastaní Björt á brá – 21 stig
Stigahæstu rakkar
- 1. ISJCh ISJW-23 RW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers – 39 stig
- 2. ISCh ISJCh ISW-23 Bonitos Companeros Mr. Spock – 38 stig
- 3. ISJCh ISW-22 ISJW-22 Eldlukku Ljúfi Bruno – 19 stig
- 4. ISJCh Þórshamrar Þór – 11 stig
- 5. Cavalion Blues Brothers – 5 stig
Stigahæstu tíkur
- 1. NORDICCh ISCh ISW-22-23 Eldlukku Frán Þulu Lukka – 31 stig
- 2. ISJCh ISJW-23 RW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers – 25 stig
- 3. ISJCh Snjallar Kastaní Björt á brá – 21 stig
- 4. Hafnarfjalls Unu Tinna – 7 stig
- 5. NORDICCh ISCh ISJCh ISVetCh RW-17-21 Teresajo Sabrína Una – 6 stig
Stigahæsti öldungur
- 1. NORDICCh ISCh ISJCh ISVetCh RW-17-21 Teresajo Sabrína Una – 6 stig
Stigahæstu ungliðar
- 1. ISJCh ISJW-23 RW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers – 39 stig
- 2. ISJCh ISJW-23 RW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers – 25 stig
- 3. ISJCh Snjallar Kastaní Björt á brá – 21 stig
- 4. Cavalion Blues Brothers – 5 stig
- 5. Sóldísar Amý Mandla – 5 stig
Stigahæstu ræktendur ársins
- 1. Hafnarfjalls ræktun – Anna Þórðardóttir Bachmann: 31 stig
- 2. Eldlukku ræktun – Svanborg S. Magnúsdóttir: 26 stig
- 3. Litlu Giljár ræktun – Gerður Steinarrsdóttir: 14 stig
- 4.-5. Þórshamrar ræktun – Fríða Björk Elíasdóttir: 10 stig
- 4.-5. Snjallar ræktun – Steinunn Rán Helgadóttir: 10 stig
Sýningaþjálfanir
Deildin hélt eitt sýnendanámskeið fyrir deildarsýningu og á þriðja tug sýningaþjálfana en allur ágóði rann beint til deildarinnar.
Göngur
Göngunefnd deildarinnar sá um átta göngur á árinu.
Nokkuð góð mæting var í göngurnar en fimm voru taumgöngur og þrjár lausagöngur.
- 8. janúar – Nýársganga um Reykjavíkurtjörn
- 12. febrúar – Seltjarnarnes
- 12. mars – Grafarvogur
- 2. apríl – Elliðaárdalur
- 17. maí – Paradísardalur
- 21. júní – Langavatn
- 17. ágúst – Paradísardalur
- 10. desember – Jólaganga í Hafnarfirði
Í göngunefnd voru Anna Þ Bachmann, Gunnhildur Kildelund, Matthildur Úlfarsdóttir, Sunna Gautadóttir og Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.
Hvolpahittingur
Á árinu hélt deildin einn hvolpahitting sem var vel sóttur en um 60 hvolpar mættu í hittinginn og um 100 manns.
Viðburðurinn var einn af fyrstu viðburðunum sem haldinn var í nýju húsnæði félaginsins að Melabraut 17 í Hafnarfirði.
Vefsíðan cavalier.is
Ræktendur auglýstu got sín á vefsíðu deildarinnar cavalier.is og styrktu deildina með því.
Bætt var inn nokkrum fræðsluerindum á árinu.
Vottorð, listar yfir got og öldunga var uppfært jafnóðum og upplýsingar bárust frá skrifstofu HRFÍ.
Lokaorð
Stjórn vill þakka ánægjulegt ár. Við þökkum göngunefnd, Maríu Tómasdóttir fyrir aðkomu að ræktunarráði og Guðríði Vestars fyrir aðkomu að sýninganefnd og sýningaþjálfunum. Einnig öllum þeim sem hafa komið að sýningaþjálfunum auk allra sjálfboðaliða sem komið hafa að viðburðum ársins. Einnig þeim sem hafa í nafni deildarinnar aðstoðað við viðburði HRFÍ, þar á meðal aðkomu að sýningum félagsins og fleiri verkefna hjá félaginu.
Stjórn vill einnig þakka þeim ræktendum sem auglýst hafa á síðu deildarinnar og í leiðinni styrkt deildina við að halda úti vefsíðunni cavalier.is. Einnig vil stjórn þakka fyrirtækjum og ræktendum sem styrkt hafa deildina á árinu bæði í tengslum við deildarsýningu, verðlaun á sýningum og svo aðra viðburði ársins. Þess má geta að deildin hefur fengið að gjöf til endurnýtingar fjölda bikara sem hafa nýst á árinu og þökkum við þær gjafir.
Þó viljum við sérstaklega þakka Dýrabæ fyrir að styrkja deildina veglega á árinu.
Í stjórn Cavalierdeildar HRFÍ
- Anna Þórðardóttir Bachmann
- Bergþóra Linda Húnadóttir
- Sunna Gautadóttir
- Svanhvít Sæmundsdóttir
