Opin sýning 25. október 2025

BOB og BIS-3
ISCh ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers
Ljósmyndari: Hildur Pálsdóttir

Laugardaginn 25. október fór fram opin æfingasýning á vegum sýningadómaranefndar HRFÍ í reiðhöll Fáks í Víðidal. Þar fengu tilvonandi dómaranemar að spreyta sig og var góð skráning á sýninguna, samtals 160 hundar. Cavalierdeild lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og voru skráðir 18 cavalier hundar.

Besti hundur tegundar var ISCh ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers, dómari Sigríður Margrét Jónsdóttir. Best af gagnstæðu kyni var ISJCh VOLJW-25 Esju Nætur Viktoría. Úrslit um besta hund sýningar dæmdi síðan María Björg Tamimi og varð Eros þriðji besti hundur sýningar.

Besti hvolpur 3-6 mánaða var Eldlukku Töru Ögri. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Miðkots Askja og besti rakki í sama aldursflokki Brellu Sahara Þinur Dropi.

Nánari úrslit:

Hvolpar 3-6 mánaða – Dómari Anja Björg Kristinsdóttir

Rakkar (2)

  1. sæti SL Eldlukku Töru Ögri, eig. og rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir
  2. sæti SL Þórshamrar Príu Nikulás, eig. Elma Rún Benediktsdóttir, rækt. Fríða Björk Elíasdóttir

Hvolpar 6-9 mánaða – Dómari Helga Kolbeinsdóttir

Rakkar (2)

  1. sæti SL Brellu Sahara Þinur Dropi, eig. Harpa Geirþr Sigurjónsdóttir, rækt. Valka Jónsdóttir
  2. sæti SL Brellu Sahara Einir Sámur, eig. Margrét Sigurðardóttir, rækt. Valka Jónsdóttir

Tíkur (4)

  1. sæti SL Miðkots Askja, eig. og rækt. Sunna Gautadóttir
  2. sæti SL Hafnarfjalls Birtu Brá, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  3. sæti SL Miðkots Esja, eig. María Árnadóttir, rækt. Sunna Gautadóttir
  4. sæti SL Hafnarfjalls Birtu Bára, eig. Stefanía Vilhjálmsdóttir Reykdal, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann

Eldri flokkar – Dómari Sigríður Margrét Jónsdóttir

Meistaraflokkur rakkar (1)

  1. sæti ex. ISCh ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers, eig. Guðríður Vestars, rækt. Giusy Pellegrini

Ungliðaflokkur tíkur (4)

  1. sæti ex. ISJCh VOLJW-25 Esju Nætur Viktoría, eig. og rækt. Svanhvít Dröfn Sæmundsdóttir
  2. sæti ex. Mjallar Gyðja Mánadís, eig. og rækt. Arna Sif Kærnested
  3. sæti vg. Eldlukku Möndlu Mura, eig. og rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir
  4. sæti vg. Eldlukku Netta Blásól, eig. og rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir

Opinn flokkur tíkur (5-1)

  1. sæti ex. Totally True Love Femme Fatale, eig. Anna Þórðardóttir Bachmann, rækt. Grah José og Monika Kuplen
  2. sæti ex. Þórshamrar Freyju Dahlia, eig. Anna Linnéa Stierna og Viktor Díar Jónasson, rækt. Fríða Björk Elíasdóttir
  3. sæti ex. Miðkots Embla, eig. og rækt. Sunna Gautadóttir
  4. sæti vg. Eldlukku Sunnu Bláklukka, eig. og ræk. Svanborg S. Magnúsdóttir

Úrslit bestu tíkur

  1. ISJCh VOLJW-25 Esju Nætur Viktoría
  2. Totally True Love Femme Fatale
  3. Mjallar Gyðja Mánadís
  4. Þórshamrar Freyju Dahlia