
Þann 28. nóvember var haldin hvolpasýning í reiðhöll Fáks í Víðidal. Samtals voru 9 cavalier hvolpar skráðir og dómari var Sara Nordin frá Svíþjóð. Dýrabær gaf verðlaun og þátttökumedalíur.
Besti hvolpur 6-9 mánaða var Miðkots Esja sem komst einnig í 6 hvolpa úrtak í úrslitum um besta hvolp sýningar. Einn rakki var skráður í flokk 3-6 mánaða og 3 í flokk 3-6 mánaða en Sara Nordin var nokkuð ströng í dómum og fengu þeir allir einkunnina lofandi. Henni leist betur á tíkur 6-9 mánaða og þar var sætaröðun eftirfarandi:
Tíkur 6-9 mánaða (5)
- sæti SL Miðkots Esja, eig. María Árnadóttir, rækt. Sunna Gautadóttir
- sæti SL Miðkots Askja, eig. og rækt. Sunna Gautadóttir
- sæti SL Hafnarfjalls Birtu Bára, eig. Stefanía Vilhjálmsd. Reykdal, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
- sæti SL Snjallar Silfraða Snælda, eig. og rækt. Steinunn Rán Helgadóttir