
Mjallar Gyðja Mánadís og Mjallar Gotti Cosmo
Hundaræktarfélag Íslands hélt í hefðina og fór fram sérstök hvolpasýning með íslenskum dómurum og dómaranemum þann 27. október síðastliðinn. Sýningin var haldin í reiðhöll Fáks í Víðidal og voru rúmlega 150 hvolpar á aldrinum 3-9 mánaða skráðir.
Anna Guðjónsdóttir dæmdi cavalier sem voru samtals 11. Besti hvolpur 3-6 mánaða var Mjallar Gyðja Mánadís og bestur af gagnstæðu kyni Mjallar Gotti Cosmo. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Snjallar Tjaldur. Dýrabær gaf verðlaunabikara og þátttökumedalíur.
Nánari úrslit urðu eftirfarandi:
Rakkar 3-6 mánaða (4)
- sæti SL Mjallar Gotti Cosmo, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested
- sæti SL Hafnarfjalls Elsu Garpur, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
- sæti SL Mjallar Geisli, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested
- sæti SL Eldeyjarlilju Tindru Klaki, eig. Konráð Guðmundsson, rækt. Jón Grímsson
Tíkur 3-6 mánaða (6)
- sæti SL Mjallar Gyðja Mánadís, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested
- sæti SL Hafnarfjalls Elsu Emma, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
- sæti SL Esju Nætur Tildra, eig. og rækt. Svanhvít Dröfn Sæmundsdóttir
- sæti SL Esju Nætur Viktoría, eig. og rækt. Svanhvít Dröfn Sæmundsdóttir
Rakkar 6-9 mánaða (1)
- sæti SL Snjallar Tjaldur, eig. og rækt. Steinunn Rán Helgadóttir