Guðrúnarverðlaunin

Á aðalfundi Hundaræktarfélags Íslands þann 29. apríl síðastliðinn voru svokölluð Guðrúnarverðlaun afhent í fyrsta sinn. Verðlaunin eru kennd við frú Guðrúnu Ragnars Guðjohnsen heiðursfélaga HRFÍ, en hún gegndi formannsstöðu félagsins um árabil.

Fyrstar til þess að öðlast þessa viðurkenningu voru þær Auður Valgeirsdóttir (Tíbráar Tinda ræktun – Tibetan Spaniel) og okkar eina sanna María Tómasdóttir (Ljúflings ræktun – Cavalier). Þær fengu fallegan minningagrip og blómvönd af þessu tilefni og deildin óskar þeim innilega til hamingju.

Nánari upplýsingar um Guðrúnarverðlaunin og skilyrði til þess að koma til greina fyrir þau má sjá hér. Erna Sigríður Ómarsdóttir formaður HRFÍ las upp eftirfarandi texta um Maríu við afhendinguna:

María Tómasdóttir hóf ræktunarstarf undir ræktunarnafninu Ljúflings árið 1993 en fyrstu Cavalier hundarnir hennar komu til landsins á árunum 1991 og 1992 frá Svíþjóð.

María átti frumkvæði að stofnun Cavalierdeildar HRFÍ sem stofnuð var í maí 1995  fyrir 30 árum síðan og heldur deildin tvöfalda sýningu í tilefni afmælisins nú maí. María var fyrsti formaður deildarinnar og sat sem formaður í u.þ.b. 20 ár og situr nú í ræktunarráði deildarinnar. Maríu er mjög umhugað um heilsufar tegundarinnar og stóð hún fyrir að fá hingað til lands sérfræðing í hjartasjúkdómum árið 2000. Þessi sérfræðingur þjálfaði síðan íslenska dýrlækna í faginu.

María hefur lagt mikið metnað í innflutning heilbrigða dýra enda stofn Cavalier hunda talinn jafnvel standa betur hér í dag en á öðrum norðurlöndunum.