Hvolpasýning 27. október 2024

BOB og BOS 3-6 mánaða
Mjallar Gyðja Mánadís og Mjallar Gotti Cosmo

Hundaræktarfélag Íslands hélt í hefðina og fór fram sérstök hvolpasýning með íslenskum dómurum og dómaranemum þann 27. október síðastliðinn. Sýningin var haldin í reiðhöll Fáks í Víðidal og voru rúmlega 150 hvolpar á aldrinum 3-9 mánaða skráðir. 

Anna Guðjónsdóttir dæmdi cavalier sem voru samtals 11. Besti hvolpur 3-6 mánaða var Mjallar Gyðja Mánadís og bestur af gagnstæðu kyni Mjallar Gotti Cosmo. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Snjallar Tjaldur. Dýrabær gaf verðlaunabikara og þátttökumedalíur.

Nánari úrslit urðu eftirfarandi:

Rakkar 3-6 mánaða (4)

  1. sæti SL Mjallar Gotti Cosmo, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested
  2. sæti SL Hafnarfjalls Elsu Garpur, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  3. sæti SL Mjallar Geisli, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested
  4. sæti SL Eldeyjarlilju Tindru Klaki, eig. Konráð Guðmundsson, rækt. Jón Grímsson

Tíkur 3-6 mánaða (6)

  1. sæti SL Mjallar Gyðja Mánadís, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested
  2. sæti SL Hafnarfjalls Elsu Emma, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  3. sæti SL Esju Nætur Tildra, eig. og rækt. Svanhvít Dröfn Sæmundsdóttir
  4. sæti SL Esju Nætur Viktoría, eig. og rækt. Svanhvít Dröfn Sæmundsdóttir

Rakkar 6-9 mánaða (1)

  1. sæti SL Snjallar Tjaldur, eig. og rækt. Steinunn Rán Helgadóttir

Fleiri myndir hér