Skýrsla stjórnar 2024

Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ haldinn 13. febrúar 2025 í húsnæði Hundaræktarfélags Íslands að Melabraut 17 í Hafnarfirði.

Árið 2024 gerðum við ýmislegt og stendur hæst deildarsýning í apríl.

Starf deildarinnar var fjölbreytt með ýmsum viðburðum. Við héldum sérsýningu í apríl, ræktendur hittust í janúar í ræktendaspjall og í upphafi árs var nýárskaffi þar sem við heiðruðum stigahæstu hunda og ræktendur eftir sýningaárið 2023. Göngur voru ekki margar en farið var í Paradísardal í ágúst og jólagöngu um Hafnarfjörð í desember. Hvolpahittingur var haldinn í maí. Fjórar heilsufarsskoðanir voru á vegum deildarinnar, tvær í Reykjavík og tvær á Akureyri. Deildin hélt yfir 20 sýningaþjálfanir. Í september og nóvember var snyrtistofan Dekurdýr með feldhirðunámskeið fyrir okkur og deildin tók þátt í smáhundadögum hjá Garðheimum bæði í mars og september.

Deildin heldur úti vefslóðinni cavalier.is auk tveggja Facebook síðna þar sem birtar eru fréttir og myndir. Auk þess hélt stjórn reglulega fundi. Einnig voru sendir út hóppóstar til hvolpakaupenda, ræktenda og eigenda rakka á rakkalista.

Samið var við Dýrabæ um að vera styrktaraðili deildarinnar árið 2024.

Í stjórn Cavalierdeildar HRFÍ sátu þetta árið:
Anna Þórðardóttir Bachmann, Bergþóra Linda Húnadóttir, Guðríður Vestars, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir.

  • Anna hefur sinnt hlutverki formanns
  • Sunna hefur séð um ritarahlutverkið
  • Svanhvít sá um gjaldkerahlutverkið
  • Sunna og Svanhvít sáu um vefsíðu og aðra netmiðla með aðstoð hinna
  • Bergþóra hefur séð um auglýsingar og ýmis önnur hlutverk
  • Guðríður hefur séð um að panta, sækja og skutla því sem hefur þurft fyrir sýningar og viðburði
  • Anna og Guðríður hafa séð um sýningaþjálfanir með aðstoð annarra í stjórn
  • Auk fleiri verkefna sem skipt var á milli stjórnarmanna

Einnig var starfrækt ræktunarráð hjá deildinni en í því situr stjórn auk Maríu Tómasdóttur.

Ræktun

Got

Fjöldi gota sem skráð voru á árinu hjá HRFÍ var 26 hjá 16 ræktendum. Meðalfjöldi hvolpa í goti var 4,08.

Litaskipting hvolpa var þessi:
47 blenheim, 9 þrílitir, 30 ruby og 20 black & tan.

Á árinu voru skráðir 59 rakkar og 47 tíkur.

15 rakkar feðruðu þessi 26 got en hér má sjá lista yfir þá auk fjölda hvolpa og gota.

16 ræktendur voru með got skráð á árinu.

Einn nýr ræktendi bættist í hópinn en það er Valtýr Gíslason.

Við bjóðum Valtý velkominn í hópinn og óskum honum alls hins besta í ræktunarstarfinu.

Rakkalisti

30 rakkar voru á rakkalistanum 2024

  • 1 þrílitur innfluttur
  • 5 þrílitir íslenskir
  • 3 blenheim innfluttir
  • 12 blenheim íslenskir
  • 1 ruby innfluttur
  • 4 ruby íslenskir
  • 4 black & tan íslenkir

Innflutningur

Sex rakkar og tvær tíkur voru flutt inn á árinu samkvæmt skráningu HRFÍ.

2 frá Danmörku, 2 frá Finnlandi, 1 frá Frakklandi, 1 frá Ítalíu, 1 frá Noregi og 1 frá Slóveníu.

  • Gasekær’s Black Beautiful Gino
  • Gasekær’s Tro På Drømme Rockey
  • Granny’s Chips Gentleman
  • Pecassa’s James Bond
  • Renesmee Des Precieuses Pierres
  • Suloisen Rakkauden Ammattilainen
  • Suloisen Super Mario
  • Totally True Love Femme Fatale

Aldursforseti tegundarinnar

Aldursforseti deildarinnar árið 2024 er Öðlings Nagli en hann er fæddur 22. október 2009. Hann er því orðinn 15 ára og tæplega 4 mánaða. Foreldrar hans voru þau Nettu Rósar Billy og Öðlings Asía. Eigandi hans er Guðbjörg Ingimundardóttir og ræktandi Sólborg Friðbjörnsdóttir.

Þess má geta að Skutuls Saxi sem var aldursforseti 2023 kvaddi 3. febrúar sl. þá 16 ára og 6 mánaða og því annar elsti í tegundinni frá upphafi. Sendum við kveðju til eigenda hans og ræktanda.

Heilsufar

Augnskoðanir

Skoðaðir voru 84 hundar á árinu, 50 tíkur og 34 rakkar. 42 hundar voru með hrein augnvottorð en 42 með athugasemdum sem skiptust upp í 9 mismunandi greiningar, sumir hundar með fleiri en eina.

Einn hundur var settur í ræktunarbann á árinu vegna niðurstöðu augnskoðunar.

Hjartaskoðanir

Á árinu voru 110 hundar skoðaðir en 118 voru skoðaðir tvisvar og einn þrisvar. Voru því gefin út 128 vottorð árið 2024.

  • 3 m/gr. 1
  • 4 m/gr. 2
  • 1 m/gr. 3
  • 1 m/gr. 4
  • 1 m/gr. 5

Deildin var með tvær hópskoðanir á höfuðborgarsvæðinu á árinu. Þær voru í samstarfi við Ólöfu Loftsdóttur og Lísu Bjarnadóttir dýralækna í Víðidalnum og voru báðar haldnar í húsnæði

Hundaræktarfélags Íslands að Melabraut 17. Auk þess bauð deildin upp á tvær hópskoðanir á Akureyri í samstarfi við Helgu Finnsdóttur.

Einnig var boðið upp á DNA sýnatöku í hópskoðunum sem fram fóru í húsnæði HRFÍ.

Stjórn vill ítreka mikilvægi skoðunar og að vottorð séu tekin til að halda utan um þróunina.

Hnéskeljavottorð

Voru jafn mörg og hjartavottorðin eða 128.

Einn hundur var með greiningu á vinstra hné.

Niðurstöður vottorða:

  • 1 með gr. 1 vinstra hné

DNA vottorð

13 hundar skiluðu inn DNA prófum vegna Episodic Falling (EF) og Curly Coat/Dry eye (CC).

  • 11 fríir af Episodic Falling (EF)
  • 2 berar af Episodic Falling (EF)
  • Allir voru fríir af Curly Coat/Dry eye (CC)

Deildin hóf á árinu skráningu á niðurstöðum DNA sýnatöku á MCADD og var 103 vottorðum skilað til deildarinnar. Deildin hefur einnig reiknað niðurstöður 38 hunda.

Skiptingin á þessum niðurstöðum eru:

Tíkur

  • 22 fríar
  • 48 berar
  • 11 MCADD

Rakkar

  • 14 fríir
  • 38 berar
  • 8 MCADD

MRI

Stjórn hefur undanfarið ár unnið að því að undirbúa heilsufarsskoðun vegna SM/CM (holmænu).

  • Rannsóknarleyfi – Ekki talin þörf
  • Erum komnar í samvinnu við dýralækna
  • Skönnun 2,5 – 5 ára auk hunda sem sýna einkenni
  • Kostnaður áætlaður +- 70.000,-
  • Samþykki eiganda þarf að liggja fyrir (svæfing, greining og meðhöndlun niðurstöðu)
  • Send verður könnun til ræktenda og eigenda rakka á rakkalista til að kanna áætlaða þátttöku

Stjórn telur þó ekki tímabært að koma með tilmæli eða reglu vegna þessa en vonumst eftir góðri þátttöku.

Sýningar

Deildarsýning

Cavalierdeildin hélt sérsýningu laugardaginn 20. apríl, í húsnæði HRFÍ að Melabraut 17 í Hafnarfirði. Hámarks skráning náðist á sýninguna, samtals 80 hundar, en fjórir forfölluðust. Sýndir voru 17 hvolpar, 26 rakkar og 33 tíkur en auk þess voru þrír ræktunarhópar, tveir afkvæmahópar og þrjú pör.

Dómari var Judith Echazarra frá Spáni, ræktunarnafnið hennar er De Los Ursidos Kodiak. Sýningarstjóri var Ágústa Pétursdóttir og dæmdi hún einnig keppni ungra sýnenda í lok dags, hringstjóri var Sóley Halla Möller, ritari Sigríður Margrét Jónsdóttir og ljósmyndari Sæunn Ýr. Ungir sýnendur fengu rósettur og gjafir frá Body Shop. BH hönnun hafði umsjón með skreytingum og Dýrabær var styrktaraðili.

Besti hundur tegundar og þá einnig besti hundur sýningar var ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers. Best af gagnstæðu kyni og besti ungliði var Eldeyjarlilju Bonnie Tyler. Bæði fengu þau íslenskt meistarastig, Eldeyjarlilju Bonnie Tyler fékk auk þess ungliðameistarstig og titilinn ungliðameistari þar sem þetta var hennar annað stig.

Besti ungliðarakki með ungliðameistarastig var Eldlukku Vetrar Snjór. Besti öldungur með öldungameistarastig var Ljúflings Myrra.

Besti hvolpur 3-6 mánaða var Hafnarfjalls Karlottu Rúrik og besta tík í sama aldursflokki Hafnarfjalls Karlottu Ísabella. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Suloisen Super Mario og best af gagnstæðu kyni Snjallar Hrafntinnu Viska.

Besti ræktunarhópur og besti afkvæmahópur var frá Eldlukku ræktun. Esju Dare To Dream James Bond og Esju Nótt urðu besta parið.

Sýningar HRFÍ

Hvolpasýning 27. janúar í húsnæði HRFÍ að Melabraut 17 – Hafnarfirði

HRFÍ hélt hvolpasýningu þann 27. janúar í húsnæði félagsins í Hafnarfirði, með íslenskum dómurum og dómaranemum. Tæplega 160 hvolpar á aldrinum 3-9 mánaða voru skráðir til leiks og þar af voru flestir cavalier eða samtals 16.

Ágústa Pétursdóttir dæmdi cavalier og besti hvolpur tegundar 3-6 mánaða var Hafnarfjalls Birtu Linda, bestur af gagnstæðu kyni var bróðir hennar Hafnarfjalls Birtu Mói. Í eldri flokki 6-9 mánaða voru það einnig gotsystkini sem báru sigur úr býtum, Mjallar Glanni varð besti hvolpur tegundar og Mjallar Gná besta tík. Mjallar Glanni komst svo í 9 hvolpa úrtak í úrslitum dagsins.

Alþjóðleg norðurljósasýning 3. mars í Reiðhöll Spretts í Kópavogi

Dómari var Annukka Paloheimo frá Finnlandi, sem ræktaði sjálf tegundina um árabil. Skráðir voru 49 cavalier hundar en 4 forfölluðust. Einnig voru sýndir tveir ræktunarhópar.

BOB var ISCh ISJCh ISW-23 Bonitos Companeros Mr. Spock með alþjóðlegt meistarastig og náði hann einnig í 6 hunda úrtak í úrslitum tegundahóps 9. Þar sem hann er nú þegar íslenskur meistari gekk íslenska stigið niður til Navenda’s Charm of diamonds. BOS var Sóldísar Amý Mandla með íslenskt og alþjóðlegt meistarastig.

Besti ungliði var Eldeyjarlilju Bonnie Tyler og besti ungliðarakki NJrCH Pecassa’s James Bond. Bæði fengu þau íslenskt og alþjóðlegt ungliðameistarastig. James Bond hafði fengið tvö alþjóðleg ungliðameistarastig áður en hann kom til Íslands og varð því alþjóðlegur ungliðameistari eftir þessa sýningu.

Besti hvolpur 4-6 mánaða var Hafnarfjalls Birtu Linda. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Seljudals Ósk og varð hún einnig fjórði besti hvolpur dagsins í úrslitum, sem er frábær árangur.

Besti ræktunarhópur var frá Eldlukku ræktun og náði hann einnig í topp 6 í úrslitum, flottur dagur hjá tegundinni okkar.

Reykjavík Winner og NKU Norðurlandasýning 8. júní á Víðistaðatúni í Hafnarfirði

Eva Nielsen frá Svíþjóð dæmdi cavalier,, sýndir voru 10 hvolpar, 21 rakki, 27 tíkur og 4 ræktunarhópar.

BOB var ISJCh RW-23 ISJW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers með íslenskt meistarastig, Norðurlandameistarastig og titilinn RW-24. Hún komst í 6 hunda úrtak í úrslitum tegundahóps. BOS var ISCh ISJCh ISW-23 Bonitos Companeros Mr. Spock með Norðurlandameistarastig og titilinn RW-24. Þetta var hans þriðja Norðurlandastig og hann því orðinn Norðurlandameistari.

Besti ungliði var Þórshamrar Freyju Daisy Kahlo með íslenskt og Norðurlanda-ungliðameistarstig en á þessari sýningu vou í fyrsta sinn veitt Norðurlandameistarastig í ungliða- og öldungaflokki.

Besti hvolpur 4-6 mánaða var Hafnarfjalls Karlottu Ísabella og besti hvolpur 6-9 mánaða Hafnarfjalls Birtu Linda. Besti öldungur var Ljúflings Myrra með íslenskt og Norðurlanda-öldungameistarastig.

Besti ræktunarhópur kom frá Hafnafjalls ræktun.

NKU Norðurlandasýning 10. ágúst á Víðistaðatúni í Hafnarfirði

Dómari cavalier hunda var Sóley Halla Möller. Sýndir voru 6 hvolpar, 14 rakkar og 24 tíkur.

BOB var ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers með sitt áttunda meistarastig og titillinn íslenskur meistari nú loksins í höfn, þar sem a.m.k. eitt stig þarf að koma eftir tveggja ára aldur. BOS var gotsystir hans ISJCh RW-23-24 ISJW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting

Dreamcatchers, með sitt sjötta íslenska meistarastig og fékk hún því titilinn líka. Bæði fengu auk þess Norðurlandastig og Elixir var að fá sitt þriðja sem þýðir að hún er einnig orðin Norðurlandameistari. Eros komst í 6 hunda úrtak í úrslitum tegundahóps.

Besti ungliði tegundar var Esju Dare To Dream James Bond og besta ungliðatík Hafnarfjalls Birtu Linda, bæði fengu íslenskt og Norðurlanda-ungliðameistarastig.

Besti hvolpur tegundar var Hafnarfjalls Karlottu Rúrik og best af gagnstæðu kyni Þórshamrar Freyju Esju Assa. Besti öldungur tegundar var ISCh RW-17-21 Ljúflings Merlin Logi og fékk hann íslenskt og Norðurlanda-öldungameistarastig.

Besti ræktunarhópur tegundar var frá Hafnarfjalls ræktun.

Alþjóðleg sýning 11. ágúst á Víðistaðatúni í Hafnarfirði

Ásta María Guðbergsdóttir dæmdi cavalier. Sýndir voru 6 hvolpar, 15 rakkar og 19 tíkur.

BOB var ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers og BOS ISJCh RW-23-24 ISJW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers. Bæði fengu þau alþjóðlegt meistarastig. Íslenska rakkastigið gekk niður til 4. besta rakka þar sem fyrstu þrír voru nú þegar orðnir meistarar og kom stigið í hlut Cavalion Blues Brothers. Tíkarstigið fékk Eldeyjarlilju Jökla sem var önnur besta tík.

Besti ungliði tegundar var Hafnarfjalls Birtu Linda og besti ungliðarakki Eldlukku Káti Seifur. Bæði fengu íslenskt og alþjóðlegt ungliðameistarastig. Hafnarfjalls Birtu Linda var að fá sitt annað íslenska stig og hlaut því titilinn íslenskur ungliðameistari.

Besti hvolpur tegundar var Hafnarfjalls Karlottu Ísabella og bestur af gagnstæðu kyni Hafnarfjalls Karlottu Bjartur Leó. Besti öldungur tegundar var ISCh RW-17-21 Ljúflings Merlin Logi og besta öldungatík Ljúflings Myrra. Þau fengu bæði íslenskt og alþjóðlegt öldungameistarastig og Ljúflings Myrra titilinn öldungameistari, þar sem þetta var hennar þriðja íslenska öldungastig.

Besti ræktunarhópur tegundar kom frá Mjallar ræktun.

Alþjóðleg sýning 29. september í reiðhöll Spretts í Kópavogi

Dómari var Saija Juutilainen frá Finnlandi. Samtals voru 8 hvolpar, 16 rakkar og 17 tíkur.

BOB var ISJCh Snjallar Kastaní Björt á brá með íslenskt og alþjóðlegt meistarastig. Þetta var hennar þriðja íslenska meistarastig og hún því íslenskur meistari. BOS var NORDICCh ISCh ISJCh ISW-23 RW-24 Bonitos Companeros Mr. Spock með alþjóðlegt meistarastig sem var jafnframt hans fjórða og hann hlaut titilinn alþjóðlegur meistari. Íslenska meistarstigið gekk niður til Eldlukku Káta Seifs sem varð annar besti rakki.

Besti ungliði tegundar var Mjallar Gná og besti ungliðarakki Hafnarfjalls Birtu Mói, bæði með íslenskt og alþjóðlegt ungliðameistarastig.

Besti hvolpur 4-6 mánaða var Esju Nætur Viktoría og besti hvolpur 6-9 mánaða Hafnarfjalls Karlottu

Ísabella. Besti öldungur var ISCh RW-17-21 Ljúflings Merlin Logi með alþjóðlegt öldungameistarastig og sitt þriðja íslenska öldungastig, titillinn íslenskur öldungameistari þar með í höfn.

Besti ræktunarhópur var frá Hafnarfjalls ræktun.

Hvolpasýning 27. október í reiðhöll Fáks í Víðidal

Anna Guðjónsdóttir dæmdi cavalier sem voru samtals 11. Besti hvolpur 3-6 mánaða var Mjallar Gyðja Mánadís og bestur af gagnstæðu kyni Mjallar Gotti Cosmo. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Snjallar Tjaldur.

Winter Wonderland & Ísland Winner 24. nóvember í reiðhöll Spretts í Kópavogi

Sýndir voru samtals 51 cavalier hundar; 7 hvolpar, 19 rakkar og 25 tíkur, auk þriggja ræktunarhópa. Dómari var Veli-Pekka Kumpumäki frá Finnlandi.

Besti hundur tegundar var NORDICCh ISCh ISJCh ISW-23 RW-24 Bonitos Companeros Mr. Spock og besta tík ISJCh RW-23-24 ISJW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers, bæði fengu þau titilinn Ísland Winner (ISW-24) og Crufts Qualification. Mr. Spock rúllaði síðan upp keppni í tegundahópi 9 og ekki nóg með það heldur endaði hann sem fjórði besti hundur sýningar af rúmlega 1.000 hundum, stórglæsilegur árangur!

Íslensku og Norðurlandameistarastigin gengu niður til Cavalion Blues Brothers og Hafnarfjalls Selmu Karlottu sem urðu í 2. sæti í keppni um besta rakka og bestu tík tegundar. Cavalion Blues Brothers var að fá sitt þriðja íslenska stig og því orðinn íslenskur meistari.

Besti ungliði tegundar var Mjallar Garpur og besta ungliðatík Seljudals Ósk, bæði með íslenskt og Norðurlanda-ungliðameistarastig, einnig titilinn Ísland Junior Winner (ISJW-24). Mjallar Garpur varð síðan í 3. sæti í úrslitum ungliða í tegundahópi 9.

Besti hvolpur 4-6 mánaða var Esju Nætur Viktoría og besti rakki í sama aldursflokki Mjallar Gotti Cosmo. Viktoría gerði sér svo lítið fyrir og varð besti hvolpur dagsins af öllum tegundum. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Snjallar Tjaldur og landaði hann 4. sætinu í úrslitum allra tegunda.

Besti öldungur tegundar var ISCh ISVetCh RW-17-21 Ljúflings Merlin Logi með Norðurlanda-öldungameistarstig og titilinn ISVW-24, hann náði svo í 7 hunda úrtak í úrslitum.

Besti ræktunarhópur tegundar kom frá Hafnarfjalls ræktun og enn og aftur gerði tegundin okkar það gott í úrslitum, besti ræktunarhópur dagsins af samtals 12 hópum.

Nýir meistarar og titlar

Íslenskir ungliðameistarar:

  • ISJCh Eldeyjarlilju Bonnie Tyler
  • ISJCh Hafnarfjalls Birtu Linda

Alþjóðlegur ungliðameistari:

  • C.I.B.-J NJr Ch Pecassa´s James Bond

Íslenskir meistarar:

  • ISCh Cavalion Blues Brothers (Tindur)
  • NORDICCh ISCh ISJCh RW-23-24 ISJW-23 ISW-24 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers
  • ISCh ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers
  • ISCh ISJCh Snjallar Kastaní Björt á brá

Norðurlandameistarar:

  • C.I.B. NORDICCh ISCh ISJCh RW-24 ISW-23-24 Bonitos Companeros Mr. Spock
  • NORDICCh ISCh ISJCh RW-23-24 ISJW-23 ISW-24 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers

Íslenskir öldungameistarar:

  • ISVetCh Ljúflings Myrra
  • ISCh ISVetCh RW-17-21 ISVW-24 Ljúflings Merlin Logi

Alþjóðlegur meistari:

  • C.I.B. NORDICCh ISCh ISJCh RW-24 ISW-23-24 Bonitos Companeros Mr. Spock

Reykjavík Winner (RW-24):

  • C.I.B. NORDICCh ISCh ISJCh RW-24 ISW-23-24 Bonitos Companeros Mr. Spock
  • NORDICCh ISCh ISJCh RW-23-24 ISJW-23 ISW-24 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers

Ísland Winner (ISW-24, ISJW-24, ISVW-24):

  • C.I.B. NORDICCh ISCh ISJCh RW-24 ISW-23-24 Bonitos Companeros Mr. Spock
  • NORDICCh ISCh ISJCh RW-23-24 ISJW-23 ISW-24 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers
  • ISJW-24 Mjallar Garpur
  • ISJW-24 Seljudals Ósk
  • ISVW-24 ISCh ISVetCh RW-17-21 Ljúflings Merlin Logi

Stigahæstu hundar ársins

Á árinu voru 7 sýningar sem töldu til stiga og þar af ein deildarsýning.

Fimm stigahæstu hundar ársins

  1. C.I.B. NORDICCh ISCh ISJCh ISW-23-24 RW-24 Bonitos Companeros Mr. Spock – 77 stig
  2. NORDICCh ISCh ISJCh RW-23-24 ISJW-23 ISW-24 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers – 37 stig
  3. ISCh ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers – 32 stig
  4. ISCh ISJCh Snjallar Kastaní Björt á brá – 21 stig
  5. ISJCh Eldeyjarlilju Bonnie Tyler – 18 stig

Stigahæstu rakkar

  • 1. NORDICCh ISCh ISJCh ISW-23-24 RW-24 Bonitos Companeros Mr. Spock – 77 stig
  • 2. ISCh ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers – 32 stig
  • 3.-4. ISCh Cavalion Blues Brothers – 9 stig
  • 3.-4. Hafnarfjalls Karlottu Tómas – 9 stig
  • 5.-6. ISCh ISVetCh RW-17-21 ISVW-24 Ljúflings Merlin Logi – 6 stig
  • 5.-6. C.I.B.-J NJrCH Pecassa’s James Bond – 6 stig

Stigahæstu tíkur

  • 1. NORDICCh ISCh ISJCh RW-23-24 ISJW-23 ISW-24 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers – 37 stig
  • 2. ISCh ISJCh Snjallar Kastaní Björt á brá – 21 stig
  • 3. ISJCh Eldeyjarlilju Bonnie Tyler – 18 stig
  • 4. Sóldísar Amý Mandla – 16 stig
  • 5. Hafnarfjalls Selmu Karlotta – 8 stig

Stigahæstu öldungar

  • 1. ISCh ISVetCh RW-17-21 ISVW-24 Ljúflings Merlin Logi – 40 stig
  • 2. ISVetCh Ljúflings Myrra – 27 stig

Stigahæstu ungliðar

  • 1. ISJCh Eldeyjalilju Bonnie Tyler – 20 stig
  • 2. ISJCh Hafnarfjalls Birtu Linda – 17 stig
  • 3.-6. Esju Dare To Dream James Bond – 10 stig
  • 3.-6. ISJW-24 Mjallar Garpur – 10 stig
  • 3.-6. Mjallar Gná – 10 stig
  • 3.-6. Þórshamrar Freyju Daisy Kahlo – 10 stig

Stigahæstu ræktendur

  • 1. Hafnarfjalls ræktun – Anna Þórðardóttir Bachmann: 36 stig
  • 2. Eldlukku ræktun – Svanborg S. Magnúsdóttir: 21 stig
  • 3. Mjallar ræktun – Arna Sif Kærnested: 19 stig
  • 4. Eldeyjarlilju ræktun – Jón Grímsson: 9 stig
  • 5.-6. Ljúflings ræktun – María Tómasdóttir: 7 stig
  • 5.-6. Snjallar ræktun – Steinunn Rán Helgadóttir: 7 stig

Sýningaþjálfanir

Deildin hélt yfir 20 sýningaþjálfanir þar sem allur ágóði rann beint til deildarinnar. Haldnar voru 4 þjálfanir fyrir deildarsýninguna þar sem Anna Dís, Stella og Brynja sáu um þjálfun og fengu greitt fyrir.

Göngur

Göngunefnd var ekki starfandi á árinu en stjórn skipulagði tvær göngur.

Önnur þeirra var taumgönga og hin lausaganga.

  • 21. ágúst – Paradísardalur
  • 7. desember – Jólaganga í Hafnarfirði

Hvolpahittingur

Á árinu hélt deildin hvolpahitting sem var vel sóttur.

Fór hann fram í húsnæði félagsins að Melabraut 17 í Hafnarfirði þann 15. maí.

Feldhirðunámskeið

Í haust hélt deildin í samstarfi við Dekurdýr / Önju tvö velheppnuð feldhirðunámskeið. Takmarkaður fjöldi var á báðum námskeiðum og komust færri að en vildu en þetta er viðburður sem ætti að vera reglulega.

Vefsíðan cavalier.is

Ræktendur auglýstu got sín á vefsíðu deildarinnar cavalier.is og styrktu deildina með því. Í fyrsta skipti dekkuðu þessar gotauglýsingar ekki alveg lénkostnað en þó vantaði ekki mikið upp á.

Vottorð, listar yfir got og öldunga var uppfært reglulega eða þegar skráning hafði farið fram inni á Hundavef HRFÍ.

Lokaorð

Stjórn vill þakka ánægjulegt ár. Við viljum þakka Maríu Tómasdóttir fyrir aðkomu að ræktunarráði og þeim sem hafa komið að sýningaþjálfunum, auk allra sjálfboðaliða sem komið hafa að viðburðum ársins. Einnig þeim sem hafa í nafni deildarinnar aðstoðað við viðburði HRFÍ, þar á

meðal aðkomu að sýningum félagsins og fleiri verkefna hjá félaginu.

Stjórn vill einnig þakka þeim ræktendum sem auglýst hafa á síðu deildarinnar og í leiðinni styrkt deildina við að halda úti vefsíðunni cavalier.is. Stjórn þakkar fyrirtækjum og ræktendum sem styrkt hafa deildina á árinu, bæði í tengslum við deildarsýningu, verðlaun á sýningum og svo aðra viðburði ársins. Þess má geta að deildin, eins og árið 2023, hefur fengið til endurnýtingar fjölda bikara sem hafa nýst á árinu og þökkum við þær gjafir.

Þó viljum við sérstaklega þakka Dýrabæ fyrir að styrkja deildina veglega á árinu.

Í stjórn Cavalierdeildar HRFÍ

  • Anna Þórðardóttir Bachmann
  • Bergþóra Linda Húnadóttir
  • Guðríður Vestars
  • Sunna Gautadóttir
  • Svanhvít Sæmundsdóttir