Hvolpasýning 28. nóvember 2025

BOB 6-9 mán – Miðkots Esja

Þann 28. nóvember var haldin hvolpasýning í reiðhöll Fáks í Víðidal. Samtals voru 9 cavalier hvolpar skráðir og dómari var Sara Nordin frá Svíþjóð. Dýrabær gaf verðlaun og þátttökumedalíur.

Besti hvolpur 6-9 mánaða var Miðkots Esja sem komst einnig í 6 hvolpa úrtak í úrslitum um besta hvolp sýningar. Einn rakki var skráður í flokk 3-6 mánaða og 3 í flokk 3-6 mánaða en Sara Nordin var nokkuð ströng í dómum og fengu þeir allir einkunnina lofandi. Henni leist betur á tíkur 6-9 mánaða og þar var sætaröðun eftirfarandi:

Tíkur 6-9 mánaða (5)

  1. sæti SL Miðkots Esja, eig. María Árnadóttir, rækt. Sunna Gautadóttir
  2. sæti SL Miðkots Askja, eig. og rækt. Sunna Gautadóttir
  3. sæti SL Hafnarfjalls Birtu Bára, eig. Stefanía Vilhjálmsd. Reykdal, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  4. sæti SL Snjallar Silfraða Snælda, eig. og rækt. Steinunn Rán Helgadóttir