Ályktað var á ársfundi Cavalierdeildar HRFÍ þann 13. febrúar sl. vegna gjaldskrár HRFÍ.
Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ ályktar um nýtilkomna gjaldtöku á innskráningu hjartavottorða og einnig hvað varðar leigu á sal þegar um heilsufarsskoðun er að ræða. Dýralæknar kaupa þar til gerð vottorð af félaginu og eigendur hunda greiða þau hjá dýralækni, því teljum við að gjaldtakan sé tvítekin á hvert vottorð. Fundurinn óskar eftir að stjórn HRFÍ falli frá nýrri gjaldtöku vegna hjartavottorða. Þegar horft er til mikilvægi heilsufarsskoðana á vegum deildarinnar telur fundurinn einnig að leiga á sal vegna hópskoðana ætti að vera gjaldfrjáls.
Ályktunin var samþykkt samhljóða af öllum viðstöddum.